• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Hvaða Manchester United mætir til leiks gegn Brighton?

Magnús Þór skrifaði þann 9. nóvember, 2019 | 2 ummæli

Eftir röð útisigra kom loks tap gegn Bournemouth í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á fimmtudaginn vann United síðan töluvert öruggan 3:0 sigur gegn Partizan sem hefði getað orðið stærri en nægði þó til að tryggja sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það jákvæðasta við þann leik var að allir framherjar leiksins skoruðu mörk. Þetta tímabil hefur markast af rosalega ójafnri spilamennsku, töpum leikjum gegn liðum sem eiga að vinnast og sigrum gegn Chelsea og fínni frammistöðu gegn Liverpool. Fyrir þessa umferð situr United í 10.sæti og Brighton sæti ofar. Vinnist þessi leikur og önnur úrslit verða hagstæð getum við séð liðið hoppa uppí 6. sætið alræmda.

Embed from Getty Images

Miðað við hvernig síðasta tímabil endaði þá bjuggust margir við því að Brighton myndi vera daðra við botnsætið og í það minnsta vera í fallbaráttu en hingað til hefur liðið gert nóg til að vera um miðja deildina. Munurinn á United og Brighton eru 2 stig.

Embed from Getty Images

Scott McTominay, Harry Maguire eru spurningarmerki en þeir urðu báðir fyrir hnjaski í leiknum gegn Partizan. Victor Lindelöf var ekki með í þeim leik sökum bakmeiðsla en gæti byrjað á morgun. Ashley Young verður í leikbanni og stóra spurningin er hvort við munum sjá Brandon Williams eða Marcos Rojo í vinstri bakverðinum.

Líklegt byrjunarlið:

1
de Gea
53
Williams
16
Rojo
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
15
Pereira
21
James
9
Martial
Efnisorð: Brighton Upphitun 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Audunn says

    9. nóvember, 2019 at 18:52

    Er að horfa á Leicester vs Arsenal þar sem staðan er 0-0 eftir 50 mín.
    Leicester búið að vera miklu betra liðið og það verður að viðurkennast að Brendan Rodgers er búinn að gera magnaða hluti með þetta lið á ótrúlega stuttum tíma burt séð frá því hvernig þessi leikur endar.
    Finnst taktíkin hans spot on.
    En það er ekki ástæðan fyrir því að ég er að koma inná þennan leik.
    Það sem er með lífsins ólíkindum er sú staðreynd að United keypti ekki Tielemans í sumar.
    Það er eitthvað sem ætti að rannsaka.
    Það voru margir sem kölluðu eftir því. Hann er á frábærum aldri og kostaði klínk miðað við hvernig markaðurinn er í dag.
    Það er mjög sjaldgæft að annar eins gæða leikmaður er falur á svo góðu verði.
    Hann hefði heldur betur gert miðju Manchester United miklu betri.
    Reyndar eru 3-4 leikmenn í þessu Leicester liði sem myndu gera Manchester United að betra liði.

    4
  2. 2

    guðmundur Helgi says

    9. nóvember, 2019 at 20:40

    Alveg rett Tielemans er frabær leikmaður sem var magnaður i leikjum anderlect gegn man utd arið sem evropubikarinn vannst,gat ekki skilið þa akvorðun að kaupa hann ekki.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Karl Garðars um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Robbi Mich um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Newcastle United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress