• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 0:1 West Bromwich Albion

Kristófer Kristjánsson skrifaði þann 15. apríl, 2018 | 28 ummæli

Manchester City er Englandsmeistari. Eftir ævintýralega endurkomu gegn einmitt þeim, sem jafnframt slóg fagnaðarlátum þeirra á frest, um síðustu helgi virtist það alveg ljóst að leikmenn United ætluðu að selja sig dýrt í baráttunni um 2. sætið. Það var því nokkuð létt yfir okkur í dag er botnlið West Brom kom í heimsókn.

Við héldum að liðið kæmi með sjálfstraust inn í leikinn og myndi sækja töluvert á lið West Brom, sem hafði ekki unnið útileik í síðustu 15 tilraunum. Með sigri yrði annað skref tekið í átt að öðru sæti og með tapi yrði Englandsmeistaratitillinn endanlega City-manna. Með þetta í húfi gegn lakasta liði deildarinnar, hljótum við að vinna, jafnvel stórt… Úps.

1
De Gea
18
Young
12
Smalling
2
Lindelöf
25
Valencia
6
Pogba
31
Matric
72
Herrera
7
Sanchez
8
Juan Mata
9
Lukaku

Varamenn: Pereira, Jones, Rojo, McTominay, Lingard, Rashford og Martial.

Leikurinn

Manchester United hefur gert nokkuð í því undanfarin ár að byggja upp væntingar með ótrúlegum úrslitum, aðeins til þess að óumflýjanleg brotlendingin verður bara þeim mun sárari. Ég er einn af þessum vitleysingum sem trúði því að aukinn kraftur frá síðasta leik myndi hjálpa okkur með að rótbursta botnlið West Brom sem er að eiga ótrúlega dapurt tímabil. Það tók þó bara fimm mínútur fyrir hvern sem er að átta sig á því að þessi leikur myndi aldrei ná flugtaki.

Embed from Getty Images

Það var deyfð yfir mönnum, bæði á vellinum og upp í stúku. Það vantaði alla áræðni í liðið, allt snerist um of margar snertingar, of margar sendingar og of mikið af engu. Ander Herrera hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Craig Dawson steig á hann inn í vítateig og Romelu Lukaku átti ágætis skalla sem Ben okkar Foster gerði vel í að verja en að öllu öðru leyti var þetta svæfandi fyrri hálfleikur.

Herrera var fórnað í hálfleik og inn kom Jesse Lingard. Hann fékk hálffæri strax í upphafi síðari hálfleiksins og þeir Anthony Martial og Marcus Rashford áttu einnig eftir að koma inn á til að reyna eitthvað, en án árangurs. Eina mark leiksins kom á 73. mínútu eftir hornspyrnu. Nemanja Matic, undir pressu, skallaði þá boltann beint fyrir eigið mark og Jay Rodriguez var fyrstur til að átta sig, stangaði boltann í netið.

Láta kné fylgja kviði

Manchester United vann virkilega góða sigra á Chelsea og Liverpool í deildinni í byrjun árs, eitthvað sem lét stuðningsmenn byrja að dreyma. Við vöknuðum þó nokkuð snarlega og óþægilega stuttu síðar þegar Sevilla kom í heimsókn og sópaði okkur út úr Meistaradeildinni. Við vorum eiturhressir með glæstan sigur gegn City um síðustu helgi og ekki tók langan tíma að sjúga þá orku úr okkur aftur.

Embed from Getty Images

Taktíkin gekk ekki upp. Titilinn er löngu farinn, þetta er því enginn hápressuleikur þar sem allt er í húfi og það gegn lakasta liði deildarinnar. Að fara svo varfærnislega í svona leik? Óþarfi. Það er þó ekki alltaf hægt að skella skuldinni á stjórann. Paul Pogba þaggaði niður í gagnrýnendum um síðustu helgi og var svo arfaslakur í dag.

Svona er lífið og hví ekki að taka því létt. West Brom hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum á Old Trafford og hinn geðþekki Darren Moore, sem stýrir West Brom í bili, var aðeins tvo leiki að vinna jafn oft og Alan dansandi Pardew gerði í 18: einu sinni.

Hvað er næst?

Bournemouth á útivelli í deild á miðvikudaginn næsta. Svo Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins, þar er tækifæri til að fegra tímabilið örlítið.

28

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    SHS says

    15. apríl, 2018 at 15:00

    Bless bless Martial :(

    0
  2. 2

    Sindri says

    15. apríl, 2018 at 15:43

    Marcus eða Martial inná í hálfleik. Erum full hægir þarna frammi.. eigum nú að vinna þetta ruslalið á heimavelli.

    0
  3. 3

    EgillG says

    15. apríl, 2018 at 15:47

    Vill sjá Lingard inn fyrir Mata, já það vantar hraða þarna frammi.

    1
  4. 4

    Bjarni says

    15. apríl, 2018 at 16:22

    Hvernig væri það að drullast (finn ekki betra lýsingarorð) til að gera eitthvað af viti, kannski setja inn eitt mark eða svo.

    1
  5. 5

    EgillG says

    15. apríl, 2018 at 16:24

    Útaf með Sanchez er ekkert að koma frá honum inn með Rashford

    0
  6. 6

    Karl Garðars says

    15. apríl, 2018 at 16:51

    Sorp allir nema De Gea.

    1
  7. 7

    Jói says

    15. apríl, 2018 at 16:53

    lækka Sanches um 300000þúsund í launum og Móra BURT!!!!!

    5
  8. 8

    Sindri says

    15. apríl, 2018 at 17:04

    Sóknarleikurinn í molum í dag. Alexis hangir endalaust á boltanum.
    Hefðum nokkrum sinnum í fyrri hálfleik getað keyrt hratt á Championship lið WBA en það er alltaf stoppað og beðið þar til þeir stilla upp vörninni sinni. Svo er bara reynt að dúndra í áttina að Lukaku og vonað það besta.
    >:-|

    2
  9. 9

    Helgi P says

    15. apríl, 2018 at 17:08

    þessi þjálfari okkar er orðinn svo óþolandi að ég nenni ekki einu sinni horfa á þetta lið lengur fyrr en móri fer

    6
  10. 10

    Bjarni says

    15. apríl, 2018 at 17:18

    Glory glory Man Utd (kaldhæðni). Ef WBA var að berjast fyrir lífi sínu má voru ansi margir leikmenn að gera það líka. Þvílíkir sykurpúðar. Styð klúbbinn ávallt en því miður fjölgar leikmönnum sem eru á mínum „people to kill list“. Þeir eru og munu aldrei verða í mínu Utd liði. Skömmin er þeirra og megi þeir ro…………
    Annars til lukku Citizens með titilinn, verðugir meistarar en við munum elta ykkur uppi og taka ykkur á endasprettinum á næsta ári, með vonandi nýjum leikmönnum. Óþarfi að stækka völlinn því þá fjölgar bara „rækjusamlokuliðinu“ og aðdáendur þurfa að taka með sér leikhúskíkirinn í leikhús Draumana eða skal ég frekar kalla það leikhús ???
    Hvernig myndi Óli Þórðar, gallharður Utd maður, túlka dagsverkið.

    GGMU forever

    5
  11. 11

    Hjöri says

    15. apríl, 2018 at 17:34

    Jæja jæja ég misti víst ekki af miklu. Miðað við umsagnir úr þessum leik, verður þá ekki fjórða sætið í hættu, ef þeir ætla ekki að gera betur í leikjunum sem eftir eru?

    0
  12. 12

    gummi says

    15. apríl, 2018 at 17:57

    tapa fyrir lang neðsta liðinu og það á heimavelli þetta er sorglegt lið og en þá sorglegri stjóri sem við erum með erum að fara missa 2 efnilegustu leikmenn í boltanum í dag og það skrifast bara á þennan andskotans trúð sem við erum með sem þjálfara þetta lið ætti að vera í svona til 10 sæti meðað við þessa spila mensku í vetur Móri out

    5
  13. 13

    Karl Garðars says

    16. apríl, 2018 at 07:48

    Kræst strákar. Hvernig í veröldinni er hægt að skrifa þetta á þjálfarann? Haldið þið í alvöru að hann hafi lagt upp með þetta?
    Hvað þá með city leikinn? Eða liverpool? Eða chelsea?
    Haldið þið að hann hafi sagt í hálfleik á móti city: jæja strákar, planið mitt er greinilega ekki að ganga. Þið megið bara ráða þessu sjálfir núna…??
    Leikmennirnir skitu upp á bak í þessum leik. Áhugalausir letihaugar sem létu wba mala sig með dugnaði og áttu ekki breik.
    Grínlaust horfið á þennan leik eða horfið á hann aftur og fylgist með hreyfingum manna án bolta eða öllu heldur hreyfingaleysi.
    Það þarf að hreinsa út meðalmennskuna.

    4
  14. 14

    gummi says

    16. apríl, 2018 at 09:40

    ég skrifa þetta tap á móra hann er bara ekkert að ná neinu útur þessum hóp hann neitar svo að hvíla suma leikmenn sem virðast bara vera búnir á því. hvernig endar svo næsta tímabil ef við höldum áfram að spila svona illa og verðum ekki eins heppnir í sumum leikjum eins og við erum búnir að vera á þessu tímabili

    4
  15. 15

    Helgi P says

    16. apríl, 2018 at 10:03

    ég hef miklar áhyggjur að hann sé að ná svona litlu út úr sumum leikmönnum og svo sér maður hvað Klopp og Pep þeir gjörsamlega ná öllu út ur sínum hóp. ég skil bara ekki hvernig það er ekki hægt að skrifa þetta tap á Móra alveg eins og tapið á móti Sevilla

    7
  16. 16

    gummi says

    16. apríl, 2018 at 13:13

    ég verð bara spurja þig Karl Garðars hvað er svona jákvætt við þennan bolta sem móri er að spila ég get það ekki

    4
  17. 17

    Rauðhaus says

    16. apríl, 2018 at 15:27

    „Taktíkin gekk ekki upp“, segir í leikskýrslu.
    Hvaða taktík?
    Það er einmitt stærsta vandamál þessa liðs, það er einfaldlega engin taktík þegar við erum með boltann.
    Að lið sem inniheldur Pogba, Alexis, Martial, Mata, Lukaku og fleiri geti ekki opnað ÖMURLEGT lið wba er bara fáránlegt. Auðvitað eru leikmenn ekki lausir undan allri ábyrgð og þeir voru nokkrir hörmulegir í þessum leik. En José ber ábyrgðina og hann getur ekki alltaf endalaust reynt að koma sér undan henni. Eftir 2 ár er varla hægt að sjá að hann viti sitt sterkasta lið. Þegar við höfum boltann er eins og það sé hópur af ókunnugum inná vellinum. Gjörsamlega ekkert að frétta.
    Ef ekki væri fyrir DDG þá værum við á svipuðum slóðum og Arsenal. Það er bara þannig og við vitum það öll.

    7
  18. 18

    Helgi P says

    16. apríl, 2018 at 15:49

    við erum bara orðnir svo fyrirsjáanlegir þetta eru alltaf sömu skiptingarnar sem Móri gerir þetta er orðið svo þreytt ég held að Móri sé bara búinn sem topp stjóri það er bara allt við þennan mann sem er hundleiðinlegt

    2
  19. 19

    Cantona no 7 says

    16. apríl, 2018 at 16:12

    Þessi frammistaða er bara ekki boðleg fyrir okkar klúbb.
    Mér finnst að margir leikmenn liðsins alls ekki vera að
    spila nálægt sinni getu og vanta allan stöðugleika.
    Leikmenn eins og t.d. Pogba o.fl. virðast ekki vera að
    leggja sig fram og miðað við ofurlaun sem þeir eru á þá er lágmarks krafa
    að menn fari í leiki af fullum krafti.
    Vonandi bætir Mourinho ca. 3-5 toppmönnum við í sumar og þá verðum við
    í titilbaráttu.

    G G M U

    2
  20. 20

    Helgi P says

    16. apríl, 2018 at 17:13

    það þíðir ekkert að bæta við sig topp leikmönnum ef við erum með þjálfar eins og Móri er í dag ég var mikil Móra maður fyrir svona 5 til 6 árum en í dag þá finnst mér bara hann ekki með þetta sem þarf til að stjórna klúbbi eins og United því miður

    3
  21. 21

    Georg says

    17. apríl, 2018 at 09:06

    Sammála Karli Garðars.
    Stjörnurnar áhugalausar og fara í „unninn leikur“ hugarfarið og standast ekki úrvalsdeildarkröfur fyrir vikið.
    Mér dettur Pogba í hug þvímiður enda tekinn útaf. Gaurinn dettur allof auðveldlega í þann gír..

    2
  22. 22

    gummi says

    17. apríl, 2018 at 10:23

    ég held að móri sé bara búinn að rústa móralnum hjá okkur við erum að fara missa annsi góða leikmenn frá okkur útaf Móra.

    5
  23. 23

    Audunn says

    17. apríl, 2018 at 10:26

    Þetta tap skrifast á þjálfarann eins og sigurinn gegn City skrifast á þjálfarann.
    Afhverju Móri fór ekki inn í þennan leik með ferskara lið er rannsóknarefni, þetta var akkurat leikurinn til að nota menn eins og Shaw, Rashford, martial ofl ferskari leikmenn frá byrjun og lofa þeim að sanna sig og sprikla.
    En nei, Móri klúðraði bæði liðinu og taktíkinni sem var ekki til staðar, menn vissu ekkert hvað þeir áttu að gera þegar liðið hafði boltann.
    Alveg ótrúlegt að horfa upp á aftur og aftur, huxa mig 2x um áður en ég fer aftur á leik með núverandi stjóra. Ekki viss um að ég treysti mér bara til þess, þvílík vonbrigði að það hálfa væri hellingur..

    3
  24. 24

    Helgi P says

    17. apríl, 2018 at 10:35

    enda er þetta bara orðið fáránlegt að keyra svona mikið á sömu leikmönnunum allt tímabilið hann vinnur ekki deildina ef hann ætlar sér ekkert að nýtta hópinn betur en þetta

    1
  25. 25

    Jói says

    17. apríl, 2018 at 11:14

    Sammála þér Audunn er búin að fara á 10 leiki samt ekki með Móra sem stjóra og ættla ekki á leik meðann hann stjórnar.

    1
  26. 26

    gummi says

    17. apríl, 2018 at 11:41

    svo getur þessi hálfviti vælt og vælt yfir lélegri stemningu á vellinum hvernig væri að bjóða stuðningsmönnum uppá aðeins skemmtilegri bolta en þetta og vera með alla þessa luxus leikmenn í þessu liði. Móri á bara ekki séns í Pep og Klopp eins og staðan er í dag

    3
  27. 27

    Seggi says

    17. apríl, 2018 at 13:41

    Hvernig skrifast þessi City sigur á einhvern? Þeir voru búnir a steikja okkur og ætluðu að hvíla í seinni. Staðan hefði átt að vera 7-0 í hálfleik, ÞETTA LIÐ ER DJÓK!

    4
  28. 28

    gummi says

    18. apríl, 2018 at 10:49

    það verður bara að skipta um stjóra fyrir næsta tímabil maður veit bara ekki í hvaða sæti við endum ef við höldum áfram að spila svona illa eins og við erum að gera

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Valdi um Sheffield United kemur í heimsókn
  • Audunn um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Rúnar P um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Thorleifur um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Karl Garðars um Manchester United 3:2 Liverpool

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress