• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Newcastle á St James’ á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 10. febrúar, 2018 | 3 ummæli

Það er heil eilífð síðan United vann Huddersfield fyrir viku, og loksins er aftur leikur á morgun. Leikmenn fengu smá helgarfrí eftir Huddersfield leikinn en voru síðan komnir á minningarathöfnina á þriðjudaginn.

Embed from Getty Images

Manchester United

Meiðslin hjá United eru eins og verið hefur, Fellaini er enn og aftur frá og Daley Blind líka. Bailly og Ibrahimović í langtímaveseni og eitthvað er Marcus Rashford hnjaskaður. Phil Jones er orðinn góður af veikindunum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þessi vika hefur sýnt Mourinho á æfingavellinum. Hann hristi upp í liðinu gegn Huddersfield og það gaf í það minnsta sigur. Ég ætla að reikna með að fastamennirnir Sánchez, Pogba, Lukaku og Matić verði á sínum stöðum og raðað í kringum þá. Þetta verður því svipað fram á við og móti Huddersfield. Vörnin verður einhvern veginn.

1
De Gea
23
Shaw
4
Jones
12
Smalling
25
Valencia
31
Matić
6
Pogba
7
Alexis
14
Lingard
8
Mata
9
Lukaku

 

Það er samt vonandi að þetta frí ef frí skyldi kalla að spila ekki í miðri viku hressi menn aðeins við, enda stífari dagskrá framundan. Leikir annarra liða undanfarið hafa falli með United og það er mikilvægt að vinna á morgun til að tryggja annað sætið. Jafnvel harðasta draumórafólk er búið að gefa titilinn upp á bátinn en annað sætið væri ásættanlegur árangur. Á eftir leika Tottenham og Arsenal og þá skýrist hvort Arsenal verður með í baráttunni um fjórða sætið. Chelsea er heillum horfið og aldrei að vita hvort þeir nái að snúa þessu við en næsti leikur United í deildinni er einmitt við Chelsea á Old Trafford eftir tvær vikur. Þá gæti ýmislegt komið í ljós.

Newcastle United

Newcastle er sem oft áður í miklu basli, ekki síst vegna eigandast. Rafa Benítez er þarna að reyna ða gera gott úr málunum en Newcastle er í 16. sæti með 25 stig, aðeins stig frá liðinu í 19. og næstneðsta. Hvert stig er þeim því gríðarmikilvægt og það verður ekki leikið til sigurs á morgun. José Mourinho hefur heldur aldrei sótt sigur á St James’ Park en nú er kominn tími til. Gegn sterkari liðum hefur Benítez stillt upp í 5-4-1 frekar en 4-2-3-1 og búast má við einhverju svona á morgun

Dubravka
Dummett
Clark
Lacelles
Hayden
Yedlin
Kenedy
Diamé
Shelvey
Atsu
Gayle

Diamé og Clark eru samt eitthvað tæpir og Islam Slimani sem kom á láni frá Leicester sömuleiðis. Martin Dubravka er nýr slóvakískur markmaður sem kom líka á láni frá Sparta Prag.

Það má vera að United gangi arfailla með stóru liðin en á móti kemur að það er allt annað uppi á teningnum gegn þeim minni og það er megin ástæðan fyrir að United hefur tekið þrettán stigum fleira í vetur m.v. stigafjöldann gegn sömu andstæðingum í fyrra.

ANALYSIS: Manchester City are the most improved club this season whether we compare their points to those amassed from the same opponents or the points they had after 25 matches last term.

Defending champions Chelsea have declined the most against equivalent opposition. #mcfc pic.twitter.com/VL1gCLOblX

— Simon Gleave (@SimonGleave) February 3, 2018

Við erum því þokkalega bjartsýn fyrir leikinn sem hefst kl 14:15 á morgun!

Efnisorð: Newcastle United Rafa Benítez 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Cantona no 7 says

    10. febrúar, 2018 at 15:09

    Þetta er ekkert annað en skyldusigur á Rafa litla.

    G G M U

    1
  2. 2

    Bjarni says

    10. febrúar, 2018 at 17:52

    Jú rétt er það getum verið bjartsýn fyrir leik en það er alltaf sama gamla tuggan, það þarf að mæta sterkt til leiks frá fyrstu mínútu, berjast um alla lausa bolta og sýna enga miskunn. Það eru 12 leikir eftir vonandi hefur koma sjöunnar aukið trú leikmanna á verkefnið sem er jú að vinna sem flesta leiki ef ekki alla og gefa aðdáendum gleði og tilhlökkun fyrir næsta tímabili. Titill er hjá þeim bláu, en við þurfum bara að einbeita okkur að restinni og tryggja annað sætið.

    GGMU

    2
  3. 3

    Heiðar says

    11. febrúar, 2018 at 09:47

    Ef staðan hjá okkur í deildinni verður svipuð eftir 30 umferðir þá fer meistaradeildarsætið að verða nokkuð tryggt. Það ætti því að verða gott tækifæri að keyra á FA Cup og meistaradeildina af öllu afli.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress