• Skip to primary navigation
  • Skip to content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Podkast
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Podkast
Enska úrvalsdeildin

United eygir möguleika á að ná Bournemouth

Kristófer Kristjánsson skrifaði þann 2. nóvember, 2018 | Engin ummæli

Þú last ekki vitlaust. Heimsókn til Eddie Howe og sveina hans í Bournemouth í hádeginu á morgun í 11. umferð úrvalsdeildarinnar er tækifæri fyrir Manchester United til að jafna Bournemouth að stigum í 6. sætinu. Það er að vísu ólíklegt að okkar menn hirði sætið af gestgjöfunum á morgun, Bournemouth hefur betri markatölu sem nemur sjö mörkum!

United hafði betur gegn Everton um síðustu helgi, 2:1, þökk sé vítaspyrnumarki Paul Pogba og glæstri afgreiðslu Anthony Martial. Rauðklæddir urðu að sjálfsögðu að gera sér erfitt fyrir í leik sem virtist nokkuð þægilegur; Chris Smalling gaf vítaspyrnu í síðari hálfleik sem enginn annar en Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi af sinni alkunnri snilld en nær komust gestirnir frá Bítlaborginni ekki.

Embed from Getty Images

Við fáum því möguleikann á morgun á því að vinna tvo leiki í röð í annað sinn á tímabilinu en til þess þarf að komast í gegnum sprækt lið Bournemouth sem enn kemur á óvart í úrvalsdeildinni. Eddie Howe heldur áfram að gera stórgóða hluti; Bournemouth er í 6. sæti deildarinnar í nóvember mánuði og hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki sína. Góðu fréttirnar eru kannski þær að síðasta liðið til að mæta á Vitality leikvanginn og sækja sigur var einmitt United í apríl síðastliðnum. Sá leikur fór 2:0, þökk sé mörkum Smalling og Romelu Lukaku sitt hvorum megin við hálfleikinn.

Alexis Sanchez og Jesse Lingard voru báðir á varamannabekknum gegn Everton enda að ná sér eftir smávægileg meiðsli. Þær ættu því að vera nær góðri heilsu á morgun. Fyrirliðinn, Antonio Valencia, er auðvitað áfram fjarri góðu gamni ásamt þeim Marouane Fellaini og Diogo Dalot. Þá er Phil Jones einnig frá en hann hefur ekki spilað síðan í september.

Embed from Getty Images

Fyrirliði Bournemouth, Simon Francis, varð fyrir hnjaski í sigri Bournemouth á Norwich í deildabikarnum í miðri viku og fyrrverandi United maðurinn, Joshua King, verður ekki með en Norðmaðurinn er meiddur á ökkla.

Það verður áhugavert að sjá byrjunarliðið. Lukaku byrjaði á bekknum gegn Everton enda hefur honum lítið gengi að skora á meðan Martial hefur verið aðalmaður liðsins í síðustu leikjum. José Mourinho hefur þó eflaust hugann við ferðalagið til Ítalíu eftir helgi er United mætir Juventus í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni. Byrjunarliðið gæti þó litið svona út:

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
18
Young
6
Pogba
31
Matić
8
Mata
11
Martial
9
Lukaku
14
Lingard

 

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Ingólfur Gissurarson - Framúrskarandi fasteignasali

Síðustu ummæli

  • Heiðar um Manchester United 1:1 Everton
  • Björn Friðgeir um Manchester United 1:1 Everton
  • Auðunn um Manchester United 1:1 Everton
  • Tómas um Manchester United 1:1 Everton
  • Karl Garðars um Manchester United 1:1 Everton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2019 · Keyrt á WordPress