• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Botnliðið kemur í heimsókn

Kristófer Kristjánsson skrifaði þann 14. apríl, 2018 | Engin ummæli

Botnlið West Bromwich Albion heimsækir Old Trafford á morgun í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Um er að ræða algjöran skyldusigur en okkar menn ættu að mæta galvaskir til leiks eftir frábæran sigur á nágrönnunum um síðustu helgi.

Tímabil West Brom hefur, vægast sagt, verið hörmung. Liðið er langneðst í deildinni með 21 stig, 10 stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki unnið í síðustu 15 deildarleikjum sínum (11 töp). Tony Pulis var rekinn í nóvember og arftaki hans, Alan Pardew, var svo rekinn á dögunum. Darren Moore stýrir liðinu tímabundið um þessar mundir.

Manchester United

Romelu Lukaku ætti að vera heill heilsu eftir smávægileg veikindi í vikunni og ekki búist við öðru en að Belginn spili. Varnarmennirnir Phil Jones og Daley Blind hafa sömuleiðis sést aftur á æfingasvæðinu og gætu tekið þátt en varamarkvörðurinn Sergio Romero er áfram frá vegna meiðsla. Fyrrum United maðurinn, Jonny Evans, er meiddur á hné og ekki líklegur til að spila með gestunum á morgun. Líklegt lið hjá okkur:

1
De Gea
18
Young
12
Smalling
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
31
Matic
7
Sanchez
8
Mata
14
Lingard
9
Lukaku

Með sigrinum gegn City um síðustu helgi er Meistaradeildarsætið orðið býsna öruggt en fleiri stig þarf í safnið til að tryggja annað sætið. Sömuleiðis verður fagnaðarlátum City slegið enn frekar á frest með sigri en nágrannarnir tryggja titilinn ef þeir vinna Tottenham síðar í dag og United bregst bogalistin á morgun.

Embed from Getty Images

Romelu Lukaku og Jesse Lingard sáu um mörkin er United vann fyrri leik liðanna á Hawthorns vellinum, 2:1. Það var svo eftir þann leik að hörmungar jólakaflinn fór af stað; jafntefli gegn Leicester, Burnley og Southampton á sjö daga kafla.

Það er erfitt að sjá fyrir eitthvað annað en sigur á morgun, annað væri hreinilega skandall. United hefur unnið síðustu fimm deildarleiki sína og aðeins einu sinni í sögu úrvalsdeildarinnar tapað gegn botnliðinu á Old Trafford, gegn Blackburn 2011. Okkur hefur þó ekki tekiðst að vinna West Brom í tvígang á tímabili síðan 2011/12.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Karl Garðars um Fulham 1:2 Manchester United
  • Sveinbjörn um Fulham 1:2 Manchester United
  • Cantona no 7 um Fulham 1:2 Manchester United
  • Karl Garðars um Fulham 1:2 Manchester United
  • Helgi P um Fulham 1:2 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress