• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Southampton í heimsókn á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. mars, 2019 | Engin ummæli

Þetta er ekki lengur bóla, þetta er sigurbraut. Það er orðið óhætt að slá þessu föstu. Hitt er svo annað mál að allar sigurhrinur taka að lokum enda þannig að þegar það gerist þá gerist það bara og án þess að þurfi að tala um að „bólan sé sprungin“.

Á morgun kemur Southampton í heimsókn á Old Trafford og reynir að verða fyrsta liðið til að vinna sigur á United liði Ole Gunnar Solskjær í deildinni. Southampton hefur ekki gengið vel á þessu tímabili, eru tveimur stigum frá fallsæti og það er sigri í síðasta leik gegn fallkandídötum Fulham að þakka. Mark Hughes var rekinn í desember og austurríkismaðurinn Ralph Hasenhüttl tók við en hann hefur aðeins náð að snúa gengi liðsins við með sigrum á m.a. Arsenal og Everton. En liðið tapaði tveimur og gerði tvö jafntefli fyrir sigurinn gegn Fulham og það er því von til þess að slakt gengi United gegn Southampton á Old Trafford haldi ekki áfram, en United hefur unnið einn af síðustu fimm leikjum gegn þeim þar, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Lið Southampton hefur sem sé ekki verið upp á marga fiska og markahæsti leikmaður liðsins, Danny Ings er frá vegna meiðsla og er þá fátt um fína drætti. Liði þeirra er spá einhvern veginn svona.

Gunn
Targett
Vestergaard
Yoshida
Bednarek
Valery
Höjbjerg
Romeu
Ward-Prowse
Long
Redmond

Meiðslavandræði United eru söm, og eina breytingin þar á er sú að Ole Gunnar vænist þess að Marcus Rashford verði í byrjunarliði á morgun. Anthony Martial verður sparaður fyrir PSG leikinn á miðvikudag

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
18
Young
17
Fred
39
McTominay
7
Sánchez
6
Pogba
9
Lukaku
10
Rashford

Það má því búast við svipuðu liði og á miðvikudaginn enda stóðu varamennirnir þá sig vonum framar. Spái því að innkoma Rashford færi Lukaku á hægri kantinn. Ungu piltarnir verða sem fyrr á varamannabekknum. Ef allt gengur að óskum fáum við kannske að sjá James Garner spila lengur en í síðasta leik og jafnvel fær Tahith Chong að reyna sig á hægri kantinum.
En þetta er likur sem hægt er að klúðra og spennandi að sjá hvernig gengur gegn liði sem er svona slakt á pappírnum.

Efnisorð: Marcus Rashford Ole Gunnar Solskjær 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Snorkur um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Audunn um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Tómas um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Karl Garðars um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Sindri um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress