Paul Pogba lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í rúm fjögur ár á föstudagsköldinu síðastliðnu. Það væri hægt að tala um að virkilega góð stemmning hafi verið á vellinum en samkvæmt fólki á vellinum var þetta háværasti leikur sem margir muna eftir.
Ég tók mig saman og týndi saman nokkrar myndir frá þessari sérstöku kvöldstund þar sem aðdáendur Manchester United um allan heim samglöddust yfir því að fá týnda soninn heim.
Bjarni says
Dýrka þennan dreng. Unaðslegt að sjá hann hreyfa sig og senda boltann. Gæti vel hugsað mér að pússa skóna hans milli leikja og æfinga, jafnvel keyra hann í búð eða bíó. Tilfinningin er sú sama og þegar meistari Keano óð upp og niður völlinn. Langt síðan bið sáum það síðast.
GGMU
Dogsdieinhotcars says
Ég myndi borga bensínið svo Bjarni gæti keyrt Pogba í bíó. Líkurnar árið 2014 að við fengjum Zlatan einhvern tímann, eða Pogba einhvern tímann voru svona 1/4 Zlatan og 1/80 Pogba.
Hef aldrei verið jafn sáttur við nein kaup og týnda soninn Paul Labile #6. Stærstu kaup United frá því ég byrjaði að halda með þeim 1998.
Minni á að Valencia er besti hægri bak í heiminum.
Dogsdieinhotcars says
BTW það koma svona 8 (mjög heimskulegar) greinar inná þetta stupid kopis á dag. Hvernig væri ef menn í ritstjórn hættu að vera kúl á facebook og .net og á fylleríi og færu aðeins að leggja á sig hérna takk. Ekki hægt að vera með jafnritfæra menn sem bara þegja heilu og hálfu dagana, sérstaklega þegar litið er til þess hvernig þeir eru að skófla inn peningum af þessari síðu. #Skattfrjálst.
Tryggvi Páll says
Nú ætla ég ekki að tala fyrir félaga mína í ritstjórninni en mér svelgdist nærri því á kampavíninu þegar ég las þetta komment frá þér.
Það hefur þó komið okkar að óvörum að rekstur svona síðu er ekki sú peningavél sem við héldum að hún myndi verða og ég get staðfest að við erum allir að borga með okkur í rekstri síðunnar.
Þökkum engu að síður hrósið og við gerum okkar besta til þess að halda virkni síðunnar gangandi.
Dogsdieinhotcars says
„svelgdist á kampavíninu“ er mjög gott stöff, takk fyrir mig, geggjuð síða.