• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Nýtt ár, ný byrjun? Everton á nýársdag

Björn Friðgeir skrifaði þann 31. desember, 2017 | 1 ummæli

Vonbrigði jólanna héldu áfram í gær og innan við 48 tímum eftir að United menn gengu af velli með eitt lélegt stig gegn Southampton í höndum þurfa þeir að fara til Liverpool og taka á móti Everton.

Everton byrjaði leiktíðina auðvitað hrottalega illa og Ronald Koeman missti starfið og við tók stóri Sámur Allardyce og hann hefur hrist upp í liðinu svo um munar og komið því upp í miðja deild. Frá því Allardyce tók við hefur liði tapað tveimur leikjum, öðrum þeirra reyndar í gær þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Bournemouth. Kannske má vona að ferðin frá suðurströndinni þreyti Everton aðeins. Þar á undan gerði liðið tvö núll núll jafntefli, við Chelsea á Goodison og West Bromwich úti, þannig að aðeins hefur hægt á velgegninni sem Allardyce kom með, og markaskoruninni hjá Wayne Rooney. Rooney kom inná í gær þannig það má búast við honum í byrjunarliði á morgun. Ross Barkley er sagður nálægt því að koma aftur eftir meiðsli en Maarten Stekelenburg, Leighton Baines, Seamus Coleman og Ramiro Funes Mori eru allir meiddir.

Spáum liði Everton svona

Pickford
Martina
Keane
Jagielka
Kenny
Schneiderlin
Gylfi
Gueye
Davies
Calvert-Lewin
Rooney

en Allardyce hefur verið að hringla mikið með uppstillingar og leikmenn og að auki kemur leikurinn tveim dögum eftir þann síðasta þannig að þetta er óvenju óvíst.

Okkar menn

Þrjú jafntefli í röð og tap í deildarbikarnum hafa eyðilagt jólaskap stuðningsmanna United allverulega. Þegar eru bara tveir dagar milli leikja er ekki tími til íhugunar, heldur þurfa leikmenn að líta í eigin barm.

Romelu Lukaku fær því murðu hvíldina sem hann þurfti og Marcus Rashford fær að sýna að hann sé alvöru framherji. Það eru of margir leikmenn að spila undir getu eins og er, hvað sem líður stjóramálum og það væri prýðilegt að byrja nýtt á á því að sýna að menn séu ekki alveg heillum horfnir.

1
De Gea
23
Shaw
4
Jones
2
Lindelöf
18
Young
6
Pogba
21
Herrera
11
Martial
14
Lingard
8
Mata
19
Rashford

Það væri vonandi að það væri hægt að hvíla eitthvað aðeins meira en ég er að giska á hér, en hvað það gæti verið sé ég ekki alveg.

Leikurinn á morgun er kl 17:30

Efnisorð: Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    31. desember, 2017 at 14:19

    Erfiður leikur, vonandi verður áramótakalkúnninn þungur í maganum á Rooney. Vona samt að menn nái að vinna hratt úr vonbrigðum síðustu leikja og sæki með öllum mætti 3 stig og stöðvi niðursveifluna. Fögnum nýju ári og vonandi verður nýja árið gjöfult í stigasöfnun.

    4

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Valdi um Sheffield United kemur í heimsókn
  • Audunn um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Rúnar P um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Thorleifur um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Karl Garðars um Manchester United 3:2 Liverpool

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress