• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Wolves 2:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. mars, 2019 | 14 ummæli

Eftir meiðsli undanfarinna vikna var lið United því sem næst það sem Ole Gunnar var kominn með sem sitt aðallið. Dalot reyndar fyrir Young sem var í banni, og Lingard og Martial koma inn í fyrsta leik eftir meiðsli sem þeir hefðu hugsanlega ekki báðir gert ef Lukaku hefði ekki verið meiddur

22
S. Romero
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
20
Dalot
31
Matic
21
Herrera
11
Martial
6
Pogba
14
Lingard
10
Rashford

Úlfarnir voru ánægðir með að leyfa United að hafa boltann úti á vellinum, bökkuðu mikið og spiluðu þétta vörn, vængverðirnir duttu alveg niður í bakvarðastöður þannig þetta var 5-4-1 hjá þeim. United komst lítið áfram gegn þessu, fyrsta skot ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik, og þá var það Paul Pogba sem skaut framhjá. Skyndisóknir voru augljóslega það sem Wolves var að spila uppá en þeir náðu þeim ekki heldur.

Loksins á 26. mínútu kom góð sókn, Rashford fékk sendingu inn í teig, gaf þvert en varnarmaður náði að hreinsa rétt áður en Martial komst í boltann. Það var síðan Sergio Romero sem þurfti fyrst a verja svo eitthvað væri, Rúben Neves tók skot utan teigs eftir horn, en De Gea fór vel niður.

Seint í hálfleiknum átti Dalot neglu utan teigs, eins og í París, og eins og í París small boltinn í hendi varnarmanns. En ólíkt París kallaði dómarinn ekki eftir VAR, og hefði líklega ekki dæmt, varnarmaðurinn var með hendina upp að líkamanum að mestu.

Þegar Wolves sótti var alltaf aðeins opnara, Diogo Jota fékk svo góða sendingu, einn og óvaldaður vinstra megin, sótti upp að teignum en Romero kom fljótur út á móti og þegar Jota tók skotið varði Romero mjög vel. Þarna var United heppið, þó markvarslan væri frábær átti Jota að gera miklu betur.

Þetta var dræmur fyrri hálfleikur, hressist aðeins þegar á leið en Wolves voru ef eitthvað var eðeins hættulegri.

Sá seinni var hins vegar varla byrjaður þegar United fékk eitt sit besta færi, Rashford tók á rás og var kominn inn í teig en var aðeins of utarlega og varnarmaður lokaði af þannig að skotið fór framhjá nærstöng

Ef Romero sýndi með vörslunni í fyrri hálfleik að hann er besti varamarkmaður… tja í heimi? þá bætti hann um betur með að verja þrumuskalla Jiménez af markteig eftir horn. Svo´tók hann næst auðveldlega langskot Moutinho rétt á eftir.

Úlfarnir voru orðnir mun grimmari og þó að vörnin næði að stopa Jiménez einu sinni inni í teig, endaði sú rimma á að hann náði boltanum aftur, sneri á punktinum og smellti boltanum framhjá Romero. Sanngjörn forysta Wolves eftir 70 mínútur.

Ein af ástæðunum fyrir að Solskjær hafði ekki gert breytingar var sú að það sárvantaði sóknarvalkosti á bekkinn. En nú var nauðsyn og Andreas Pereira kom inn fyrir Herrera.

Þetta gagnaði lítið. Wolves kom í góða gagnsókn, Jota tók Shaw á og rústaði honum, lék inn í teig og nelgdi í markhornið nær. Tvö núll.

Til að kóróna skelfilega frammistöðu fékk Victor Lindelöf að sjá rautt spjald á 82. mínútu, straujaði Jota úti við hliðarlinu. Varsjáin kom til skjalanna og Lindelöf slapp með gult.

Síðustu breytingarnar komu seint, Mata fyrir Matic og McTominay fyrir Lingard. Það breytti engu, síðustu tíu mínúturnar voru andlausari ef eitthvað var.

En á síðustu sekúndunum kom mark. Rashford fékk boltann inni í teig, sneri, skaut og skoraði. En það var allt allt of lítið, allt of seint

Að leik loknum

Þetta var sanngjarnt og hrikalegt tap. United hafði ekkert upp á að bjóða. Sóknin var laus við snerpu og bit, Lingard og Martial alls ekki í formi, og Rashford slakur. Miðjan var eins og hún var þegar Mourinho var við stjórn, hæg og léleg. Vörnin var að mestu góð, en Shaw lét Jota taka sig í bakaríið og Lindelöf hefði farið útaf ef varið hefði ekki bjargað honum.

Það versta er að þetta er líklega liðið sem Solskjær vill stilla upp móti Barcelona, fyrir utan Young og De Gea. Þessi leikur sýnir hvað það verkefni er stórt. Valið á bekknum er líka slæmt, hefði mátt henda inn Chong til að hafa smá krydd þar. Greenwood víst veikur alla vikuna.

Nú er landsleikjahlé, nokkrir leikmenn fara ekki í landsleikjaverkefni, og vonandi að Martial fái að mestu að hvíla. Það verður prófsteinn á Ole Gunnar hvernig hann tekur á þessum tveimur töpum okkar undanfarið.

14

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni Ellertsson says

    16. mars, 2019 at 20:54

    Slakt og heppnir að vera ekki undir. Finnst lítil löngun í að vinna leikinn, menn ekki í takti og þeir sem hafa verið meiddir að undaförnu ekki sýnt að verðdkuldi sætið aftur. En menn hljóta að finna útúr þessu í seinni, við verðum að skora á undan.
    GGMU

    0
  2. 2

    Karl Garðars says

    16. mars, 2019 at 21:13

    Vantar allan Mata í þennan leik. Mögulega fyrir Jesse.
    Romero er ekki bara besti varamarkvörður í heimi. Hann er einfaldlega með betri markvörðum í heimi.

    1
  3. 3

    Bjarni Ellertsson says

    16. mars, 2019 at 21:25

    Sanngjarnt að vera loksins komnir undir.

    1
  4. 4

    Karl Garðars says

    16. mars, 2019 at 21:30

    Úffff Romero minn.. og Shaw sem er búinn að vera flottur í leiknum.

    0
  5. 5

    Audunn says

    16. mars, 2019 at 21:32

    Hræðileg frammistaða í þessum leik. Pogba, Martial, Rashford ofl ættu að skammast sín.
    Enginn neisti, andi eða vilji.
    Virðast saddir og bensínlausir.

    3
  6. 6

    gummi says

    16. mars, 2019 at 21:36

    Ef þeir sína þessa frammistöðu á móti barcelona þá endar það mjög illa

    3
  7. 7

    Turninn Pallister says

    16. mars, 2019 at 21:38

    Jæja, þar fór það, lítur allt út fyrir bikarlaust tímabil…

    0
  8. 8

    Bjarni Ellertsson says

    16. mars, 2019 at 21:39

    Sammála þér Auðunn. Ekki orð um þennan leik meira. Samgleðst mömmu minni.

    1
  9. 9

    Tòmas says

    16. mars, 2019 at 21:48

    Þetta var allt í járnum í fyrri en Wolves mun betri í seinni.
    Pogba slakur í leiknum og í raun bara sòknin.

    Wolves vildi þetta bara meira. Eru með hörkulið, Neves hertogi þarna á miðjunni.

    4
  10. 10

    Karl Garðars says

    16. mars, 2019 at 21:52

    Verðskuldað tap. Andlaust með eindæmum.
    Nú mætti Gunnar bjarga kvöldinu hjá manni.

    0
  11. 11

    guðmundurhelgi says

    16. mars, 2019 at 21:53

    Menn alveg steinsofandi og betra liðið vann mjög sanngjarnt.

    0
  12. 12

    Ólafur says

    17. mars, 2019 at 11:35

    Barnalegt og reynsluleysi að hálfu Ola Gunnar að byrja með svo marga leikmenn sem eru að koma tilbaka eftir meiðsli.
    Enginn þeirra átti góðan leik, þeir voru allir hægir og kraftlausir.
    Sendingar mjög vondar osfrv. Mjög gott dæmi um leikmenn sem ekki eru í leikformi og ekki í 100% standi.
    Ég veit ekki hvort United hafi efni á því að ráða svo reynslu lítinn stjòra sem geri sömu mistökin tvisvar á skömmum tíma því hann gerði það sama gegn Liverpool.

    1
  13. 13

    MSD says

    17. mars, 2019 at 11:50

    Sanngjarnt tap. Vona að Wolves fari alla leið og hirði þessa dollu.

    Set spurningamerki við Romero í seinna markinu varðandi staðsetninguna á honum. Hann á að eiga nærstöngina.

    Martial, Lingard, Rashford og Pogba arfaslakir og gjörsamlega týndir í leiknum. Þessi frammistaða minnti á Mourinho tímann, enginn neisti, hægt og fyrirsjáanlegt.

    4
  14. 14

    Heiðar says

    18. mars, 2019 at 10:59

    Hrikalega svekkjandi eftir að hafa haft mikið fyrir því að slá Arsenal og Chelsea úr leik á útivelli. Minnir mig á FA Cup um árið þegar að Portsmouth slógu okkur út 0-1 á Old Trafford í 8 liða úrslitum þegar að ljóst var að United var eina stórliðið sem var eftir í keppninni.

    Svona geta nú hlutirnir breyst fljótt… tap í deildinni um þarsíðustu helgi var slæmt þó það sé enginn heimsendir. Hræðilegt tap í FA Cup sem var eini raunhæfi titilmöguleikinn. Nú tekur við (að öllum líkindum) tap í meistaradeildinni gegn Barcelona. Þá stöndum við eftir með baráttuna um meistaradeildarsæti.

    Ég spyr: Ef allt fer á versta veg og við endum í þetta 5-6 sæti, verður þá Ole ef til vill ekki ráðinn? Því þrátt fyrir stórkostlegt gengi í fyrstu og lygilega sigra þá er svona byrjendarönn þekkt hjá stjórum. Big Sam hefur t.d. margoft náð svona rönni þegar hann hefur tekið við vængbrotnum liðum, áður en síðan hefur farið að falla undan fæti.
    Ekki misskilja mig, ég vona að Solskjær fái sénsinn en spyr mig samt að því hvort slæmur endir á tímabilinu muni snúa hug stjórnarinnar sem vissulega hafði hann ekki í framtíðarplönum sínum þegar hann mætti í starfið.

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress