• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Loksins heimaleikur aftur – Tottenham kemur í heimsókn

Magnús Þór skrifaði þann 27. október, 2017 | 5 ummæli

Loksins er fjögurra leikja útileikjahrinunni lokið. Um var að ræða Benfica í Meistaradeildinni, Swansea í deildarbikarnum og Liverpool og Huddersfield í úrvalsdeildinni. Leikirnir gegn Benfica og Swansea unnust en fyrrnefndi sigurinn var afskaplega ósannfærandi og í raun aðeins mistökum ungs markvarðar Benfica að þakka. Deildarleikirnir tveir voru nóg til að sumt stuðningsfólk snerist gegn knattspyrnustjóranum en þessir leikir voru minna ánægjulegir en þreföld rótarfylling án deyfiefna.

Frammistaðan í síðustu leikjum hefur verið mikið áhyggjuefni og er alveg ljóst að liðið saknar ekki bara Paul Pogba heldur einnig Marouane Fellaini sem hefur byrjað þetta mjög vel og virðist vera búinn að þróast öflugt vopn í vopnabúri José Mourinho. Svo hefur liðið líka saknað Eric Bailly og er leikurinn gegn Huddersfield gott dæmi um það.

Embed from Getty Images

Á sama tíma hefur Tottenham liðið verið að komast á smá siglingu og unnur afskaplega afgerandi sigur á Liverpool á Wembley og var það örlítil sárabót fyrir Rauða djöfla eftir niðurlægjandi tap gegn Huddersfield. Spurs eru einnig í flottum málum í Meistaradeildinni en liðið er ósigrað eftir þrjár fyrstu umferðir kepnninnar. En núna í vikunni datt liðið óvænt út úr deildarbikarnum eftir 2-3 tap gegn West Ham en Spurs leiddu 2:o í hálfleik. Það skal samt koma fram að margir lykilmenn voru hvíldir í þeim leik en það var reyndar líka raunin hjá United. Tottenham urðu á dögunum fyrir mikilli blóðtöku en Harry Kane meiddist í leiknum gegn Liverpool og verður fjarverandi að minnsta kosti í einn mánuð. En þetta Spurs lið er samt mikið meira en bara liðið hans Kane en liðið verður klárlega minna skætt fram á við.

Embed from Getty Images

Jose Mourinho sagði á blaðamannafundi að Phil Jones yrði með og Eric Bailly væri möguleiki. Þegar hann var spurður útí hvort fjarvera Harry Kane myndi ekki örugglega hjálpa United þá sagði hann:

 “We have no Zlatan Ibrahimovic, no Paul Pogba, no Marouane Fellaini, no Marcos Rojo, no Michael Carrick, so don’t speak to me about Harry Kane.”

Hann talaði einnig um að hann vildi að stuðningsfólk á Old Trafford myndi búa til jafn magnað andrúmsloft og það hefði gert í leikjunum gegn Chelsea og Liverpool á á síðustu leiktíð. Einnig talaði hann um að Tottenham væri mjög sterkt lið með marga frábæra leikmenn og stjóra.

Embed from Getty Images

Eins og alltaf þá reyndum við að spá fyrir um væntanlegt byrjunarlið en þar er hausinn í mikilli baráttu við hjartað og oft er niðurstaðan einfaldlega uppstilling sem við viljum sjá.

Mögulegt byrjunarlið United

1
De Gea
17
Blind
12
Smalling
4
Jones
36
Darmian
31
Matic
21
Herrera
25
Valencia
18
Rashford
9
Lukaku
8
Mata

Líklegt byrjunarlið Tottenham

1
Lloris
5
Veronghen
6
Sanchez
4
Alderweireld
24
Aurier
29
Winks
20
Alli
23
Eriksen
2
Trippier
7
Son
18
Llorente

Leikurinn hefst klukkan 11:30

Efnisorð: Tottenham Hotspur Upphitun 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    27. október, 2017 at 14:52

    Líst fyrirfram illa á þennan leik, flæðið í liðinu er miklu betra hjá þeim þessa stundina og flest allir leikmenn með í leiknum. Þó Kane verði ekki með þá er alltaf hætta á ferðum þegar þeir sækja hratt. Djöfull mun reyna á vörnina okkar og kæmi ekki á óvart að við myndum þétta raðirnar þar. DeGea verður líka að eiga stórleik og vera á tánum allan tímann. Að þessu sögðu er ég samt að vonast til að okkar lykilmenn frammá við sem byrja leikinn sýni kraft, elju og dug sem einkenndi okkur í fyrstu leikjunum og við spilum sem eitt lið allir sem einn. Ef eitthvað af þessu verður ekki til staðar þá er ekki von á góðu.

    4
  2. 2

    Runólfur Trausti says

    27. október, 2017 at 19:54

    Óvenju peppaður fyrir þennan leik. Hef ekki minnstu hugmynd um af hverju þar sem frammistaðan hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Reikna samt sem áður með allavega 2-0 sigri United á morgun.

    2
  3. 3

    Cantona no 7 says

    28. október, 2017 at 06:59

    Sir Ferguson sagði um þessa leiki um árið.
    Strákar við erum að spila við Tottenham og sagði ekki mikið meira víst.
    Nú eru breyttir tímar og þetta verður örugglega hörkuleikur.

    G G M U

    1
  4. 4

    Björn Friðgeir says

    28. október, 2017 at 07:18

    Þetta verður rútan. Svo kemur bara í ljós hvort hún nægir til sigurs.

    1
  5. 5

    Ingvar says

    28. október, 2017 at 09:56

    Ætla giska á ljótan og leiðinlegan leik þar sem Móri einbeitir sér meira að því að drepa niður leik Tottenham heldur en að sækja til sigurs.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Audunn um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Rúnar P um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Thorleifur um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Karl Garðars um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Egill um Manchester United 3:2 Liverpool

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress