• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

AZ Alkmaar 0:0 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 3. október, 2019 | 15 ummæli

Þar sem ekkert markvert gerðist í þessum leik þá ætla ég að meta frammistöðu leikmanna liðsins í leik kvöldsins.

Embed from Getty Images

David de Gea átti fínan leik í markinu en það reyndi lítið sem ekkert á hann.

Diago Dalot var fínn og átti nokkra fína spretti fram völlinn og nokkrar fyrirgjafir sem ekkert varð úr því sóknin var United.

Brandon  Williams byrjaði sinn fyrsta aðalliðs leik fyrir Manchester og átti heilt yfir ágætan leik og vonandi að hann fái fleiri tækifæri í fjarveru Luke Shaw.

Victor Lindelöf og Marcus Rojo voru ágætir í hjarta varnarinnar. Það er erftitt að vera rólegur með „brennda brauðið“ inná vellinum en hann sleppur skammarlaust fá þessum leik.

Embed from Getty Images

Nemanja Matic byrjaði í stað Scott McTominay og vera heilt yfir frekar slakur en alls ekki versti leikmaður liðsins í kvöld.

Fred sýndi í kvöld af hverju José Mourinho vildi lítið sem ekkert nota og það rannsóknarefni að Manchester United skuli hafa borgað rúmar 50 milljónir punda fyrir hann. Hann gerir eiginlega ekkert vel.

Juan Mata reyndi að skapa eitthvað í leiknum en hreinlega bara ekki nógu snarpur lengur til að leggja upp færi eða skora mörk þessa dagana.

Angel Gomes fékk að byrja í kvöld vinstra megin í þriggja manna línu fyrir aftan framherjann. Sennilega hefði meira komið út úr honum ef hann hefði verið í stöðunni hans Mata. Samt dýrmæt reynsla fyrir Gomes.

Daniel James og Mason Greenwood skipust á því að vera fremstir eða á hægra vængnum framan af leik en það var engan veginn að virka. Eina færi United kom eftir samspil þeirra reyndar en skot Greenwood var blokkerað af Ron Vlaar miðverði AZ.

Embed from Getty Images

Marcus Rashford kom inná sem varamaður fyrir Daniel James á 63. mínútu en það kom lítið útúr honum eins og venjulega.

Jesse Lingard leysti svo Mason Greenwood af kortéri fyrir leikslok en hann afrekaði það að brenna af í dauðafæri og togna svo aftan í læri.

Scott McTominay var þriðja og síðasta skipting Solskjær í leiknum en hann kom inná fyrir Juan Mata u.þ.b. 10 mínútum fyrir leikslok.

Embed from Getty Images

United átti ekkert skota á rammann í þessum leik og ljóst að sóknarleikur liðsins er algjörlega í rúst og United í rauninni bara heppið með það að AZ náði ekki alveg spila sinn sóknarbolta eins og þeir vilja helst gera.

Manchester United

1
De Gea
53
Williams
16
Rojo
2
Lindelöf
20
Dalot
17
Fred
31
Matic
28
Gomes
8
Mata
21
James
26
Greenwood

Bekkur: Romero, Maguire, Tuanzebe, McTominay, Lingard, Chong, Rashford.

AZ

1
Bizot
15
Wijndal
30
Wuytens
4
Vlaar
26
Sugawara
8
Koopmeiners
10
De Wit
6
Midstsjø
11
Idrissi
9
Boadu
7
Stengs

Bekkur: De Boer, Hatzidiakos, Ouqejan, Druijf, Aboukhlal, Clasie, Reijnders.

Efnisorð: AZ Alkmaar Leikskýrsla Leikskýrslur Liðsuppstilling 15

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni Ellertsson says

    3. október, 2019 at 17:21

    Meðalmennskulið, ekki til neinna afreka, óharðnaðir unglingar í bland við reynslu mikla menn á síðustu metrunum. En það er allt í lagi að kenna vellinum um fyrirfram, hef heyrt verri afsökun, en það er líka hægt að mæta til leiks og taka leikinn alvarlega, sýnist lítið að frétta fyrstu 20. Vonandi hressast menn annars verður þetta basl og fum.

    2
  2. 2

    gummi says

    3. október, 2019 at 17:39

    Það er orðið leiðinnlegra að horfa á liðið í dag en þegar Móri var með liðið og það á ekki að vera hægt

    7
  3. 3

    Georg says

    3. október, 2019 at 17:54

    Er hægt að horfa á fótbolta og finna fyrir sársauka? Kjúlingarnir í AZ eru mun sprækari en okkar…mun sprækari…spila sig úr pressu og taka andstæðinginn á….Okkar menn….um leið og andstæðingur mætir í pressu er boltinn farinn á tilbaka, uppá kant eða beint á markmann.

    2
  4. 4

    MSD says

    3. október, 2019 at 18:17

    Hvernig í fjandanum gat Fred kostað 50m punda??? Hann getur ekki hitt samherja! Mata og Matic með klassíska frammistöðu eldri manna. Væru eflaust flottir í góðgerðaleikjum leikmanna sem hafa lagt skóna á hilluna.

    6
  5. 5

    Omar says

    3. október, 2019 at 18:33

    Ég fatta bara ekki Fred, hvaða staða á vellinum ætli henti honum best? Virðist vera fyrirmunað að senda einfaldar sendingar og er lítið skapandi. Hittir boltann ekkert allt of vel þegar hann tekur í gikkinn. Þá er hann of lítill, aumur og seinn til að vera aftarlega á vellinum.
    Ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt víti á hann fyrir heimskulegt peysutog.

    4
  6. 6

    Rúnar Þór says

    3. október, 2019 at 18:47

    0 skot á mark vs AZ, ég endurtek 0 skot á markið, eina sem ég hef að segja

    5
  7. 7

    Bjarni Ellertsson says

    3. október, 2019 at 18:59

    Tímaeyðsla, áttum skilið að tapa og það hefði ekki verið ósanngjarnt 3 núll. Þó gerðar voru margar breytingar þá er frammistaða flestra leikmanna til skammar. Átakanlegt að sjá fótavinnu vinstri fatlafólanna M, M og F. Kemur akkúrat ekkert útúr þeim og þá gef ég þeim þumalinn niður. Hinir ungu notuðu ekki tækifærið sem þeir fengu nema kannski eru þeir bara ekkert betri en þetta.

    4
  8. 8

    Ingvar says

    3. október, 2019 at 21:11

    Ótrúlega rómó hugmyndarfræði hjá Óla mínum, fylla liðið að bretum, helst á grunnskólaaldri, algjört aukaatriði að þeir geti eitthvað í fótbolta, lykilatriði að þeir hafi verið með United plakat hengt upp í herberginu sínu frá því að þeir voru pollar.

    Hjúkket að við keyptum ekki þennan aula Bruno Fernandes, þá værum við laglega illa settir…

    11
  9. 9

    gummi says

    3. október, 2019 at 22:37

    Solskjær er bara ekki ná neitt út úr hópnum sem við erum með það skiftir eingu hverjir eru inná vellinum þess vegna verðum við að skipta um stjóra því fyrr því betra

    2
  10. 10

    Timbo says

    4. október, 2019 at 00:03

    Enn eina masterpiece frammistaðan hjá tindátum Glazer’s. Þökk sem þeim þá er vörumerkið að trend-a í áttina að myspace. Mín heitasta ósk er að þeir þekki sinn vitjunartíma betur en Mike Ashley.

    Hvað sem gerist þá slær United hjartað alltaf jafn fast og ég mun alltaf horfa á leikina.

    5
  11. 11

    MSD says

    4. október, 2019 at 08:05

    Mér finnst magnað að í dag þá er ekkert verið að mótmæla Glazer-unum. Þegar Ferguson var enn með liðið var risa campaign í gangi gegn þeim, green and gold campaign. Engu að síður var liðið enn að vinna titla, reyndar má sennilega þakka Ferguson fyrir það. En maður hefði haldið að einmitt núna þegar Ed Woodward og félagar fara í gegnum hvern stjórann á fætur öðrum, engin almennileg stefna í kaupum undanfarin ár, einblínt á hagnaðartölur í rekstri og sú staðreynd falin að eigendurnir taka reglulega út stórar fjárhæðir úr klúbbnum, að núna loksins myndi fólk rísa almennilega upp á afturlappirnar og sýna þeim í tvo heimana.

    4
  12. 12

    Jón B says

    4. október, 2019 at 10:28

    Verð að segja að þessi leikskýrsla lýsir leiknum bara nokkuð vel 😊.

    1
  13. 13

    Audunn says

    4. október, 2019 at 12:48

    Það skiptir engu máli hversu margir mótmæla Glazer liðinu því ekki mun frammistaða leikmanna á vellinum skána við það.
    Ég minni á að Glazer liðið hefur eytt um 900 milj punda í leikmenn síðan Fergusin hætti… 900 milj punda takk fyrir.. Það er alveg daggóður slatti og rúmlega það. Það er búið að fara alveg hrikalega ílla með peninga á þessum bæ undanfarin ár, skelfileg kaup á mönnum sem ekkert virðast geta fyrir utan nokkra leikmenn.
    En hvað er Ole að reyna að gera með þetta lið? Það er mér fyrirmunað að skilja.
    Það er ekki heil brú í spili liðsins né vali hans á liðinu.
    Þjálfaraliðið virðist algjörlega rænulaust með öllu, það væri gaman að horfa á eina æfingu með þessu liði bara til að sjá hvað þeir eru að gera á æfingarsvæðinu, ég neita að trúa að það sé eitthvað sem tengist fótbolta.
    Er enginn í þessu þjálfarateymi sem getur t.d útskýrt fyrir Rashford að hann þurfi ekki alltaf að skjóta á markið hvar sem hann er á vellinum? Ég er viss um að hann myndi reyna að skora úr innkasti tæki hann þau líka. Hann fær endalaust að taka aukaspyrnur út á vellinum og eina hættan sem skapast við þær er fyrir fuglalíf og flugumferð í kringum þá velli sem United spilar. Æfa menn ekki skot í þessu liði? Æfa menn ekki horn, aðrar útfærslur á föstum atriðum en að miða á flugvélar? Er ekkert æft alla vikuna?
    Ég spái því að eftir 2 ár verði Rashford í mesta lagi varamaður í þessu liði, jafnvel kominn yfir í Newcastle eða Hull.
    Það þarf svo ekki að nefna menn eins og Mata, Matic, Young, Lingard, Fred og Lindelof svo einhverjir séu nefndir. Þessir menn hafa ekki getað neitt það sem af er þessu tímabili.. EKKERT..
    Og Rashford er allt í einu farinn að halda að hann sé aðal spaðinn í liðinu….. Þetta er hlægilegt…
    og þrátt fyrir að liðið geti ekki rass leik eftir leik þá er þjálfarinn alveg í skýunum með leikmenn liðsins, þeir eru alltaf að spila frábærlega og þar eftir götunum.. Algjört djók sem þetta er orðið.
    United var sirkus undir stjórn Móra en í dag er það orðið eins og gamall síðutogari án skipstjóra á leið langt upp í fjöru.
    Eitt stig út úr næstu tveimur leikjum gegn Newcastle og Liverpool og Ole verður rekinn.. það bara getur ekki annað verið. Annars mun liðið í bestafalli enda í 12 sæti.

    5
  14. 14

    Bjarni Ellertsson says

    4. október, 2019 at 14:33

    Já það er rétta orðið, hlægilegt, @Audunn. Sé okkur ekki krafla okkur uppúr þessari holu á þessu tímabili þó innst inni voni það besta, því gæði leikmanna eru ekki fyrir hendi, alltof margir farþegar eða egoistar og stjórinn + aðstoðarmenn greinilega of linir að taka á þeim. Má ekkert í dag? Heyrst hefur um einhverja hárblásara af gamla skólanum frá nojaranum en greinilegt er að það skilar sér ekki í leikmannahópinn. Eru kannski best að kalla þetta vindhviður eða suð á meðan leikmenn telja peninga í huganum á kostnað eigin metnaðs. Hér áður fyrr fundu menn fyrir því ef það gekk illa og komu með allt annað hugarfar í næsta leik enda voru innan liðsins leikmenn með sigurvilja og metnað sem smitaði útfrá sér innan liðsins. Í dag höfum við ekki þessa einstakling, því miður, enginn þorir eða getur stigið upp, af hverju á ég að fórna mér og hlaupa meira ef enginn annar gerir það syndrúmið. En þetta er liðið sem boðið er uppá í dag og ekkert við því að gera annað en að bíða „spenntur“ fyrir næsta leik með von í brjósti að Eyjólfur hressist. Annars brenni ég treyjuna :)
    GGMU

    2
  15. 15

    Erlingur says

    4. október, 2019 at 21:13

    Það ætti að athuga í leiknum á móti Newcastle að láta Fred spila falska 9

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Theodór um Fyrsta lið vetrarins!
  • Snjómaðurinn ógurlegi um Fyrsta lið vetrarins!
  • Arni um Fyrsta lið vetrarins!

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress