• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Evrópudeildin heldur áfram

Halldór Marteins skrifaði þann 6. nóvember, 2019 | Engin ummæli

Eftir fjóra útileiki í röð (í öllum keppnum) fáum við loksins aftur heimaleik. Það er Evrópudeildin og Partizan frá Belgrad kemur í heimsókn. United hefur ekkert verið að spila glimrandi skemmtilegan bolta í þessari keppni en árangursríkan að því leyti að liðið hefur ekki enn fengið á sig mark og er efst í sínum riðli.

Leikurinn hefst kl. 20:00 annað kvöld, fimmtudaginn 7. nóvember. Dómari leiksins verður Mattias Gestranius frá Finnlandi.

Manchester United

Manchester United er ekki í sérstaklega góðum málum í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana, er í 10. sæti eftir 11 umferðir og topp 4 virðist ansi fjarlægur draumur eins og staðan er núna.

En í L-riðlinum í Evrópudeildinni er topp 4 sko alls ekkert vandamál fyrir Manchester United. Gott betur en það, topp 1 er það sem liðið er að berjast um núna og toppsætið er okkar eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Manchester United hefur fengið hámarksfjölda stiga úr mörkunum sínum, aðeins skorað 2 mörk en náð í 7 stig með þeim. Það helgast af því að liðið hefur haldið hreinu í öllum leikjunum til þessa. Solskjær hefur verið að rótera mikið á mönnum í þessum leikjum, þar á meðal í varnarlínunni, en samt hefur hún verið verulega solid í leikjunum hingað til.

Embed from Getty Images

Það munar auðvitað miklu um það að hafa besta varamarkmann á Bretlandseyjunum, argentínska erkisnillinginn Sergio „clean sheet“ Romero, til taks fyrir svona aukaverkefni. Hann lokaði markinu í 2 leikjum og de Gea í einum.

Það er slatti af meiðslum í gangi, eins og hefur verið allt tímabilið, og ósennilegt að neinn þeirra snúi aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Að auki þarf sennilega að hvíla Victor Lindelöf sem hefur verið að glíma við bakverki en spilað í gegnum þá.

Ashley Young verður í banni í næsta deildarleik svo það er spurning hvort Solskjær hvíli Williams fyrir helgina eða spili honum til að ná honum heitari. Ég ætla að segja að byrjunarliðið gæti verið í þessa áttina:

22
Romero
18
Young
16
Rojo
4
Jones
29
Wan-Bissaka
37
Garner
39
McTominay
9
Martial
15
Pereira
8
Mata
26
Greenwood

Annars er þetta ákveðin rúlletta, hverjir verða hvíldir og hverjir fá mínútur. Hvernig haldið þið að byrjunarliðið verði og hvernig væri ykkar óskabyrjunarlið?

Partizan

FK Partizan frá Belgrad er nafn sem flest knattspyrnuáhugafólk ætti að kannast við. Rótgróið félag í Evrópuboltanum og margfaldir landsmeistarar í gömlu Júgóslavíu, Serbíu&Svartfjallalandi og síðar Serbíu.

Þessa dagana er Partizan í fjórða sæti efstu deildarinnar í Serbíu, eftir 9 sigra, 2 jafntefli og 3 töp í fyrstu 14 leikjunum. Nágrannar þeirra í Rauðu stjörnunni eru öruggir í efsta sæti deildarinnar, 10 stigum á undan Partizan.

Partizan er í 3. sæti L-riðilsins í Evrópudeildinni, eftir 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap. Liðið byrjaði á 2-2 jafntefli á heimavelli gegn AZ, vann svo Astana 1-2 á útivelli og tapaði síðan 0-1 á heimavelli gegn okkar mönnum.

Embed from Getty Images

Tveir leikmenn hafa séð um að skora þessi 4 mörk fyrir Partizan. Í fyrsta leiknum skoraði Bibras Natkho bæði mörkin, annað þeirra úr víti. En í leiknum gegn Astana skoraði Umar Sadiq bæði mörkin, hvorugt þeirra úr víti.

Partizan virðist ekki vera að glíma við mikið af meiðslum. Eina sem ég gat fundið var að Lazar Markovic er meiddur. Hann hefur hins vegar bara spilað 20 mínútur samtals, dreift yfir tvo leiki, í Evrópudeildinni með Partizan svo hans verður líklega ekki saknað.

Hér er líklegt byrjunarlið þeirra:

88
Stojkovic
72
Urosevic
3
Pavlovic
23
Ostojic
73
Miletic
16
Zdjelar
6
Natkho
11
Asano
20
Soumah
7
Tosic
9
Sadiq

Ef einhver hefur aðra kenningu um byrjunarlið Partizan þá má endilega henda því inn hér að neðan.

Dómarinn

Dómarinn Mattias Gestranius kemur frá Pargas í Finnlandi og fæddist þar 7. júní 1978. Hann hefur dæmt fótboltaleiki frá árinu 1996, byrjaði að dæma í efstu deild í Finnlandi 2006 og varð alþjóðlegur FIFA-dómari árið 2009. Hann hefur dæmt 27 leiki í Evrópudeildinni og samtals 52 leiki í Evrópukeppnum á vegum UEFA.

Embed from Getty Images

Með Gestranius verða Jan-Peter Aravirta og Mikko Alakare sem aðstoðardómarar. Ville Nevalainen verður svo fjórði dómari.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress