• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace heimsækir Old Trafford

Magnús Þór skrifaði þann 20. maí, 2017 | 4 ummæli

Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba.

Embed from Getty Images

Fólk hefur sagt að Pogba hafi ekki spilað undir væntingum. En hvaða væntingar hafði fólk til hans? Mögulega hefði hann getað skorað fleiri mörk en hann var ekki keyptur til þess að skora mörk þó að vissulega megi hann það alveg. Hans hlutverk er að búa til færi fyrir liðsfélaga sína sem hann hefur gert margoft í vetur en það er ekki hægt að sakast við hann þegar þeir sinna ekki sínu hlutverki og skora úr téðum færum.

Embed from Getty Images

David de Gea verður ekki í hóp í þessum leik en Mourinho var búinn að lofa hinum bráðefnilega Joel Pereira að spila þennan leik. Sergio Romero spilaði síðasta leik og var það eflaust til að halda honum í leikæfingu fyrir Ajax en þess má til gamans geta að United hefur ekki tapað leik á tímabilinu með hann í markinu. Miklar vangaveltur eru  nú um að de Gea hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Ef svo er þá verður hans sárt saknað en liðið meira í stakk búið með að finna markmann sem getur komið í hans stað en fyrir tveimur árum.

Embed from Getty Images

Svo að lokum þá er búist við að Michael Carrick fái nýjan samning og leiki því annað tímabil sem að öllum líkindum verður hans síðasta á ferlinum sem verður að teljast ansi glæsilegur. Svo er búist við að hann fari í þjálfun eftir það en það verður bara að koma í ljós síðar.

Embed from Getty Images

En að leiknum gegn Palace. Paul Pogba verður í liðinu til að vera kominn í leikæfingu gegn Ajax samkvæmt Mourinho, en Pogba hefur verið í samúðarleyfi í kjölfar fráfalls föður hans á dögunum. Chris Smalling verður hvíldur og ætti að vera klár á miðvikudaginn. Einnig sagði Mourinho að mikið af ungum leikmönnum munu fá að leika sinn fyrsta leik fyrir Manchester United á morgun.

Embed from Getty Images

Hópurinn verður í yngri kantinum en markverðirnar verða fyrrnefndur Pereira og svo Kieran O’Hara sem verður á bekknum. Svo verða þeir Demetri Mitchell, Scott McTominay, Josh Harrop, Matty Willock, Zachary Dearnley og hinn barnungi Angel Gomes. Gomes var einmitt verðlaunaður á uppskeruhátið liðsins í gærkvöldi sem skærasta stjarnan og ef hann leikur þá verður hann yngsti leikmaður liðsins síðan Duncan Edwards heitinn. Þið sem hafið fylgst með yngri liðunum kannist pottþétt vil flest þessi nöfn en þið hin munuð vonandi fá tækifæri til að sjá þessa stráka aftur.

Ekki þori ég að spá fyrir um nákvæmt byrjunarlið en er mjög spenntur fyrir að sjá þessa ungu stráka spila fyrir aðalliðið og kannski verða vitni að fæðingu næstu stórstjörnu Manchester United.

Efnisorð: David de Gea Joel Pereira Jose Mourinho Michael Carrick Paul Pogba Sergio Romero Upphitun 4

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Karl Garðars says

    20. maí, 2017 at 10:54

    Spila Angel Gomes, engin spurning því þetta er það sem klúbburinn á að snúast um.
    Leyfa pjökkunum að njóta sín í botn.

    5
  2. 2

    Bjarni says

    20. maí, 2017 at 16:03

    Sammála með Gomes, ef hann er klár, gefa honum mínútur. Hef oft séð hann í vetur og hrifist af honum. Skilst að Barcelona sé að fylgjast með kauða og kanna næstu skref hjá honum. Duncan var one of a kind.

    3
  3. 3

    Auðunn says

    21. maí, 2017 at 12:16

    Hvað er annars að frétta af Tahith chong, átti hann ekki að vera eitthvað gífurlegt efni?

    2
  4. 4

    Halldór Marteins says

    21. maí, 2017 at 14:40

    Tahith Chong er mjög skemmtilegur leikmaður og virkilega efnilegur. Hann lenti hins vegar í erfiðum hnémeiðslum í janúar, held hann hafi þurft að fara í aðgerð í febrúar svo hann er frá eitthvað áfram. Annars hefði hann líklega verið í hópnum í dag.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress