• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Yeovil Town í enska bikarnum

Halldór Marteins skrifaði þann 25. janúar, 2018 | 5 ummæli

Eftir tíðindarmikla viku er komið að næsta leik liðsins í enska bikarnum. Næsti áfangastaður er Huish Park í Yeovil, rétt tæpir 370 kílómetrar í vegalengd á bíl frá Old Trafford. Heimamenn í Yeovil Town taka á móti Manchester United á föstudagskvöldi, ekki er langt síðan liðin mættust síðast í þessari keppni. Þá tryggðu Ander Herrera og Ángel Di María liðinu 2-0 sigur en hann var hreint ekki auðveldur.

Leikurinn hefst kl. 19:55 annað kvöld, dómari í leiknum verður Paul Tierney.

Ég minni á veglegan lespakka Rauðu djöflanna frá því í gær.

Fyrri viðureignir

Þetta verður í fjórða skipti sem þessi lið mætast, allar þessar viðureignir hafa verið í enska bikarnum. Manchester United hefur unnið alla þrjá leikina til þessa, með markatölunni 13-0.

Fyrsti leikurinn var spilaður 8. janúar 1938, í 3. umferð bikarsins, á Old Trafford. Þrátt fyrir að þrjú mörk væru dæmd af Manchester United þá skoraði liðið bara önnur 3 lögleg mörk og vann leikinn örugglega. Manchester United var á þeim tíma í 2. deildinni en Yeovil Town var utandeildarlið. United vann svo Barnsley í næstu umferð á eftir og þurfti aukaleik til. Í 5. umferð náði Brentford hins vegar að sigra Manchester United. United kom sér þó aftur upp í efstu deild með því að enda í 2. sæti deildarinnar. Preston North End varð hins vegar bikarmeistari, eftir 1-0 sigur á Huddersfield Town.

Annar leikur liðanna var í 5. umferð keppninnar, spilaður þann 12. febrúar 1949 á Maine Road. Old Trafford var enn í endurbyggingu eftir sprengjuskemmdir úr seinni heimsstyrjöldinni. Tveir leikmenn höfðu verið í liði Manchester United 11 árum áður, þeir Stan Pearson og Jack Rowley. Stan Pearson skoraði einmitt eitt mark í fyrri leiknum en Jack Rowley bætti aldeilis um betur og skoraði 5 af 8 mörkum United í þessum leik.

Manchester United var á þessu tímabili ríkjandi bikarmeistari, eftir að hafa unnið Blackpool í úrslitaleik árið áður. Bikarvörnin hófst vel, með 6-0 heimasigri á Bournemouth í 3. umferðinni. Í 4. umferð þurfti United tvo aukaleiki til að vinna Bradford Park Avenue en það hafðist að lokum að vinna 5-0 sigur, eftir að fyrri tveir leikirnir höfðu báðir endað 1-1. Eftir stórsigurinn á Yeovil náði United að vinna Hull City, 1-0, en tapaði svo fyrir verðandi bikarmeisturum Wolves, í aukaleik.

Embed from Getty Images

Síðast mættust þessi lið svo í 3. umferð bikarkeppninnar árið 2015. Ander Herrera og Ángel Di María skoruðu þá mörkin sem tryggðu 2-0 sigur. Næsti mótherji United í keppninni var Cambridge, þá þurfti endurtekinn leik til að United næði að sigra. Í 5. umferðinni vann United síðan Preston North End áður en liðið tapaði svo fyrir Arsenal í 6. umferð. Arsenal endaði síðan á að vinna bikarinn það árið.

Heimamenn

Yeovil Town er sem stendur í League 2 og ekkert á sérstaklega góðu skriði þar. Eftir að hafa spilað 28 leiki er liðið í 21. sæti (af 24 liðum) með 28 stig (7 sigrar, 7 jafntefli og 14 töp). Yeovil hefur skorað 38 mörk til þessa, sem í sjálfu sér er ágætis árangur. Aðeins eitt lið í neðri helmingi deildarinnar hefur skorað fleiri mörk en Yeovil. Hins vegar hefur liðið fengið á sig 50 mörk, aðeins eitt lið í deildinni er með verri tölfræði en það.

Yeovil átti fín jól, náði að vinna tvo leiki í röð með sigrum á Þorláksmessu og öðrum degi jóla. En það voru einu sigrarnir í síðustu 11 umferðum, þar sem Yeovil hefur tapað 7 leikjum.

En liðið er komið alla leið í 4. umferð enska bikarsins, það er þó eitthvað. Southend United, Port Vale og Bradford City komust öll að því að Yeovil getur verið hættulegt heim að sækja í bikarnum. Port Vale átti þó heimaleik í 2. umferðinni en sá leikur endaði með jafntefli, Yeovil vann svo heimaleikinn með 3 mörkum gegn 2.

Embed from Getty Images

Markahæstu leikmenn Yeovil á tímabilnu eru Otis Khan og François Zoko, báðir með 10 mörk. Khan er markahæsti leikmaður liðsins í bikarnum, með 3 mörk. Hann var í unglingastarfi Manchester United á árunum 2002-2012 og hlakkaði eflaust mikið til að mæta sínum gamla klúbbi. En hann nær því ekki nema Yeovil nái að knýja fram aukaleik því hann fékk rautt spjald í síðasta deildarleik og verður því í leikbanni í þessum leik.

Zoko hefur skorað 9 mörk í deildinni og 1 mark í bikarnum. Með Zoko í framlínu Yeovil verður líklega Sam Surridge, 19 ára gamall framherji sem er í láni hjá Yeovil frá Bournemouth. Surridge hefur skorað 5 mörk í deildinni og 2 mörk til viðbótar í framrúðubikarnum.

Yeovil er í gamla skólanum og spilar að öllum líkindum 4-4-2 í þessum leik. Jafnvel einhvern veginn svona:

Krysiak
Dickson
Sowunmi
Smith
James
Santos
Bird
Green
Gray
Zoko
Surridge

Okkar menn

Manchester United hefur spilað 4 leiki á árinu, þeir hafa allir unnist og markatalan er 8-0. Spilamennskan hefur verið misleiftrandi en sannarlega hefur liðið sýnt takta á heimsmælikvarða inn á milli. Þá er vörnin búin að vera mjög traust og De Gea flottur að vanda.

En aðalatriðið síðustu daga hefur að sjálfsögðu verið þetta:

Alexis Sánchez er orðinn leikmaður Manhester United!

ALEXIS SANCHEZ! #mufc pic.twitter.com/x1rEhREuVw

— United Xtra (@utdxtra) January 22, 2018

Hvílík gleði sem það er. Stóra spurningin fyrir þennan leik snýr því ekki að leikuppleggi eða róteringu, hún er mjög einföld. Mun Alexis spila eða ekki? Byrjar hann kannski? Hvar verða Atom og Humber?

Byrjunarliðspælingin mín er því ekki flókin, þetta vil ég sjá annað kvöld:

Embed from Getty Images

Efnisorð: Huish Park Yeovil Town 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Björn Friðgeir says

    25. janúar, 2018 at 13:31

    Staðfest að Alexis verður í hóp!

    5
  2. 2

    Karl Garðars says

    25. janúar, 2018 at 20:26

    Og Jose búinn að framlengja 👍

    1
  3. 3

    DMS says

    25. janúar, 2018 at 23:40

    Móri segir núna að hann hafi ekkert haft um það að segja að sannfæra Sanchez um að koma, stjórnin hafi klárað þetta mál alfarið og hrósaði hann þeim mikið fyrir það.

    Ætli stjórnin hafi viljað græja þetta og sýna sinn vilja og styrk á markaðnum til þess líka að fá Móra til að framlengja sinn samning? „Bring me Sanchez and I will extend my contract“

    Who knows…en hvernig sem því líður þá hefur maður sjaldan verið jafn spenntur að mæta D-deildarliði og sjá nýjasta veðhlaupahestinn í action.

    1
  4. 4

    Björn Friðgeir says

    26. janúar, 2018 at 08:43

    Algerlega.
    Eins og ýmsir hafa bent á, https://twitter.com/tryggvipall/status/956589457758662656
    í þessari viku keypti stjórnin Alexis og gekk frá nýjum samningi við José. Hann er að fá það sem hann vill.
    Þetta er hið besta mál. José er langbesti kosturinn í stöðunni, að hafa hann góðan næstu 2-3 ár er það besta sem klúbburinn getur gert til að verða meistaraklúbbur á ný.
    Það er Alexis dagur í dag!

    2
  5. 5

    Cantona no 7 says

    26. janúar, 2018 at 16:40

    Skylduusigur.
    G G M U

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Karl Garðars um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Robbi Mich um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Newcastle United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress