• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Fyrstu leikirnir

Halldór Marteins skrifaði þann 11. ágúst, 2017 | 6 ummæli

Þá er loksins komið að þessum helga degi knattspyrnuunnenda þegar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni fer formlega í gang. Þótt okkar lið spili ekki sinn fyrsta leik fyrr en á sunnudag þá gleðjumst við samt öll í dag, og vonandi enn meira á sunnudag.

Sjötta skiptið

Rauðu djöflarnir hófu störf sumarið 2012 og verður þetta því í sjötta tímabilið sem við fylgjum liðinu í gegnum. Fyrsta tímabilið var frábært en tímabilin þar á eftir hafa verið mun kaflaskiptari. En við horfum nú alltaf bjartsýn fram á veginn, er það ekki?

Fyrsti leikurinn á nýju tímabili er alltaf merkilegur, jafnvel þótt hann segi ekki endilega mikið um hvernig tímabilið verður á endanum. Hvorki hvað liðsuppstillingu varðar né árangur. En sem upphitun fyrir upphitunina sem kemur inn á morgun ætla ég að renna snöggvast í gegnum þessa fimm upphafsleiki sem Manchester United hefur spilað eftir að þessi stuðningsmannasíða varð til.

Tímabilið 2012-13 – Everton (ú)

Upphitunarpistillinn fyrir þennan leik var einn af fyrstu pistlunum sem birtist á síðunni. Við vissum það ekki þá en þarna var að hefjast síðasta tímabil Sir Alex Ferguson sem stjóri Manchester United. Síðasta skiptið sem hann myndi hefja tímabil á hliðarlínunni, japlandi á tyggjói og bendandi á úrið sitt.

Byrjunarliðið sem Manchester United stillti upp í þessum leik var svona:

Á meðan leik stóð kom Anderson inn fyrir Cleverley, Young fyrir Nani og svo nýjasti leikmaðurinn okkar, Robin van Persie, inn fyrir Welbeck.

Þetta dugði þó ekki til, Everton vann þennan leik með einu marki gegn engu. Það var góðkunningi okkar, Marouane Fellaini, sem skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá öðrum kunnuglegum leikmanni, Darron Gibson.

Þetta tap kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Liðið okkar sýndi ítrekað flottan karakter þennan vetur og sigldi að lokum deildartitli númer 20 í höfn.

Embed from Getty Images

Tímabilið 2013-14 – Swansea City (ú)

Fyrir annað tímabil síðunnar höfðu ritstjórar fylgst vel með æfingaleikjum liðsins og auðvitað einnig leiknum um Samfélagsskjöldinn, þar sem Manchester United vann góðan sigur á bikarmeisturunum í Wigan. Fyrsta upphitun deildarinnar kom svo inn og höfundur hennar var temmilega bjartsýnn, spáði United 2-1 sigri.

Byrjunarliðið hjá United í þeim leik var svona:

Í seinni hálfleiknum komu svo Rooney inn á fyrir Giggs og Anderson fyrir van Persie.

Bjartsýnin úr upphitunarpistlinum var sannarlega ekki of mikil því Manchester United valtaði yfir Swansea í þessum leik og vann með fjórum mörkum gegn einu. Robin van Persie og Danny Welbeck skoruðu báðir 2 mörk í leiknum.

Þessi góði sigur reyndist þó því miður ekki fyrirboði um það sem koma skyldi á tímabilinu. David Moyes gekk illa að ná tökum á starfinu og náði ekki að klára tímabilið eftir að ljóst var að United myndi ekki enda í Meistaradeildarsæti. Sjöunda sætið niðurstaðan, mikið vonbrigði.

Tímabilið 2014-15 – Swansea City (h)

Rauðu djöflarnir fóru þarna inn í sitt þriðja tímabil og voru að fylgjast með fjórða knattspyrnustjóranum stýra liðinu. Louis van Gaal mættur á svæðið og eftir góðan árangur á Heimsmeistarakeppninni fyrr um sumarið var ákveðin bjartsýni í loftinu, ekki í fyrsta skipti. Upphitunin var á sínum stað og þar spáði Bjössi aftur eins marks sigri United, í þetta skiptið 3-2.

Byrjunarliðið í þessum leik var svona:

Adnan Januzaj þurfti að koma inn á fyrir Lingard á 24. mínútu leiksins og á 67. mínútu kom Fellaini inn á fyrir Ander Herrera.

En Swansea átti þarna, ólíkt leiknum árinu á undan, öflugan leikmann sem heitir Gylfi Þór Sigurðsson. Sá fór heldur illa með okkar menn í þessum leik, ekki í síðasta skipti. Hann lagði upp mark í fyrri hálfleik og skoraði svo sigurmarkið í seinni hálfleik, eftir að Wayne Rooney hafði jafnað leikinn.

Lokastaðan í leiknum því 2-1 fyrir Gylfa og félaga, ekki góð byrjun fyrir United eða van Gaal. Tímabilið endaði þó með Meistaradeildarsæti en spilamennskan var ekkert glimrandi og gengið ansi misjafnt.

Tímabilið 2015/16 – Tottenham Hotspur (h)

Þarna kom glæný upplifun hjá Rauðu djöflunum, í fyrsta skiptið var sami knattspyrnustjóri á hliðarlínunni og áður. Louis van Gaal og félagar tóku á móti Tottenham á Old Trafford í hádegisleik á laugardegi, fyrsta leik tímabilsins.

Enn var Bjössi mættur á upphitunarvaktina og fór vel yfir það sem liðin höfðu verið að gera um sumarið. Byrjunarliðið í leiknum reyndist svo vera:

Í seinni hálfleik komu svo Schweinsteiger og Herrera inn á fyrir Carrick og Memphis áður en van Gaal hlóð í klassíska bakvarðaskiptingu og sendi Valencia inn á fyrir Darmian.

Bakvarðaskiptingin gerði greinilega gæfumuninn því United náði að hanga á 1-0 forskotinu sem sjálfsmark Kyle Walker gaf liðinu í fyrri hálfleik. Þessi sigur var sterk byrjun á tímabilinu en liðið náði þó því miður ekki að fylgja því eftir. Vissulega datt bikar í hús en árangurinn í deildinni varð 5. sæti, mikil vonbrigði og van Gaal var sagt upp störfum stuttu eftir bikarsigurinn.

Tímabilið 2016/17 – Bournemouth (ú)

Kunnugleg staða hjá okkur. Nýtt tímabil, nýtt andlit í stjórasætinu. José Mourinho kominn inn með sína takta og háar væntingar fylgdu honum.

Bjössi var bjartsýnn á sigur í upphituninni og spáði 3-1 fyrir United. Byrjunarliðið var svona:

Varamenn voru Mkhitaryan fyrir Mata, Schneiderlin fyrir Martial og Memphis fyrir Rooney.

Bjössi reyndist sannspár og leikurinn endaði 3-1 fyrir Manchester United. Mata, Rooney og hinn síungi Zlatan skoruðu mörk okkar manna.

Sigur, 3 stig og mark frá Zlatan, eins góð byrjun á deildinni og við hefðum kosið. En deildin reyndist mun meira ströggl en hún hefði þurft að vera. Liðið bjó til færi, náði bara ekki að nýta þau nægilega vel.

Hvað nú?

Hér erum við, nú erum við Rauðu djöflarnir að sigla inn í okkar sjötta tímabil þar sem við fylgjum og fjöllum um Manchester United. Mourinho er ennþá hér og engin ástæða til að ætla annað en hann verði hérna einhvern tíma í viðbót.

Framundan er annar upphafsleikur í deildinni, núna heimaleikur gegn West Ham United.

Hvernig viljið þið sjá byrjunarliðið og hvernig haldið þið að leikurinn fari?

Efnisorð: Upphitun 6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    DMS says

    11. ágúst, 2017 at 20:13

    Byrjunarlið:

    —————– De Gea —————–
    Valencia – Bailly – Smalling – Darmian
    — Herrera —– Matic —– Pogba —
    Rashford —– Mkhitaryan—- Martial
    ————— Lukaku ——————

    3
  2. 2

    Skari says

    11. ágúst, 2017 at 21:12

    Helvíti öflugt byjunarlið hjá DMS. Held að dómarinn taki samt illa í það að United aðili með 12 inná

    13
  3. 3

    Egill says

    11. ágúst, 2017 at 21:36

    Ég var með 13 rétta fyrir leikinn gegn Real (11 manna byrjunarlið og tvær skiptingar) á redcafe, þannig að ykkur er óhætt að treysta því að liðið verður svona:

    —————–Lukaku
    —Martial—————-Mkhitaryan
    ———Pogba–Herrera
    —————–Matic
    Darmian–Lindelöf–Bailly–Valencia
    —————De Gea

    3
  4. 4

    Karl Garðars says

    12. ágúst, 2017 at 08:35

    Gæti trúað að Egill sé með þetta en Rashford byrjar í stað Martial.

    0
  5. 5

    DMS says

    12. ágúst, 2017 at 13:10

    Úps Martial átti ekki að vera þarna en hann má koma inná þegar líður á leikinn :)

    2
  6. 6

    Sir Roy Keane says

    12. ágúst, 2017 at 14:44

    4-2-3-1

    Lukaku
    Martial Mata Mikki
    Pogba Matti
    Darmian Jones Bally Valli
    De Gea

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Crystal Palace 1:0 Manchester United
  • Helgi P um Crystal Palace 1:0 Manchester United
  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress