• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United fær Everton í heimsókn

Magnús Þór skrifaði þann 27. október, 2018 | Engin ummæli

Eftir svekkjandi jafntefli gegn Chelsea og andlaust tap gegn Juventus er komið að heimsókn frá Everton. Fyrir þennan leik situr United í 10.sæti deildarinnar stigi á eftir Everton sem er í 9.sætinu. Bæði liðin hafa skorað 15 mörk en til gamans má geta að markatalan hjá Manchester United er í mínus. Það að fylgjast með þessu liði okkar í vetur hefur verið svona kynningarnámskeið fyrir kvíða og þunglyndi. Kvíði fyrir hverjum einasta leik og nánast undantekningarlaust þunglyndiskast bara við það að horfa á liðið spila knattspyrnu svo eru úrslitin ekki að hjálpa neitt sérstaklega mikið. Everton er á ágætu róli eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór hefur verið að spila virkilega vel og skorað og lagt upp eins og hann fái borgað fyrir það, reyndar skilst mér að sé nákvæmlega það sem hann fær borgað fyrir.

Eins og ég kom inná þá hefur það ekki beinlínis verið veisla að horfa á Manchester United á tímabilinu en spilamennskan er ekkert ósvipuð og í fyrra. Munurinn er að David de Gea sem hefur verið stórkostlegur hefur ekki átt jafnmikið af yfirnáttúrulegar vörslur í vetur. Varnarmönnum liðsins þá sérstaklega Eric Bailly hefur farið aftur. Nemanja Matic hefur verið skelfilegur. Síðast og ekki síst þá er Romelu Lukaku einfaldlega ekki búinn að vera nógu góður. Ég er engan veginn að skella skuldinni á Lukaku en hann hefur einfaldega klúðrað of mikið af góðum færum sem hefðu getað breytt framgangi og úrslitum í nokkrum leikjum í vetur. Það má vel vera að hann þurfi hvíld eftir að hafa farið langt á HM með Belgum. En það gerði t.d. Eden Hazard líka og hann er ekki aðframkominn af þreytu og hefur verið spila sinn besta fótbolta í langan tíma. Lukaku hefur ekki vaðið í færum með United en hefur þó fengið nokkur dauðafæri og t.d. skot framhjá auðu marki gegn Tottenham. Það að það sé engin samkeppni um stöðuna hjálpar ekki því það er í rauninni ekki hægt að hvíla því það er enginn betri kostur í stöðunni en að láta hann spila. En ég vona svo innilega að hann troði sokk í munninn á mér á morgun og skori eins og tvö til þrjú mörk.

Það er alltaf gaman að reyna að spá líklegu byrjunarliði en kannski mun það líta svona út:

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
18
Young
6
Pogba
31
Matic
8
Mata
11
Martial
10
Rashford
9
Lukaku

Leikurinn hefst kl: 16

Efnisorð: Everton Upphitun 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress