• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

United heimsækir AFAS völlinn og mætir AZ Alkmaar

Magnús Þór skrifaði þann 2. október, 2019 | 1 ummæli

Eftir enn einn leikinn sem United skorar einungis 1 mark er komið að annarri umferð riðlakeppnir Evrópudeildarinnar. Mótherjinn að þessi sinni er hollenska liðið AZ Alkmaar þar sem Albert Guðmundsson er meðal leikmanna. AZ hefur byrjað nokkuð vel í Eredivisie en liðið situr í 3. sæti deildarinnar bara einu stigi á eftir toppliðum Ajax og PSV þegar 8 umferðum er lokið.

Kantmaðurinn Albert Guðmundsson hefur leikið 4 leiki sem af er en á enn er ekki enn búinn að skora eða eiga stoðsendingar. Þess má til gamans geta að Louis van Gaal gerði AZ að meisturum tímabilið 2008-2009 og þá var Grétar Rafn Steinsson lykilmaður í liði þeirra.

Embed from Getty Images

Eins og áður kom fram hefur United ekki tekist að skora fleiri en 1 mark frá því að liðið vann Chelsea 4:0 á Old Trafford. Liðið hefur reyndar ekki verið að fá á sig mörg færi hinsvegar en samt nóg til að gera nokkur 1:1 jafntefli. Í fyrsta leik riðilsins mætti Astana í heimsókn á Old Trafford og niðurstaðan var 1:0 sigur sem hefði átt að vera mikið stærri en þetta er United og menn vilja helst ekki skora fleiri mörk í leik.

Embed from Getty Images

Það hjálpar okkar liði ekki að meiðslalistinn er ansi hressilegur fyrir þennan en leik. Á þeim fræga lista eru Paul Pogba, Anthony Martial, Aaron Wan-Bissaka, Tim Fosu-Mensah, Luke Shaw, Ashley Young, Phil Jones og Eric Bailly. Diogo Dalot er tæpur fyrir leikinn en svo virðist að hann verði í hóp. Jákvæðar fréttir eru þær að Tahith Chong og James Garner eru hópnum ásamt Angel Gomes og fyrrnefndum Dalot.

Líklegt byrjunarlið? Mögulega ekki en gaman væri að sjá liðið svona:

22
S.Romero
53
Williams
5
Maguire
2
Lindelöf
38
Tuanzebe
17
Fred
39
McTominay
28
Gomes
8
Mata
21
James
26
Greenwood
Efnisorð: AZ Alkmaar Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    MSD says

    2. október, 2019 at 17:11

    „Eins og áður kom fram hefur United ekki tekist að skora fleiri en 1 mark frá því að liðið vann Chelsea 2:0 á Old Trafford.“ – Sá leikur fór reyndar 4-0.

    Langar að sjá Garner á miðjunni og gefa McTominay hvíld fyrir Newcastle leikinn. Líst að öðru leyti ágætlega á byrjunarliðið. Spurning hvort Rojo fái spilatíma og Lindelöf eða Maguire fái hvíldina.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Karl Garðars um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Robbi Mich um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Newcastle United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress