• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Everton 0:2 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. janúar, 2018 | 8 ummæli

Það voru erfiðar aðstæður í Liverpool, rigning og rok og leikurinn var lengi vel ekki mikið fyrir augað.

United var án Lukaku og stillti upp í 4-3-3.

1
De Gea
23
Shaw
5
Rojo
4
Jones
2
Lindelöf
6
Pogba
31
Matić
21
Ander Herrera
14
Lingard
11
Martial
8
Mata

Varamenn: Romero, Blind (87′), Darmian, Smalling, Tuanzebe(92′), Mkhitaryan, Rashford (78′)

Gylfi Sigurðsson var á bekknum hjá Everton en fékk ekki tækifæri.

Pickford
Martina
Williams
Keane
Holgate
Schneiderlin
Vlasic
Bolasie
Davies
Rooney
Niasse

United komst lítt áfram gegn Everton í byrjun og hápressa þeirra síðarnefndu virkaði vel. Pogba spilaði vinstra megin á miðjunni og kom vel fram til að styða fremstu þrjá. Hann hafði samt ekki erindi sem erfiði þegar hann átti góða rispu inn í teig og gaf svo út, Herrera steig yfir boltann viljandi en það var enginn United maður til að klára.

Oumar Niasse fékk gott færi um miðjan hálfleikinn en Marcos Rojo bjargaði með frábærri tæklingu.

Embed from Getty Images

United sótti en það vantaði hraða og bit í sóknirnar og varnarmúr Everton átti ekki erfitt með að stoppa þreifingarnar.

Phil Jones reyndi fyrir sér af 30 metra færi en það kom engum á óvart að það fór hátt yfir sem og skot Ander Herrera rétt utan teigs. Everton fékk ekki opin færi en reyndu fyrirgjafir inn á markteig sem fæstar voru í raun hættulegar en virkuðu samt mun beittari en tilraunir United til að búa eitthvað til.

Pogba var næstur United manna til að reyna sig, hélt boltanum niðri en rétt fram hjá fór hann þá í staðinn. Herrera skaut í varnarmann og framhjá og Lingard skaut beint framhjá. Martial var ekki að spila nógu framarlega til að vera fremstur þegar United náði hraðaupphlaupum og það vantaði tilfinnanlega einhvern til að miða á. Loksins þegar Martial náði að taka á rás tók Rooney hann niður aftan frá og fékk gult spjald fyrir vikið.

Embed from Getty Images

Þessi fyrri hálfleikur var í stíl við síðustu leiki. Bitlaust og leiðinlegt hjá United.

United's shot selection in the first half was.. interesting. pic.twitter.com/IIaa9725vG

— Priya Ramesh (@Priya8Ramesh) January 1, 2018

Seinni hálfleikur byrjaði í sömu skotbakkastemmningunni, Herrera og Rojo skutu framhjá og Mata átti skásta skotið, small í stönginni. En síðan fór United aðeins að hressast og sækja meira inn í teiginn. Pogba kom inn í teiginn og skaut rétt framhjá, reyndar var Martial ekki langt frá því að ná að pota í boltann. þetta skilaði sér loksins á 57. mínútu, Pogba var við teiginn vinstra megin, gaf þvert og þar var Anthony Martial, lagði boltann fyrir sig og smellti honum svo framhjá Pickford í markinu. Nett mark.

Embed from Getty Images

Everton gerði tvær breytingar, Bolasie og Rooney fóru útaf, Lennon og McCartney… fyrirgefið McCarthy komu inn á. United sótti áfram. Pogba átti að setja hausinn betur í fyrirgjöf Martial sem hafði brotist upp í teiginn, þá hefði markið komið.

Everton átti samt sókn, Holgate endaði á að gefa inn á Niasse sem skallaði framhjá, frekar slakt hjá United, þessi sókn byrjaði á að Pogba missti boltann. Vörnin var ekki að standa sig og Everton færði sig upp á skaftið. Martial lenti í auglýsingaskilti en hafði eitthvað meitt sig í olnboga og fór útaf fyrir Rashford, var þó frekar hissa yfir þí. Leikurinn var búinn að snúast þegar hér var komið sögu og United komið í nauðvörn. Skiptingin breytti því samt, United sneri í sókn og siðan skoraði Jesse Lingard annað mark United. Hann lék einn upp að teig og átti fallegt skot frá teignum óverjandi fyrir Pickford. Mjög glæsilegt hjá Jesse.

Embed from Getty Images

Lingard fór útaf fyrir Blind þegar þrjár mínútur voru eftir og loks fékk Axel Tuanzebe mínútu í uppbótartíma, kom inná fyrir Mata

En síðustu mínúturnar voru annars tíðindalausar og góður sigur í höfn eftir erfiðan fyrri hálfleik. Pogba og Lingard voru sérstaklega góðir vinstra megin og reyndar Shaw líka. Það hentar greinilega Pogba betur að vera í þriggja manna miðju og í seinni hálfleik var Martial mun hreyfanlegri en í fyrri og það gerði gæðamun. Lukaku þarf að taka sig á til að spila jafn fljótandi fótbolta og hjálpa betur til þegar hann kemur til baka sem verður væntanlega ekki í bikarleiknum á föstudaginn, en þá í næsta leik eftir það.

En nú er þessi streðjólavertíð búin og vonandi að þessi sigur verði til þess að liðið hrökkvi í gang. Annað sætið er aftur United þangað til Chelsea og Arsenal mætast á miðvikudag og það var nauðsynlegt að koma aftur þrem stigum milli United og Liverpool

Að öllu þessu sögðu óskar ritstjórn Rauðu djöflanna lesendum gleðilegs árs með von um að árið verði ein óslitin sigurganga!

 

 

 

Efnisorð: Anthony Martial Jesse Lingard Leikskýrsla Paul Pogba 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    1. janúar, 2018 at 17:30

    Ekki hagstæð úrslit fyrir okkur í dag. Liðin í kringum okkur virðast nálgast okkur á leifturhraða. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur því vkð erum í lægð og hún hefur staðið lengi. Hversu lengi í viðbót er ekki gott að segja en éģ held og mér finnst við ekki ráða við verkefnið þessa stundina. Margar ástæður fyrir slöku gengi og ég verð brjálaður út í liðið ef ég sé svipaða frammistöðu og í undanförnum leikjum. Foskotið á önnur lið hefur verið étið upp á rúmri viku sem er djöfulllegt til þess að vita. Spái sætaskiptum við púllara í dag enda breytist ekki formið, getan eða sjálfstraustið á einni nóttu. Þar hafið þið það 😎. Hér á Tene eru bandbrjálaðir stuðningsmenn Utd kolvitlausir og fara ekki fögrum orðum um stjórann eða suma leikmenn. Get ekki varið þau orð enda ekki sérstaklega skemmtilegt að hugga fullorðna karlmenn á erfiðum tímum. En sem betur fer er þetta ekki í okkar höndum heldur hjá leikmönnum og stjóra að þeir vinni sína vinnu sem mér finnst þeir ekki hafa sinnt nægilega vel í vetur. Leyfi mér alveg að gagnrýna þá hvenær sem er. Ef liðið er svona gott eins og við höldum og viljum að þeir séu værum við ekki að nöldra um liðið endalaust og þeir væru ofar í töflunni hvað stig varðar. Dollan fer á Main Road og nú þessa stundina er baráttan um 4 sætið.

    0
  2. 2

    Bjarni says

    1. janúar, 2018 at 19:41

    Sáttur með leikinn, stigin og Pogba.

    1
  3. 3

    Atli Þór says

    1. janúar, 2018 at 21:01

    Ég er ánægður með seinni hálfleikinn. Hvorugt liðið skapaði sér færi í fyrri hálfleik og hann var mikið í stíl við síðustu leiki. Mér fannst allt annar bragur á seinni hálfleik. Mata og Lingard voru að mínu mati nokkuð góðir allan leikinn og hafa verið fínir undanfarið. Shaw er búinn að stimpla sig vel inn í vinstri bakvörðinn og á bara eftir að verða betri. Boltinn kom mikið upp vinstra megin enda saknaði maður þess að hafa ekki Valencia eða Young í hægri bakverði. Pogba var frábær í seinni hálfleik. Þarna var loksins mættur leikmaðurinn sem var svo frábær í byrjun tímabils. Hann var að búa til nánast öll færi liðsins í seinni hálfleik. Og hvernig hann laumar sendingum í kringum sig minnir stundum á Sigga Sveins í handboltanum á árum áður, hann horfir í aðra átt en hann sendir í. Er með flotta yfirsýn og sendingin hans á Martial í fyrsta markinu var hrikalega flott, rennir boltanum til hliðar með utanfótarsendingu. Annað sem var mjög gott í seinni hálfleik að liðið hélt áfram að sækja eftir fyrra markið og féll ekki mikið til baka. Góður sigur og vonandi merki um skemmtilegri leiki framundan.

    7
  4. 4

    Karl Garðars says

    1. janúar, 2018 at 22:47

    Lennon og McCartney! Þessi var fokdýr Björn, og alla vega betri en leikurinn 😂

    2
  5. 5

    Cantona no 7 says

    2. janúar, 2018 at 08:31

    Flottur seinni hálfleikur hjá öllum í liðinu.
    Vonandi verður framhald á þessu.
    Pogba frábær í seinni hálfleik og Rojo virkilega traustur.
    G G M U

    1
  6. 6

    Kjartan says

    2. janúar, 2018 at 11:36

    Pogba nýtur sín mun betur í 3 manna miðju, strákurinn er ágætis sexa en mun betri átta.

    1
  7. 7

    Helgi P says

    3. janúar, 2018 at 17:39

    fín sigur en hvað er málið með alla þessa varnarmenn á bekknum

    0
  8. 8

    Rauðhaus says

    5. janúar, 2018 at 13:26

    Langbesti leikur liðsins (amk seinni hálfleikurinn) í langan tíma. Pogba gjörsamlega geggjaður og Lingard ekki mikið síðri.
    Ég hef verið gagnrýninn á það hvernig José urðar yfir leikmenn opinberlega, enda algjörlega fráleit aðferð á stjórnun. Ég var hins vegar ánægður með hann eftir þennan leik þegar hann tók Paul Scholes og PAKKAÐI HONUM SAMAN fyrir gagnrýni á Paul Pogba. Þarna sáum við stjóra koma og verja sinn mann með kjafti og klóm og skipti hann engu máli þótt gagnrýninni var beint að goðsögn hjá stuðningsmönnum liðsins, sem Scholes er.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Karl Garðars um Fulham 1:2 Manchester United
  • Sveinbjörn um Fulham 1:2 Manchester United
  • Cantona no 7 um Fulham 1:2 Manchester United
  • Karl Garðars um Fulham 1:2 Manchester United
  • Helgi P um Fulham 1:2 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress