• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Nýliðar Norwich sóttir heim

Björn Friðgeir skrifaði þann 26. október, 2019 | 5 ummæli

Eftir fyrsta útisigurinn síðan kvöldið góða í París er United aftur á útivelli og nú eru það nýliðar Norwich sem verða heimsóttir.

Vandamálið er samt augljóst þegar úrslitin í haust eru skoruð: United virðist fyrirmunað að skora fleiri en eitt mark í leik. Þegar Ole tók við og fram að leiknum í París var bent á að United væri að nýta færi sín betur en búast mætti við, skoruð mörk voru mun fleiri en vænt mörk (xG) en þetta tímabil hefur það verið að snúast við og nú er svo komið að United er ekki að skora eins mikið og búast mætti við.

Þannig að þó liðið sé ekki að skora þá er það í það minnsta farið að skapa aðeins meira af færum og það er vonandi að það boðið betri tíma.

Leikurinn á morgun er sá fyrsti í röð fimm leikja sem ættu, ef allt væri með felldu að vinnast, þrír á móti nýliðum í deildinni, Bournemouth á útivelli, sem er vissulega ekki gefins jafnvel í betra árferði, og Brighton heima. Það er ef til vill álög og óhappa að hugsa svona en ef þessir fimm leikir myndu vinnast, ásamt með þokkalegum leik gegn Chelsea í deildarbikarnum og Partizan heima þá gætum við verið að horfa á breytta ímynd þegar United tekur á móti Tottenham 4. desember.

En til þess þarf liðið að gera betur en hingað til og vonandi að meiðslavandræðin fari aðeins að réna. Heill Tony Martial getur verið lykilatriði á morgun þegar í liði andstæðinganna er framherji sem skaut sér á baksíður blaðanna í haust.

Embed from Getty Images

Teemu Pukki er 29 ára Finni sem hefur þvælst víða um Evrópu og skorað mismikið en fór svo í tvö ár til Danmerkur og skoraði duglega fyrir Brøndby. Þá tók Norwich sénsinn og í fyrra skoraði hann 29 mörk í 43 deildarleikjum. Hann hélt uppteknum hætti í haust og skoraði fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum og skoraði svo og  lagði upp mark í sigri á Manchester City.

Hann hefur samt eitthvað slakað á í síðustu leikjum, ekki skorað í fjórum leikjum í deild, og Norwich hefur aðeins skorað eitt mark og það var í 5-1 tapi gegn Villa. Það lítur því út fyrir að ef United stöðvar Pukki þá stöðva þeir Norwich.

Lið Norwich verður eitthvað á þessa leið:

Krul
Lewis
Amadou
Godfrey
Aarons
Cantwell
Leitner
Tettey
McLean
Buendía
Pukki

og ef þú þekkir aðra þarna en Tim Krul og Pukki þá ertu Norwich stuðningsmaður, flestir þessara leikmanna hafa verið hjá Norwich undanfarin ár og liðið sem kom þeim upp er að mestu óbreytt. Norwich eyddi um 3,5 milljónum punda í sumar og mest af því var greiðsla fyrir markmanninn Ralf Führmann sem kom á láni en er meiddur.

United

David de Gea fékk að hvíla sig heima þegar liðið fór til Serbíu en veðrur í markinu á morgun. Paul Pogba verður hins vegar ekki í liðinu. Eitthvað er talað um að Shaw og Matić gætu verið orðnir heilir en ég verð bara þó nokkuð fúll ef Brandon Williams fær ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á fimmtudaginn.

1
De Gea
53
Williams
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
15
Pereira
10
Rashford
9
Martial
21
James

Ég veit það er kannske óþarfa bjartsýni en mér finnst að þetta lið eigi að klára leikinn vel. Eftir meiðslavandræði erum við að nálgast aftur bestu uppstillinguna og það væri mikilvæg byrjun á því að rífa liðið í gang.

Leikurinn er kl 16:30 á morgun! ATH UPPFÆRT, klukkan breytist í Evrópu í nótt

 

 

Efnisorð: Brandon Williams Teemu Pukki Upphitun 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Arnar says

    26. október, 2019 at 12:18

    Ole segir að „We’ll need to be at our best to have a chance“. Er þetta eitthvað grín? Ole er alltof lítill í þetta hlutverk, hann mun skála í kampavíni ef United nær stigi á morgun.

    5
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    27. október, 2019 at 05:06

    Getur samt ekki sagt hann hafi rangt fyrir sér… :(

    2
  3. 3

    gummi says

    27. október, 2019 at 09:35

    Ef þessi leikur tapast þá verður Solkjær að fara

    3
  4. 4

    Audunn says

    27. október, 2019 at 12:31

    Það kemur ekkert annað en sigur til greina í þessum leik.
    Takist það ekki þá er United komið í mjög mjög vond mál.
    Ég velti fyrir mér muninn á milli Frank Lampard og Brendan Rodgers annars vegar og Ole Gunnar hinsvegar.
    Það er stór munur á því hvernig hinum hefur tekist á stuttum tíma að setja sinn stimpil á sín lið með mjög góðum árangri á meðan United heldur áfram að ströggla undir stjórn Ole Gunnar og engin sjáanlegur munur á liðinu núna og þegar hann tók fyrst við.
    Ég velti því fyrir mér hvort Ole eigi virkilega marga sénsa eftir inni og hvort hann sé í alvöru búinn að sýna fram á að hann sé rétti maðurinn í þetta verkefni.
    Liðið hefur ekki sýnt fram á að það sé á réttri braut né að spilamennskan sé að batna frá leik til leiks.

    3
  5. 5

    Karl Garðars says

    27. október, 2019 at 16:18

    Innkaupin hafa stórbatnað. Ég myndi segja að það væri ágætis byrjun.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Crystal Palace 1:0 Manchester United
  • Helgi P um Crystal Palace 1:0 Manchester United
  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress