• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Rochdale (6:4)

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 25. september, 2019 | 13 ummæli

Fyrsti leikur Manchester United í deildarbikarnum fór fram í kvöld en að þessu sinni fengum við í heimsókn mótherja beint úr c-deildinni. Rochdale mættu þaulskipulagðir og grimmir til leiks í leikhús draumanna og ætluðu að láta leikmenn United hafa fyrir hlutunum.

Embed from Getty Images

Leikurinn var tíðindalítið fyrstu mínúturnar en á 7.  mínútu tapaði Fred boltanum en sem betur fer fyrir hann voru Phil Jones og Alex Tuanzebe vel á verðinum og stöðvuðu skyndisókn gestanna. Rochdale virtust óhræddir að spila út frá markinu þótt United pressaði þá stíft og komust upp með það trekk í trekk.

Á 12. mínútu átti Fred góða sendingu inn fyrir vörn gestanna þar sem boltinn rataði á Paul Pogba sem hugðist skalla hann aftur út í teig en þar var ekki nokkur rauðklæddur leikmaður.

Næsta færi okkar kom þegar frakkinn átti fína stungusendingu inn á Mason Greenwood en færið rann út í sandinn þegar sá ungi ákvað að snúa við og missti frá sér boltann.

Embed from Getty Images

Aftur lentu gestirnir í vandræðum þegar þeir reyndu að spila í gegnum hápressuna eftir að varnarmaður Rochdale gaf til baka á Sanchez í markinu og Tahith Chong pressaði hann. Hreinsun markvarðarins endaði á Pogba sem nálgaðist teiginn en skot hans endaði í næstöftustu röð fyrir aftan markið.

Sóknarþungi United virtist aðallega eiga sér stað á vinstri vængnum en gestirnir áttu í tómu basli með að bægja hættunni frá og átti United fjöldann allan af skotum á næstu mínútum.

Embed from Getty Images

Eftir að Rochdale fengu fyrstu hornspyrnuna komst United í skyndisókn þar sem Chong gerði vel í að ná boltanum koma honum á Andreas Pereira í hlaupinu og heimamenn voru í yfirtölu. Pereira átti flotta fyrirgjöf yfir á Marcos Rojo sem kom á sprettinum inn í teig en skalli hans í grasið og þaðan í lúkurnar á Sanchez.

Þetta virtist ekki vera kvöldið argentínumannsins þvi örskömmu síðar átti hann skalla rétt framhjá stönginn eftir fyrstu hornspyrnu heimamanna.

Embed from Getty Images

Rétt áður en hálftími var liðinn sótti United sem fyrr og Pogba átti fyrirgjöf sem hvorki heimamenn né gestirnir náðu til en sendingin fór rétt framhjá stönginni.

Fyrsta dauðafærið kom svo á 34. mínútu þegar Greenwood átti frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Pogba sem kom á ferðinni en sá franski setti skallann yfir markið. Líklega hefði verið auðveldara að skora en boltinn virtist fara í öxlina á honum og þaðan yfir markið.

Annað dauðafæri leit dagsins ljós þegar Rochdale töpuðu boltanum á miðjunni og Greenwood komst einn og óvaldaður af stað í átt að markinu en dapurt skot hans var varið.

Embed from Getty Images

Allt virtist stefna í að c-deildarliðið næði að komast inn í klefann í hálfleik með jafna stöðu og það breyttist ekki þegar wan-Bissaka átti góða fyrirgjöf af hægri vængnum eftir laglegt spil hjá okkar mönnum en skallinn frá Jesse Lingard lenti ofan á þaknetinu. Síðasta færi fyrri hálfleiks kom í hlut Rojo en skot hans vel framhjá.

0-0 eftir fyrstu 45 mínúturnar þar sem United átti 13 skot meðan mennirnir hans Brian Barry-Murphy áttu ekki skot. Markið búið að liggja í loftinu síðustu mínútur en allt kom fyrir ekki.

Embed from Getty Images

Síðari hálfleikur

Ole Gunnar Solskjær gerði eina breytingu í hálfleik en Phil Jones fór á bekkinn en inn á í hans stað kom Brandon Williams sem fór í vinstri bakvarðarstöðuna og Rojo færðist þá í miðvörð.

Embed from Getty Images

Loksins gerðist eitthvað þegar heimamenn áttu gott skot frá vítateigshorninu sem fór af varnarmanni og rétt framhjá stönginni. Á sömu mínútu komust gestirnir í sókn sem endaði með því að Camps var með opið markið fyrir framan sig en veikt skot hans var hreinsað af línunni af kóngulónni, wan-Bissaka.

Besta færi leiksins en rétt eftir það komst United í sókn og Greenwood fékk sendingu frá Lingard nálægt markinu en Sanchez gerði vel í að verja frá honum.

Embed from Getty Images

Næsta skipting United kom á 60. mínútu þegar Daniel James kom inn á fyrir Tahith Chong. Sá velski var ekki lengi að láta til sín taka en hann átti góðan sprett með boltann sem endaði með góðu færi fyrir Greenwood en enn og aftur lét hann verja frá sér.

Sá ungi átti þó eftir að fá uppreisn æru þegar Brandon Williams vann boltann á miðjunni, bar boltann upp völlinn að teignum, fann Pereira sem sendi á Lingard sem dróg að sér varnarmenn og opnaði pláss fyrir Greenwood. Sá fékk loksins boltann og tók góða gagnhreyfingu og renndi boltanum framhjá Sánchez. Staðan loksins orðin 1-0.

Embed from Getty Images

Rochdale blésu til sóknar í kjölfarið á markinu og höfðu erindi sem erfiði þegar himinhá fyrirgjöf endaði fyrir framan Matheson, 16 ára gamlan hægri bakvörð Rochdale sem var búinn að vera besti leikmaður gestanna, sem smellhitti boltann og skoraði framhjá varnarlausum Sergio Romero í markinu. 1-1 verðskuldað.

Embed from Getty Images

Mikil pressa frá United sem skilaði sér ekki í neinu nema hálffærum þar til Juan Mata kom inn en Lingard settist á bekkinn. Sá spænski komst strax inn í leikinn og átti góða sendingu í hlaup fyrir James sem lagði boltann út þar sem Fred átti gott skot en allt kom fyrir ekki.

Fred með skot fyrir utan teig en enn og aftur varði sá spænski í markinu hjá Rochdale. En gestunum tókst að koma leiknum í vítaspyrnukeppni.

Til að gera langa sögu stutta þá vann United vítaspyrnukeppnina þar sem Romero varði aðra vítaspyrnu gestanna og United skoraði úr öllum sínum spyrnum.

Embed from Getty Images

Pælingar að leik loknum

Það er virkilega sorglegt að sjá hversu mörg færi fóru til spillis í dag en United hefði getað verið komið með þægilega forystu eftir fyrri hálfleikinn og þar með drepið leikinn en eins og flesta aðra leikdaga hjá United var færanýtingin fyrir neðan allar hellur.

Það eru 52 sæti sem aðskilja þessi lið sem áttu við í kvöld og þar að auki vorum við að spila á heimavelli. Það verður að teljast ansi dapur ef við eigum ekki roð í West Ham á heimavelli og erum í ströggli með c-deildarlið í bikarnum.

Embed from Getty Images

Það er þó hægt að taka nokkra jákvæða punkta út úr leiknum, við gerðum 9 breytingar og spiluðum á hálfgerðu b-liði, Pogba kom inn í liðið loksins eftir meiðsl og átti góðar rispur í leiknum en hefði eflaust átt að gera betur í nokkur skipti.

Þá voru ungu leikmennirnir á borð við Greenwood, James og Tuanzebe mjög flottir í leiknum og Brandon Williams leit einnig vel út. Hins vegar er langt í land og verður áhugavert að sjá hvernig liði Solskjær stillir upp í næsta leik sem er gegn Arsenal á heimavelli.

Næsti deildarbikarleikur er gegn Chelsea sem unnu sannfærandi 7-1 sigur í kvöld.

 

 

13

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Stefan says

    25. september, 2019 at 18:29

    Serbneska traktorsins haha, veit ekki hvort það sé hrós eða skömm en meikar sense útaf hraðanum sem maðurinn hefur. Fyrst við vorum að offloada leikmönnum þá átti hann allan tímann að vera með í þeirri för

    Tuanzebe captain ? það er mjög skemmtilegt

    0
  2. 2

    Bjarni Ellertsson says

    25. september, 2019 at 20:02

    Er einhver munur á þessu liði og því sem spilaði síðasta leik? Veit ekki horfi ekki á útileiki en miðað við þróun leiksins þá er ekki verið að refsa þegar tækifæri gefast, sóknin ekki beitt einsog er. Getum alveg dottið út úr keppninni srm mun þýða minni spilatíma fyrir ungu drengina sem virðast ekki vera tilbúnir í heila leiki. Sýnist allt stefna í vító, alltaf gaman að því, hef fulla trú á Romero.

    0
  3. 3

    Óskar G Óskarsson says

    25. september, 2019 at 21:34

    Hver niðurlægingin á fætur annarri ! Vorum ekki einu sinni með varaliðið ! Sem betur fer vorum við ekki að spila við oxford ! Þeir tóku liðið 4-0 sem við töpuðum 2-0 fyrir um helgina

    2
  4. 4

    Elís says

    25. september, 2019 at 21:54

    Heimaleikur gegn Rochadale sem eru í 17.sæti í C-deild og töpuðu 6-0 fyrir Peterborugh 14.sept.
    1-1 eftir 90 mín er auðvita bara ótrúlega lélegt.
    Þetta voru svo ekki bara kjúklingar í dag Pogba, Wan-Bissaka, Pereira, Lingard, Jones, Fred, Rojo og Mata/James komu svo inná. Allt eru þetta leikmenn úr hefbundna byrjunarliði eða varaskeifur fyrir það lið.

    Það má segja að Óli sé ekki að keyra þetta lið í gang. Menn tala um að Man utd eigi ekki að vera félag sem er alltaf að reka stjóran sinn og núna er kominn tími fyrir þolimæði en þegar stjórinn sem er að stjórna virðist ekkert vita hvað hann er að gera ekki frekar en þegar hann var með Cardiff.
    Já stóra vandamálið er fyrir ofan Óla en hann er samt hluti af vandamálinu og því fyrr sem menn sjá það því betra.

    6
  5. 5

    gummi says

    25. september, 2019 at 22:34

    Óli er bara alls ekki nógu góður stjóri fyrir klúbb eins og United við kæmust ekki einu sinni upp úr 1 deildinni með með hann sem stjóra

    4
  6. 6

    Óskar G Óskarsson says

    25. september, 2019 at 22:55

    I seinustu leikjum hefur ole verið eins og steingervingur a bekknum og ekkert vitað hvað hann á að gera !
    Eg elskaði solskjaer sem leikmann og hann var einn af minum uppáhalds, en þetta bara gengur ekki.
    Það kom þessi týpíski kraftur i fyrra þegar skipt er um stjóra, svo endaði þetta hræðilega og þetta er bara framhald af seinasta tímabili.
    Solskjaer er þvi miður bara ekki nógu góður stjóri

    3
  7. 7

    Sindri says

    25. september, 2019 at 23:44

    Liðið er alveg gjörsamlega í bullinu. Pereira er gjörsamlega hrikalegur og takturinn er enginn. Þetta lið í dag var áframhaldandi tilraunarstarfsemi, þvinguð eður ei, sú starfsemi gengur því miður illa.
    .
    Trú mín er samt sú að þetta sé skárra en fyrir ári og tilfinningin er að þetta muni skána.
    .
    Hrikalegt samt að hafa ekki tekið Mandżukić eða Llorente sem varaskeifur, eins og ritstjórar bentu á síðasta hlaðvarpi.

    1
  8. 8

    Silli says

    26. september, 2019 at 04:03

    Gott kvöld!
    Ef marka má sum komment hér, þá virðist sem þeir sem hafa hæst, hafi enn ekki kveikt á því hvað O.G.S. og hans menn eru að pæla, já eða Manchester United yfirleitt!
    Fyrir ykkur sem ekki vissuð, þá var Stórveldið ekki byggt á einum degi með kaupum á stórstjörnum – vinstri hægri.
    Manchester United hefur alltaf byggt upp sín bestu lið nánast (og stundum alveg) frá grunni á unglingastarfi og snjöllum kaupum í bland.
    Staðan er bara þannig núna að enn og aftur þarf að byrja upp á nýtt… sem er frábært!
    Ég er svo sannfærður um að Ole Gunnar og hans teymi eigi eftir að koma okkar liði á hæsta stall, bara ef þeir fá tíma til. Það á eftir að kosta okkur stuðninsmenn mikla þolinmæði, enda ýmislegt gengið á síðastliðin ár; í leikmannakaupum og bara mórölskum skít.
    Sjáið alla þessa stráka úr ungliðastarfinu sem eru að blómstra!

    Ég segi að eftir 3 ár verðum „við“ meistarar, og svo í mörg ár eftir það!

    Gleymum aldrei hvað Manchester United stendur fyrir

    GGMU <3

    12
  9. 9

    Óskar G Óskarsson says

    26. september, 2019 at 08:35

    Hvaða strákar ur unglingastarfinu eru að blómstra?
    Greenwood hefur komið ágætlega inn.
    Chong og gomes hafa ekkert getað og liklega bara en eitt dæmið um ofmetna leikmenn utaf þeir komu i gegnum unglingastarfið hja okkur.
    Fyrir utan ’92 árganginn þa höfum við ekki verið að búa til marga leikmenn

    6
  10. 10

    gummi says

    26. september, 2019 at 09:10

    Sammála Óskari ef Óli heldur áfram með þetta lið í 3 ár þá verður hann búinn að koma okkur niður í fyrstu deildina

    3
  11. 11

    gummi says

    26. september, 2019 at 09:20

    Enda erum við bara búnir að vinna 4 leiki í deildinni síðan Óli var ráðinn og 3 af þessum sigrum var mjög ósanfærandi

    2
  12. 12

    Helgi P says

    26. september, 2019 at 10:06

    Stærstu mistök Solskjær var að halda Pogba áttum að selja hann og kaupa í staðinn 2 sterka miðjumann

    5
  13. 13

    Tómas says

    26. september, 2019 at 14:35

    Það jákvæða úr þessum leik. Bestu leikmenn í kvöld Greenwood og Tuanzebe. Þetta eru menn sem geta verið að koma annars lagið inn í byrjunarliðið og jafnvel styrkt það. Finnst alveg spurning hvort Tuanzebe sé betri kostur en Lindelöf.

    Það sem er augljóst og neikvætt er að við megum ekki við miklum meiðslum. Ef við verðum áfram óheppnir með þau, gætum við verið að horfa upp á barráttu um að komast í evrópudeildina… ekki meistaradeildina.
    Ef úrslit fara ekki að verða betri. Þá gætum við farið að detta í sömu vítahringi og hafa hrjáð liðið seinustu ár. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, kröfur og öll umræða margfalda neikvæðnina í kringum liðið þegar úrslit eru slæm. Einhver leikmaður er með stæla. Sun og hin ruslblöðin eru alltaf til í að skálda upp skít um United, því united selur. Mikið af leikmönnum eru ungir og spurning hvernig þeir höndla þessa pressu, menn geta farið að verða hreinlega hræddir og hræddir leikmenn spila ekki vel.
    Ole þarf að geta verndað hópinn gagnvart þessu og þjappa þeim saman. Fá þá til að spila eftir plani, Fannst liðið vera gera það í upphafi leiktíðar, maður sá hvað þeir voru að reyna, þó að úrslitin hafi ekki verið góð í öllum þeim leikjum. Í síðustu tveimur hefur þetta verið frekar kaótískt.

    Ætla að vera hóflega bjartsýn fyrir mánudaginn og ætla að spá því að við munum standa okkur tiltölulega vel á móti stórru fjórum í vetur.

    4

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress