• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Heimsókn til Tony Pulis

Runólfur Trausti skrifaði þann 16. desember, 2016 | 1 ummæli

Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.

Embed from Getty Images

Það verður þó ekki sagt að dómsmálið hafi haft áhrif á hans menn í West Bromwich Albion en þeir eru aðeins sæti neðar en Manchester United í töflunni, með fjórum stigum minna. Markatala liðanna er líka keimlík en W.B.A hefur skorað einu marki meira en fengið á sig tveimur mörkum meira en United liðið. Það er því hörkuleikru framundan!

West Bromwich Albion

Það er ekki beint hægt að segja að United hafi riðið feitum hesti gegn W.B.A á undanförnum árum. Forveri Mourinho, Louis van Gaal, vann aðeins einn af fjórum leikjum gegn Tony Pulis. Tveir þeirra töpuðust og í einum bjargaði Daley Blind stigi með marki í lokin.

Síðasti leikur gegn W.B.A á The Hawthorns fór einmitt 1-0 fyrir heimamönnum þar sem hinn stóri og stæðilegi Salomón Rondón skoraði sigurmarkið. Sóknarmaðurinn frá Venezuela hefur verið óstöðvandi í vetur og er kominn með sjö mörk í 16 leikjum í vetur.

Embed from Getty Images

Þar á meðal skoraði hann þrennu, öll með skalla, gegn Swansea City í síðasta leik. Tvö af mörkunum komu eftir fyrirgjafir frá Chris Brunt sem lék í stöðu vinstri bakvarðar svo það verður mikilvægt fyrir hægri vængmann United að pressa Brunt í hvert skipti sem hann fær boltann.

Meiðslalistinn hjá W.B.A er mjög stuttur en það er talið líklegt að fyrrum United maðurinn Jonny Evans gæti náð leiknum á morgun eftir að hafa verið meiddur gegn Swansea. Annars er varamarkvörðurinn Boaz Myhill meiddur ásamt því að Saido Berahino er of feitur til að spila í efstu deild. Hann er bókstaflega ekki leikfær því hann er ekki í standi til að spila samkvæmt Tony Pulis.

Embed from Getty Images

W.B.A kemur inn í þennan leik á fínu skriði eins og áður sagði. Þeir hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum en þeir töpuðu 1-0 gegn Chelsea í leik sem þeir hefðu í raun átt að fá stig út úr en varnarmistök kostuðu þá. Síðan gerðu þeir klaufalegt 1-1 jafntefli við Hull City. Annars lögðu þeir bæði Swansea og Watford 3-1 ásamt því að pakka Burnley saman 4-0.

Tony Pulis spilar mikið á sama byrjunarliðinu og treystir hann sínum mönnum vel. Helsta breytingin fyrir morgundaginn gæti verið sú að Craig Gardner eða James McClean komi inn í liðið fyrir James Morrison. Sömuleiðis gæti Jonny Evans komið inn. Annars má búast við óbreyttu liði frá því gegn Swansea.

Manchester United

Það virðist sem okkar menn séu loksins að finna taktinn. Eftir að hafa fengið á sig enn eitt svekkjandi jöfnunarmarkið gegn Crystal Palace þá tókst United að finna sigurmarkið þökk sé frábæru slútti Zlatan Ibrahimovic eftir stórgóða sendingu Paul Pogba.

Embed from Getty Images

Það er einhver rosaleg tenging á milli þeirra og maður er hálf svekktur að Zlatan sé ekki fimm árum yngri svo þetta samstarf gæti blómstrað í framtíðinni.

United kemur inn í leikinn á góðu skriði eins og áður sagði. Liðið hefur ekki tapað í níu leikjum núna og tókst loksins að vinna tvo leiki í deildinni í röð en það hafði ekki gerst síðan í byrjun tímabils.

Sigurinn gegn Palace var jafn sætur og gegn Tottenham þó maður hefði viljað sjá liðið halda hreinu. Nú verður liðið samt að halda dampi en það verður að segjast að jólatörnin er góð við okkar menn í ár.

Eftir leikinn á morgun taka við heimaleikir gegn Sunderland og Middlesbrough áður en haldið verður á Ólympíuleikvanginn í London til að etja kappi við West Ham United enn einu sinni. Það má því alveg setja þá kröfu á liðið að ná í allavega 13 stig í þessum fimm leikjum, þó 15 stig ættu í raun að vera eina markmiðið.

Hvað varðar liðsuppstillingu á morgun þá gæti Mourinho freistast til að spila nánast sama byrjunarliði og gegn Palace því það eru níu dagar í næsta leik eftir þennan. Mig grunar þó að uppáhalds Belginn okkar allra komi inn í liðið til þess að gefa United aukna hæð gegn mótherja sem elskar fátt meira en að hengja einn langan upp í loftið og sjá hvað gerist.

Embed from Getty Images

Meiðslalistinn er svipaður og venjulega en Luke Shaw, Henrikh Mkhitaryan og Eric Bailly missa allir af leiknum en Chris Smalling er orðinn leikfær og verður líklega á bekknum.

Það því nokkuð ljóst að Antonio Valencia kemur aftur inn í hægri bakvörðinn fyrir Bailly en Valencia var í leikbanni gegn Palace. Stóra spurningin er hvort Daley Blind eða Matteo Darmian verði í vinstri bakverðinum. Ég myndi stilla Blind upp þar.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á morgun.

Efnisorð: Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Dogsdieinhotcars says

    17. desember, 2016 at 02:42

    WBA á ekki sjéns því að MU inniheldur eitt stykki Paul Pogba. Mesta prospect síðan Ronaldo á Old Trafford.

    Tippa á að minn maður Ibra nái í punktana, nema að Rojo fái beint “ það mun kenna honum“ rautt, fokking FA. Við verðum að skora fyrst, annars verður þetta steypa. Mín spá.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress