• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Watford 1:2 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 15. september, 2018 | 7 ummæli

United var stillt upp eins og móti Burnley, Fellaini aftastur á miðjunni.

1
De Gea
18
Young
2
Lindelöf
12
Smalling
25
Valencia
6
Pogba
31
Matić
27
Fellaini
7
Alexis
9
Lukaku
14
Lingard

Varamenn: Grant, Bailly, Darmian, Fred, Mata, McTominay, Martial

Lið Watford

Foster
Holebas
Kabasele
Cathcart
Janmaat
Pereyra
Capoue
Doucouré
Hughes
Deeney
Grey

Fyrsta kortérið í leiknum einkenndist af þreifingum og stöku langskoti, hvorugt lið áberandi betra en markverðirnir fengu að grípa inn í af og til. Troy Deeney gaf De Gea tækifæri til að sýna snilldarmarkvörslu á 16. mínútu, skot úr teignum sem Dave tók vel.

Embed from Getty Images

Alexis kom boltanum í netið skömmu síðar en var rangstæður og svo var komið að Ben Foster að verja snilldarlega frá Alexis. Sóknir United voru þannig að þyjgast og markið kom loksins á 34. mínútu. Young gaf inn á teiginn, boltinn breytti aðeins um stefnu af varnarmanni, Foster náði ekki til boltans og Lukaku setti sixpakkinn í boltann og stýrði honum þannig inn. Rétt á eftir varði Foster enn á ný, í þetta sinn þrumufleyg frá Pogba. En hann átti ekki möguleika tveim mínútum síðar. United fékk horn, boltinn fór út í teiginn fjær þar sem Fellaini skallaði að marki og Chris Smalling tók boltann á kassann, sneri og hamraði í netið yfir höfuð Foster. Glæsilegt framherjamark hjá Smalling.

Embed from Getty Images

United pressaði stíft síðustu mínútur hálfleiksins og Pogba hefði getað skorað en skot hans fór beint á Foster. 2-0 ðrugg forysta í hálfleik var raunin.

Watford komu síðan sterkari út úr klefanum og voru meira með boltan og náðu að minnka muninn á 65. mínútu. Sóknin kom upp vinstri kantinn og síðan kom boltinn fyrir á Andre Grey sem var algerlega á áuðum sjó í miðjum teignum og hamraði boltann í netið. Vel gert hjá Watford en ekki nógu vel gert hjá vörn United. Þetta er eins og við höfum svo oft séð að United nær ekki að halda dampi, gefur of mikið eftir og er refsað.

Martial kom inná fyrir Lingard á 71. mínútu.. Martial kom með aðeins meira bit í sóknarleikinn á hægri kantinum og vörn Watford þurfti að taka vel á því, tæklingar á Lingard og Martial í teignum björguðu þeim í góðum færum United. Næsta skipting var McTominay fyrir Alexis og fór þá Martial á vinstri kantinn, átti eina rispu þar en lítið meira.

Eric Bailly kom inn í viðbótartíma fyrir Valencia og áður en leiktíminn rann út tókst Nemanja Matic að næla sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir slæma tæklingu. De Gea þurfti enn einu sinni að verja undir lokin en United hélt út.

Það var góður leikur United síðasta kortérið í fyrri hálfleik sem skóp þennan sigur. Watford var annars mjög gott í leiknum og hefði tekið stig nema fyrir besta markmann í heimi.

Chris Smalling var sterkur í vörninni, og sókninni, Fellaini var öflugur á miðjunni en aðrir í liðinu voru í meðalmennskunni. Liðið þarf að spila betur en þetta en það virtis þreyta í mannskapnum, nokkuð sem er erfitt að sjá nú þegar leikirnir fara að koma þétt.

Efnisorð: Leikskýrsla 7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    toggi says

    15. september, 2018 at 15:39

    hvað er málið með Pereira vær hann ekki fleiri leiki því hann átti einn slæman leik þetta er það sem ég hata mest við Móra sumir meiga spila illa leik eftir leik og sumir eru bara búnir eftir einn slæman leik

    2
  2. 2

    Bjarni says

    15. september, 2018 at 17:05

    Auðvelt að láta pirra sig á spilamennskunni. Engin hreyfing án bolta, dansandi Valencia, vörnin alls ekki sannfærandi, sendingar þó með ágætum. Mér finnst alltaf eins og menn séu að spara sig.

    0
  3. 3

    Auðunn says

    15. september, 2018 at 17:06

    Um leið og andstæðingurinn vill spila meiri fótbolta í stað háloftabolta eins og Burnley þá lýtur Fellaini mjög ílla út .
    En 0-1. Allt að gerast 😀

    1
  4. 4

    Bjarni says

    15. september, 2018 at 18:10

    Tankurinn búinn hjá sumum. Vonandi höldum við þetta út.

    0
  5. 5

    Turninn Pallister says

    15. september, 2018 at 19:06

    Heilt yfir fannst mér við vera mjög góðir í fyrrihálfleik. Liðið spilaði á köflum mjög skemmtilega og Watford átti ekki mörg svör. Lingard, Lukaku og Sanchez voru mjög ógnandi og náðu oft skemmtilega saman. Þá stjórnaði Pogba liðinu og átti nokkrar frábærar stungur og skiptingar í leiknum sem opnuðu annars frábæra vörn Watford í leiknum. Smalling átti einn af þessum dögum, þar sem að hann var frábær. Vildi óska þess að hann byggi yfir stöðugleika því að sá Mike sem ég sá í dag er einn af betri varnamönnum deildarinnar.
    Seinni hálfleikur olli vonbrigðum. Ekki vegna þess að uppleggið hjá Mourinho hafi endilega verið vitlaust. (Það að þétta liðið aftur og beita skyndisóknum þegar þú ert yfir 0-2 er alveg þekkt og getur alveg skilað árangri). Hins vegar voru það ákvarðanatökur leikmanna þegar þeir voru að komast í góðar stöður mjög skrítnar og oft kæruleysislegar. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum tækifærum þá hefðum við steindrepið þennan leik.
    Gott samt að ná í þessi stig, vonandi getum við svo byggt á spilamennskunni í fyrri hálfleik í næstu leikjum.
    GG

    8
  6. 6

    Halldór Marteins says

    16. september, 2018 at 00:10

    Hahahahahahaha, svo fyndið alltaf hvað Auðunn teygir sig langt í Fellaini-hatri sínu. Fellaini var flottur í þessum leik.

    8
  7. 7

    Karl Garðars says

    16. september, 2018 at 11:13

    Það sama og Turninn sagði.
    Maður er helsáttur með 3 útivallarpunkta á móti liði sem var á flottu rönni.
    Okkar menn örlítið sjeikí í seinni hálfleik en þetta lið á heilan helling inni.
    Martial kom ágætlega inn á hægri.
    De Gea átti flottar markvörslur en það gerist óumflýjanlega þegar vörnin er óörugg og besti markvörður heims stendur í hliðinu.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli+Þór um Manchester United 2:0 Granada
  • Cantona no 7 um Manchester United 2:0 Granada
  • Þorsteinn um Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United
  • Egill um Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United
  • Rúnar P um Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress