• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 0:1 Barcelona

Björn Friðgeir skrifaði þann 10. apríl, 2019 | 10 ummæli

Það var ekki alveg ljóst fyrirfram hvernig United myndi stilla upp, flestir voru á því að þetta væri 4-4-2 en þegar leikurinn hófst kom í ljós að Solskjær setti fimm í vörn

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
18
Young
6
Pogba
17
Fred
39
McTominay
21
Dalot
9
Lukaku
19
Rashford

Varamenn: S.Romero, Jones, Marcos Rojo, Andreas, Lingard, Mata, Martial

Barcelona var í 4-3-3 eins og nokkuð ljóst hafði verið fyrirfram.

ter Stegen
Jordi Alba
Lenglet
Pique
N Semedo
Arthur
Busquets
Rakitić
Coutinho
Suárez
Messi

United varðist aftarlega frá fyrstu mínútu, en United reyndi skyndisóknir. Barcelona kom boltanum í netið á 12. mínútu þegar Messi fékk boltann inn fyrir vörnina, lenti í smá vandræðum en lyfti síðan boltanum á fjær stöngina. Þar skallaði Luis Suárez milli De Gea og Shaw. Coutinho stakk sér fram en náði ekki að snerta boltann. Línuvörður flaggaði rangstöðu á Coutinho, en dómarinn ráðfærði sig við varsjána og fékk staðfest: Mark. 1-0 fyrir Barcelona. Boltinn hafði reynda strokist við Luke Shaw og hann fékk markið skráð á sig sem sjálfsmark.

Embed from Getty Images

Sergio Busquets hafði sloppið við gult fyrir brot á Rashford snemma í hálfleiknum en slapp ekki þegar hann fór í Pogba aftanfrá og reif hann niður. Fred dúndraði aukaspyrnunni beint í vegginn. Skömmu síðar fe´kk Shaw gult fyrir að toga í Messi og var þar með kminn í leikbann í næsta leik.

Embed from Getty Images

Samkvæmt tölfræðinni hafði United verið með boltann 13% af leiktímanum þegar hér var komið sögu, og því ekki annað hægt að segja að forystan hafi verið sanngjörn.

Upp úr miðjum hálfleiknum fór United svo að gera sig meira gildandi og sótti nokkuð á. Messi þurfti að fara útaf tímabundið með bóðnasir eftir að hafa lent í Chris Smalling, Smalling stökk framfyrir Messi í boltann og slæmdi síðan hendinni í andlitið á Messi. Alveg óvart. Líklega.

Barcelona fékk síðan loks færi aftur á 35. mínútu, Smalling náði að stöðva Suárez inni í teig og hreinsa út, Coutinho skaut en De Gea varði vel, með fætinum, en ekki hvað. United var samt farið að ráða miðjunni, nokkuð sem kom á óvart eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Barcelona hleypti þeim samt ekki í færi.Á fertugustu mínútu gaf Rashford frábærlega fyrir, Dalot kom einn á fjær en skallaði bara þvert fyrir og engin hætta var af því. Hrikalegt hjá Dalot að koma þessu ekki á markið.

United hélt síðan áfram að vera meira með boltann, McTominay var sérlega góður. Ashley Young er hins vegar alltaf jafn hættulegur eigin liði. Lukaku var alveg týndur, sást varla í leiknum.

Embed from Getty Images

United byrjaði frísklega í seinni hálfleik og ógnaði fljótlega mun meira. Busquets blokkaði fyrir McTominay með hendi, klárlega aukaspyrna og spjald en enn á ný sleppti dómarinn honum! Rashford átti að gera mun betur skömmu síðar þegar boltinn barst til hans úti í teig en sneiddi skotið í áttina að hornfána. Áfram hélt United að halda boltanum vel á miðjunni og leyfa Barcelona ekkert þegar þeir voru með boltann. Það vantaði þó enn aðeins up á herslumuninn að ógna inni í teig og búa til færi. Það þrufti hins vegar lítið til. United gaf aðeins eftir og þá komst Semedo upp, gaf inn á Suárez og hann smellti boltanum í hliðarnetið. Þá skipti Barcelona Coutinho og Arthur útaf fyrir Vidal og Sergi Roberto. Strax á eftir fékk Alba gott færi eftir að dómarinn beitti hagnaðarreglunni, en De Gea var vel vakandi þrátt fyri að hafa haft lítið að gera.

Embed from Getty Images

Martial var búinn að bíða í nokkurn tíma eftir að koma inná og það var Lukaku sem kom loks útaf, hafði hreinlega ekki sést í leiknum, og skipting hefði mátt koma fyrr. United hélt uppteknum hætti, mun meira með boltann en vantaði ógnina.
Næsta skipting kom á óvart. Diogo Dalot fór útaf fyrir Jesse Lingard og þar átti Ashley Young hiklaust frekar að hafa fokið. Young hafði reynt tíu fyrirgjafir en ekki ein þeirra hafði tekist!

Þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Barcelona aukaspyrnu tveim metrum utan teigs, á hættulegasta stað þegar Messi er annars vegar, hann skaut undir vegginn, boltinn breytti um stefnu af fæti varnarmanns en De Gea fór vel niður og varði.

Síðasta skipting United var Rashford útaf, og Andreas Pereira inná.

United sótti stíft síðustu mínúturnar en ekkert gekk og naumt tap í þokkalegum leik staðreynd. Þetta leit illa út fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það var þetta þokkalegt og það er ekki útilokað að hægt sé að gera betur á Camp Nou í næstu viku.

Scott McTominay var bestur í liðinu, og átti líklega sína bestu frammistöðu í treyjunni. Gott á degi þar sem fréttir koma að Ander Herrera sé búinn að skrifa undir hjá PSG og fari á frjálsri í sumar. Fred var líka bara alveg þokkalega góður, helst til mistækur en átti góða spretti og sendingar. Chris Smalling var sterkur í vörninni og De Gea átti þrjár topp markvörslur.

En það er vitað að það eru of margir þarna í liðinu sem vantar herslumuninn til að vera nógu góðir til að gera þetta lið algeran jafnoka Barcelona. Baráttan skilaði miklu í kvöld en það vantaði upp á að opna vörn Barcelona almennilega.

En, aftur, ekki hroðalegt og það er enn möguleiki.

10

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    gummi says

    10. apríl, 2019 at 18:13

    Hvað er Young að gera alltaf í þessu liði þetta er án efa versti hægri bakvörður í boltanum í dag þetta fer svona 3 eða 4 núll fyrir Barca

    9
  2. 2

    Ingvar says

    10. apríl, 2019 at 19:28

    Sáum það áður en flautað var til leiks að þetta er nánast óvinnandi vegur, fyrirliðinn okkar að taka í hendina á fyrirliðanum þeirra…..segir allt sem segja þarf

    4
  3. 3

    Bjarni Ellertsson says

    10. apríl, 2019 at 19:36

    Þurfum ekkert að skammast okkar fyrir stöðuna eða hvernig leikurinn er að þróast. Bjóst ekki við öðru, liðið komið á endastöð úr þessu og menn farnir að dreifa huganum. Erum eftir á öllum sviðum knattspyrnunnar og það þarf mikla endurnýjun á liðinu fyrir næstu tímabil, það er ljóst. Þurfum 8 nýja leikmenn í það minnsta á næstu árum í sömu gæðum og mótherjinn er í dag. Hverjir það verða eða hvort einhverjir vilja koma verður tíminn að leiða í ljós.
    GGMU

    4
  4. 4

    Theodór says

    10. apríl, 2019 at 19:43

    Jæja hvenær fær Dalot að byrja í hægri bakverði og Young á bekknum… eða bara heima hjá sér? Gæjinn er svo mikið búinn að hann skrifar örugglega undir hjá Val í vikunni.

    9
  5. 5

    Georg says

    10. apríl, 2019 at 20:02

    Finnst engum þetta mark vera rangstaða?
    Suarez er farinn að hlaupa afstað í rangstöðu áður en boltinn er snertur af öðrum leikmanni. Hefur því bein áhrif á leikinn þó hann hafi ekki fengið boltann í rangstöðunni. Endilega útskýrið þetta fyrir mér ef þetta er löglegt….annars frekar jafn leikur og já Young mætti bæta sig

    1
  6. 6

    MSD says

    10. apríl, 2019 at 21:18

    Að við séum enn að notast við Young í bakverði er mér ómögulegt að skilja. Til að toppa það alveg þá er hann fyrirliði. Þvílika ruglið.

    7
  7. 7

    gummi says

    10. apríl, 2019 at 23:40

    Afhverju er dalot ekki notaður í hægri bak því við getum alveg eins spilað með engan í bakverðinum eins og að nota young

    2
  8. 8

    gummi says

    11. apríl, 2019 at 09:52

    Það er ótrúlegt hvað við erum orðnir lélegir á heimavelli

    1
  9. 9

    Audunn says

    11. apríl, 2019 at 11:04

    Þoli ekki Young. Ömurlegur leikmaður.
    Ef Ole heldur áfram að spila þessu drasli þá hoppa ég af Ole vagninum.

    1
  10. 10

    Sindri says

    11. apríl, 2019 at 16:28

    Young er að fara að spila í hægri bakverðinum út þetta tímabil, a.m.k. meðan möguleikinn á 4. sæti lifir.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Bob um United 1 : 2 City
  • Arni um United 1 : 2 City
  • Helgi P um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress