• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Æfingaleikir

Manchester United 2:1 Sampdoria

Björn Friðgeir skrifaði þann 2. ágúst, 2017 | 1 ummæli

Liðið í þessum sjöunda og síðasta upphitunarleik United var eilítið óvenjulegt

1
De Gea
2
Lindelöf
12
Smalling
17
Blind
36
Darmian
15
Pereira
31
Matić
6
Pogba
25
Valencia
22
Mkhitaryan
9
Lukaku

Byrjaði frekar rólega en á 7. mínútu kom Blind með sendingu aftur sem var alltof langt frá De Gea sem þurfti að dýfa sér í hornið fjær  og slá boltann frá marklínunni. Dómarinn sá einhverja furðulega ástæðu til að dæma óbeina aukaspyrnu utan markteigs. Glórulaus dómur. Eins og oftast fór samt skotið í vegginn, United sótti upp, Valencia lék up kantinn, Mkhitaryan gaf af hægri kanti yfir á vinstri, þar var Darmian í teignum, hann gaf fyrir og Mkhitaryan þá mættur aftur og var á undan varnarmanni á fjær stöng og stangaði boltann í netið. Fín sókn. Darmian hafði reyndar átt aðra fyrirgjöf á fyrstu mínútunum sem gerði ekki eins mikið en gott að sjá hann ákveðinn framávið.

Embed from Getty Images

United réði síðan lögum og lofum á vellinum án þess að skapa alltof mikið. Lukaku átti ágætt skot utarlega í teignum um miðjan hálfleikinn,en það fór framhjá og ranglega dæmt horn. Blind var ekki að heilla og hornið hans fór í fyrsta varnarmann.

Annars var of lítið af færum miðað við einokun United í fyrri hálfleik. Leikmenn voru að standa sig þokkalega en ekkert meira. Helsta ógnin var í fyrirgjöfum, og við megum búast við slíkum í vetur. Matić var sterkur á miðjunni, ekki að sjá að þetta væri fyrsti leikur hans á undirbúningstímabilinu. Hann var ekkert feiminn við að stjórna leikmönnum í kringum sig og sýna að hann ætti heima í liðinu

Embed from Getty Images

Í hálfleik komu Herrera, Carrick, Mata og Fellaini inn á miðjuna fyrir Pereira, Pogba, Matić og Mkhitaryan.

Þessi nýja miðja var ekki jafn örugg og Sampdoria var meira inni í leiknum án þess að skapa nokkuð að ráði. Helsta ógn United fyrsta hlutan í seinni hálfleik var upp hægra megin þar sem fyrirliðinn Valencia var mjög frískur eins og í fyrri hálfleik.

Á 60. mínútu kom Martial inn fyrir Blind sem hafði verið slakur og Rashford inn fyrir Lukaku. United breytti í 4-5-1 við þetta, sótti stíft í tvær mínútur eða svo, þá kom Sampdoria í hraðaupphlaup, Valencia missti af tæklingu á miðjunni, sóknin hélt áfram, boltinn inn í teig, Smalling hreinsaði beint á Praet sem skoraði með frekar lélegu skoti utan teigs. Mjög slælegt hjá United þarna. Leikurinn varð síðan alltof slakur af hálfu United, lítið að gerast, áhorfendur dottnir í Mexíkóbylgju og þegar kortér var eftir komu fjórar skiptingar hjá Sampdoria og fjórar hjá United:Tuanzebe, Bailly, Jones og Joel Pereira komu inn á fyrir Darmian, Smalling , Lindelöf og De Gea.

Martial var einna skástu leikmanna þessar mínútur og Mata skoraði eftir góða rispu Martial upp vinstri kantinn. Fyrirgjöfin var alveg fullkomin, Mata var á auðum sjó í teignum og sendi boltann í hornið, 2-1.

Embed from Getty Images

United sótti stíft síðustu mínúturnarog áttu nokkur góð færi og varamarkvörður Sampdoria varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega frá Herrera og Rashford. En fleiri urðu síðan færin ekki og 2-1 sigur staðreynd.

Þetta var æfingaleikur, ekkert meira, og frekar dræmur. Liðsuppstillingin í fyrri hálfleik virkaði vel upp á spilamennskuna að gera en bitið vantaði. Seinni hálfleikur var slakur en Martial kom sérlega frískur inn með hraða í spiliið og Rashford reyndar líka þó minna væri. Valencia var sterkur, Pogba fínn, en Lindelöf og Blind líklega slakastir United manna.

Efnisorð: Anthony Martial Juan Mata Nemanja Matic Sampdoria 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Sverrir Fjord says

    3. ágúst, 2017 at 13:21

    Blind var hörmulegur í þessum leik og hann verður að hysja upp um sig buxurnar.
    Alltof oft mjög kærulaus leikmaður sem ég get bara ekki fyrir mitt litla líf treyst í stöðu miðvarðar.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress