Louis Van Gaal kom flestum á óvart og stillti upp liði sem flestir voru sáttir með. Margir furðuðu sig þó á fjarveru Juan Mata. Liðið var eftirfrandi:
Bekkurinn: Valdes, Evans, McNair, Januzaj, Mata, Young og Wilson.
Januzaj var ekkert rosalega sáttur með að byrja á bekknum.
Landsliðsþjálfari Englands mætti á völlinn, líklega til að gá hvort að landsliðsfyrirliðinn væri farinn að spila sem framherji aftur.
En að leiknum sjálfum; United byrjaði með ágætis pressu og Preston snerti varla boltann fyrrstu 3-4 mínúturnar. Það markverðasta sem gerðist þó fyrstu 5 mínútur leiksins var þegar Daley Blind datt á rassinn við einfalda sendingu frá Marcos Rojo, sem betur fer var enginn á bakvið hann og ekkert gerðist.
Strax á uphafsmínútunum var ljóst að Preston ætluðu að sitja aftarlega, en þeir spiluðu mjög þröngt 4-4-2 leikkerfi. Aftasta línan varðist á vítateig og fremstu menn voru í kringum miðjuteginn. Það mætti halda að þeir hafi horft á 0-0 jafntefli liðsins við Cambridge og ætluðu að herma eftir því. Leikurinn þróaðist allavega svipað og Cambridge leikurinn, United hélt boltanum en gekk illa að skapa sér færi. Sóknarleikur Preston var einstaklega einhæfur, háir boltar upp á framherjena sem reyndu að flikka honum inn fyrir – en endaði oftar en ekki með því að þeir brutu af sér.
Þetta var algeng sjón fyrstu 20 mínúturnar.
Á 26. mín. fengu Preston aukaspyrnu eftir að Herrera var í tómu tjóni út á kanti. Aukaspyrnan var mjög fín og í raun ótrúlegt hversu hættu lítill skalli Preston var á endanum miðað við að varnarmenn United og De Gea virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.
Á 38. mínútu leiksins gerðist hlutur sem var líklega með 1.1 í stuðul fyrir leik. Kevin Davies fékk gult spjald fyrir að sparka leikmann niður löngu eftir að boltinn var farinn.
Mjög lýsandi mynd fyrir fyrri hálfleik leiksins.
United sýndi smá líf í lok hálfleiksins en ekki nægilega mikið til að ná skoti á markið. Staðan í hálfleik var 0-0 í vægast sagt mjög þurrum fyrri hálfleik.
Eftir rétt rúmar 2 mínútur í síðari hálfleik gerðist hið ómögulega. Preston North End kom boltanum á Kevin Davies sem lagði hann til hliðar, þar kom Scott Laird aðsvífandi og hamraði boltanum, með viðkomu í Antonio Valencia, í netið. David De Gea hefði þó líklega átt að gera mun, mun, mun betur í þessu marki en svo virtist sem boltinn færi í gegnum hann. Boltinn breytti samt sem áður um stefnu þegar hann fór í Valencia og er líklegt að það hafi ruglað De Gea.
Öskrandi stemmning í okkar mönnum eftir að Preston komst í 1-0.
Eftir næstum klukkutíma leik átti Angel Di Maria fyrsta skot Manchester United á markið, en það var hættulítið og beint á markmanninn. Stuttu eftir þetta gerði Van Gaal sína fyrstu skiptingu, sem var undarleg í meira lagi. Útaf kom Radamel Falcao og inn á kom ASHLEY YOUNG. Þið lásuð rétt, sóknarmaður tekinn út af og inn á kom leikmaður sem hefur eytt tímabilinu sem væng bakvörður. Young kom út á vinstri kantinn, Di Maria út á hægri og Fellaini fór upp á topp með Rooney.
Á 65 mínútu jafnaði líklega ólíkasti leikmaðurinn á vellinum leikinn. Ashley Young (á þessum tíma punkti var ég að krydda blautann sokkinn) fær boltann, kemur honum á Herrera sem virtist vera búinn að missa boltann en tekst á einhvern ótrúlegan hátt að skófla boltanum í átt að marki þar sem hann endar á því að leka stöngin inn og Preston menn brjálaðir yfir því að Rooney var rangstæður en samkvæmt reglunum þá er þetta ekki rangstaða þar sem Wayne Rooney snertir aldrei boltann og hefur engin áhrif á stefnu boltans.
Á 72 mínútu átti Antonio Valencia eitt af sínum einkennis hlaupum, bombar boltanum hægra megin við varnarmanninn, fer upp að endalínu og chippar svona rosalega fallegum bolta á fjærstöng þar sem Marouane Fellaini rís eins og fuglinn fönix og skallar boltann á markið, markmaðurinn ver boltann en þó ekki lengra en beint fyrir framan Fellaini HAMRAR frákastinu í netið og Manchester United allt í einu komið 2-1 yfir. Á milli markanna átti Kevin Davies að fá sitt annað gula spjald þegar hann straujaði Chris Smalling aftan frá en eins og svo oft áður slapp hann með skrekkinn.
Jöfnunarmarkið í uppsiglingu. ,,Vinstri skófla í fjær“ eins og félagi minn sagði.
Viðbrögð Preston við jöfnunarmarkinu segja meira en 1000 orð.
Herrera var mjög ánægður með markið sitt.
Kungu Fu Fellaini kemur Manchester United yfir
Á 86 mínútu fékk Wayne Rooney vítaspyrnu eftir að hafa fallið frekar ódýrt í jörðina eftir að markmaðurinn kom út á móti honum. Rooney var slétt sama, fór sjálfur á punktinn og skoraði úr vítinu.
Ashley Young Wayne Rooney fellur í teignum.
Í uppbótartíma fékk Preston færi eftir hornspyrnu sem David De Gea varði og Ashley Young hamraði svo í burtu af línunni.
Brösugur 3-1 sigur niðurstaðan í leik sem var svo sem eins og maður bjóst við. Erfitt að kvarta þegar liðið vinnur. Í næstu umferð er líklegt að svona frammistaða skili engu þar sem að Arsenal kemur í heimsókn á Old Trafford þann 7. eða 8. mars.
Það sem við lærðum í dag:
a) Ég er Nostradamus endurfæddur, enda spáði ég 3-1 brösugum sigri. b) David De Gea er mennskur c) Kevin Davies er fauti d) Marouane Fellaini getur líka skorað með Kung Fu skotum e) Manchester United er ekki að spila frábærlega en eru að vinna flesta sína leiki – OG ÞAÐ ER JÁKVÆTT! f) Manchester United kann ennþá að koma til baka eftir að lenda úti, mótherjinn vissulega ekki af hæsta kalíberi en Kominn Tími Til!
Takk fyrir mig.
Kv. RTÞ
Bósi says
Gæti hann ekki mögulega switchað Rooney og Di Maria. Vonum það allavega :)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Skil ekki þetta með Rooney og Di Maria, væri gott lið ef Rooney og Di Maria skiptu á plássum. Einnig hefði ég viljað sjá Mata spila en það er bara afþví að ég er svo hrifin af persónunni hans :D
Rauðhaus says
Ég myndi nú alveg vilja sjá Mata spila af þeirri augljósu ástæðu að hann er mjög góður í fótbolta. Skil ekki hvað verið er að vísa til þegar menn segjast vera svo hrifnir „af persónunni hans“.
Rúnar Þór says
þvílíkt byrjunarlið JÁ loksins. Það er svona hjá mutv. (demantur) de gea- valencia-smalling-rojo-shaw-blind-herrera-di maria-fellaini-falcao-rooney. Rooney frammi yes og fellaini í cam
Bjarni Ellertsson says
Koma svo UTD, sýnið loksins ykkar rétta andlit og troðið sokk upp í fyrirsagnasmiði blaðanna.
GGMU
Rauðhaus says
Erum við að fara að sjá 4-3-3?
Plís!
—————DDG————–
Val.–Smalling–Rojo—Shaw
—————Blind————–
——-Fellaini—Herrera——
Rooney————–Di Maria
————-Falcao————
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Rauðhaus: Kannski skrýtið að segja þetta þarna en ég hef verið að lesa bloggin hans mikið og er að fíla hann mjög mikið. Ekkert flóknara en það :D
Bjarni Ellertsson says
Tíðindalítið á austur vígstöðvum.
jon h says
þetta er svo lelegt lið shit herrera og fellaini eiga ekki heima i þessu liði erum að spila eins og þriðja deildarlið
Bjarni Ellertsson says
Iss iss, 0-0 í hálfleik gegn ekki einu sinni miðlungsliði. Hvað er í gangi. Er það ásættanlegt? Svarið er NEI en það er þó bót í máli að seinni hálfleikur er eftir þó mér finnist eins og leikmenn vilji annan leik á Old Trafford.
jon h says
hvernig er drátturinn að leggjast í menn ?
kári says
þeir er aldrey að fara vinna þennan leik
Magnús says
Er þetta bara ekki málið. Halda Falcao á bekknum? Liðið allavega að spila betur eftir að hann fór útaf.
Bjarni Ellertsson says
Aldrei víti, en gaman að þessu þó :)
Siggi says
En einn lélegi leikurinn en að komast áfram skiptir máli. Þetta snýst bara um að komast áfram en þessi spilamennska er skelfileg.
Um umdeilduatvikinn
Kevin Davis átti að fá síðara gula
Rooney hafði klárlega áhrif á leikinn og fyrsta markið átti aldrei að standa. Hann þarf ekki að snerta boltan til þess að hafa áhrif. Þegar leikmaður í rangstöðu þarf að færa sig frá boltanum til þess að snerta hann ekki þá er það rangstæða.
Fellaini braut aldrei af sér í öðru markinu. Hann ýtir smá en annað eins hefur nú sést.
Þetta var alltaf víti. Markmaðurinn þarf ekki að snerta Rooney til þess að þetta er brot. Hann rennur sér glæfralega fyrir Rooney án þess að vera nálagt því að snerta boltan. Rooney fer yfir hann og dettur auðveldlega en tæklingin sem snerti aldrei boltan hefur þarna klárlega áhrif á Rooney og því alltaf víti.
Man utd – Arsenal verður rosalegur leikur.
Bjarni Ellertsson says
Hægt að skrifa thriller sögu um Utd á hverju ári, alltaf einhver spenna, erum sjálfum okkur alltaf verstir. Fellaini át varnarmennina trekk í trekk þegar hann fór upp á topp sem sýnir að menn eru drullu hræddir við hann, í sumum leikjum gerir hann meira gagn þar en Persie og Falcao en ekki er það samt fagurt en fegurðin kemur næsta haust.
Rúnar Þór says
hvernig er hægt að spila á móti liði eins og Preston í 57 mín 57! án þess að eiga skot á mark? Þetta er orðið virkilega þreytandi
Runólfur Trausti says
Ég vona að þú sért ekki með dómararéttindi Siggi minn. Rangstöðureglan er mjög ljós hvað þetta varðar og farið vel í þetta á dómaranámskeiðum KSÍ til að mynda.
Og fyrir mína parta er þetta dýfa hjá Rooney, það er engin snerting. Fannst þetta full aumingjalegt.
En hvað með það, sigur er sigur í bikarnum!
Veeeeeei! :)
Jón Þór Baldvinsson says
1-3 fór það og ansi brösulega.
Auðunn A Sigurðsson says
Það verður að gefa Van Gaal klapp á bakið þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila eins og vð viljum .Það er ákveðin og reyndar töluvert mikill styrkur þjálfara að breyta leikskipulaginu leik eftir leik á þann hátt að sigur fæst að lokum þrátt fyrir brösuga leiki.
Það voru ákveðin batamerki á liðinu fannst mér á góðum köflum í þessum leik þótt maður sé ekki alveg að missa sig úr gleði.
Liðið er á réttri leið en þetta er hæg og brösuleg fæðing, ég hef sagt það áður og held mig við það að þetta lagast ekki fyrir alvöru fyrr en við fáum meiri gæði í liðið og þá aðalega á miðjunni. Það vantar einhvern til að stjórna spili liðsins og eigna sér miðjuna,persónulega held ég að liðnu vanti ekki einn miðjumann heldur tvo en það er önnur saga.
Ég er líka ánægður með hvernig Van Gaal stillti liðinu upp í þessum leik, ég gat bara ekki séð fyrirfram að Falcao gæti verið svona lélegur, ég hef verið að bíða svoldið eftir þessari uppstillingu en hún virkaði ekki fyrr en Falcao fór útaf, Young út á vænginn og Herrera alveg inn á miðjuna.
Menn (þá aðalega ég) kvörtuðu yfir þessu 3-5-2 kerfi sem hann spilaði, svo þegar hann hætti því þá kvörtuðu menn (aðalega ég) yfir því að Rooney væri að spila á miðjunni og nú þegar hann hættir því þá hef ég í sjálfu sér ekki yfir miklu að kvarta nema ég vill sjá betri frammistöðu að sjálfsögðu en er viss um að það kemur líka.
En að þessum vafatriðum í leiknum þá var Rooney aldrei rangstæður í markinu Herrera, hafði engin áhrif á leikinn.
K.Davis átti að fá rautt og Rooney átti aldrei að fá víti en samt deila menn um það.
Það voru fjórir menn að ræða þetta á BBC eftir leikinn, tveir sögðu að þetta hefði verið víti, einn sagði að þetta væri dýfa og einn gaf ekki upp hvað honum fannst þannig að menn eru nú ekki alveg sammála.
Stefan says
góður pistill
Tony D says
Ég er ánægður með sigurinn og sérstaklega eftir slakan leik á stórum köflum. Ég hef mestar áhyggjur af því hvað baráttuandinn er lítill og hefur verið það í byrjun leikja. Helst þurfa menn að fá á sig mark svo að eitthvað fari að gerast. En aftur á móti er frábært að klára leiki og það í langan tíma sem okkar menn eiga ekki skilið að vinna. Þetta einkennir meistaraliðin sem ég hef fylgst með undanfarin ár.
Ég var eiginlega mjög feginn þegar Falcao var tekinn útaf og spilamennskan batnaði gríðarlega þegar hann settist á bekkinn. Hann er hreinlega ekki að henta hópnum og virðist ekki vera í neinum takti við leikinn og á ennþá langt í land með að ná sér eftir meiðslin. Hraðinn jókst og Van Gaal spilaði meira upp á breiddina eftir skiptinguna með hefðbundnu 4-4-2 sem virðist henta hópnum best. Ég býst ekki við öðru en liðið hangi í smá basli til loka tímabilsins og stigin leka í hús og vonandi bikar en það má alveg sanna að ég hafi rangt fyrir mér og united setji í fimmta gír úr öðrum og rúlla upp restinni af tímabilinu.
DMS says
Það verður því miður bara að viðurkennast að ég held að Fellaini væri mun meira productive fyrir okkur á toppnum heldur en Falcao. Hann myndi allavega skila fleiri mörkum. Falcao er ekki sami leikmaður og hann var fyrir meiðslin, því miður. Ég vildi svo mikið að hann myndi slá í gegn, hreinlega trúði ekki öðru enda var nafnið eitt og sér nóg til að vekja upp spenning hjá manni.
En það er því miður ekki hægt að dæma menn endalaust út frá því sem þeir gerðu einu sinni, við verðum að dæma hann út frá frammistöðunum með okkur. Liðið hefur verið slappt og hann líka. Eins og staðan er í dag væri brjálæði að kaupa 29 ára gamlan leikmann sem er klárlega enn spurningamerki hvort nái sér að fullu eftir erfið meiðsli á 45 milljónir punda og með risa launapakka í þokkabót. Sé fyrir mér að ítalski boltinn gæti hentað Falcao nokkuð vel í augnablikinu. En hann hefur enn nokkra mánuði að snúa taflinu sér í vil.
Ég vona innilega að við náum að hanga á 4. sætinu í deildinni, FA bikar væri bara bónus en ekki forgangsatriði. Sumarið verður svo mjög spennandi….þ.e.a.s. ef við náum meistaradeildarsæti – annars gæti það bara orðið þunglyndi og leiðindi.
Cantona no 7 says
Vítið var alltaf víti.
G G M U
Vonandi er liðið að komast á skrið.
Sumarið verður vonandi nýtt í að kaupa nokkra klassaleikmenn.
Laddi says
Hversu svekkjandi hlýtur það að vera að vera tekinn útaf fyrir Ashley Young og það er skiptingin sem algjörlega breytir leiknum og snýr honum United í hag. Viðkomandi hlýtur að þurfa að spyrja sig spurninga því maður hefði nú haldið að Falcao væri allan daginn, alla daga mun betri leikmaður en Ashley Young. En svona er fótboltinn nú skrýtinn stundum…