• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Everton

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 15. desember, 2019 | 16 ummæli

Í dag tók Old Trafford á móti Duncan Ferguson og lærisveinum hans í Everton en bæði lið hafa verið að glíma við þónokkur meiðsli og

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
14
Lingard
21
James
9
Martial

Á bekknum eru svo þeir Sergio Romero, Juan Mata, Ashley Young, Mason Greenwood, Andreas Pereira, Brandon Williams og Alex Tuanzebe.

Pickford
Holgate
Mina
Keane
Digne
Iwobi
Davies
Bernard
Coleman
Richarlison
Calvert-Lewin

Bekkurinn: Stekelenburg, Baines, Tosun, Niasse, Kean, Martina og Gordon.

Veikindi héldu bæði Gylfa Þór Sigurðssyni og Sidibé heima í dag og því var Duncan Ferguson neyddur til að breyta liði sínu rétt fyrir leik.

Leikurinn byrjaði skemmtilega, Anthony Martial fékk boltann á vinstri vængnum og kom boltanum á Fred sem bar boltann inn í teiginn. Þar barst boltinn á afmælisbarnið Jesse Lingard sem snéri með bakið í markið en snéri sér í skotinu en boltinn rétt framhjá markinu eftir aðeins 17 sek.

Embed from Getty Images

Hinu meginn á vellinum kom fyrsta færi gestanna einungis örfáum sekúndum síðar þegar de Gea þurfti að hafa sig allan við að blaka fyrirgjöf sem stefndi í vinkilinn yfir markið en meiddist um leið er hann lenti á stönginni. Kröftugar upphafssekúndur sem kveiktu verulega upp í áhorfendum.

Næsta hættulega færi kom á tíundu mínútu þegar ekkert virtist vera í gangi hjá Victor Lindelöf ákvað sá sænski að húrra boltanum inn fyrir vörn Everton þar sem Rashford komst í ágætis skotfæri en boltinn fór framhjá markinu.

Strax í kjölfarið fékk Daniel James stungusendingu inn fyrir vörnina og Pickford hikaði og kom ekki út á móti en laust skot hans rúllaði framhjá markinu.

Embed from Getty Images

Enn eitt áfallið fyrir Everton kom á 23. mínútu þegar Lucas Digne gaf merki um að hann þyrfti skiptingu. Í hans stað kom hinn reynslumikli og 35 ára gamli Leighton Baines sem hafði fram að þessu einungis spila átta mínútur í deildinni. Erfiðar sjötíu mínútur fyrir hann framundan gegn Daniel James.

Innan skamms fengu rauðu djöflarnir svo aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að Tom Davies hafði brotið á Scott McTominay eftir frábæra móttöku skotans. Úr spyrnunni kom fast skot frá Rashford, en aðeins of nálægt Pickford sem náði að koma hönd á boltann.

Embed from Getty Images

Þegar hér var komið við sögu hafði United verið með boltann yfir 70% af leiknum en okkar menn hafa hingað til ekki staðið sig neitt húrrandi vel í þeim viðureignum sem við höfum haft svo mikið af boltanum.

https://twitter.com/utdarena/status/1206220384074420229

Skömmu síðar fengu Everton hornspyrnu þar sem Calvert-Lewin náði að trufla David de Gea þegar sá spænski kom út úr búrinu og boltinn fór yfir allan pakkann og endaði í Lindelöf og þaðan í netið. VARsjáin skoðaði atvikið en komst að þeirri niðurstöðu að Calvert-Lewin hefði ekki brotið á markverðinum og markið stóð. 0-1 og Duncan Ferguson fagnaði eins og enginn væri morgundagurinn.

Síðari hálfleikur

Fred átti fyrsta hættulega tækifærið í síðari hálfleik þegar boltinn datt fyrir framan hann í d boganum en skot hans yfir.  Aftur fengu heimamenn hættulegt færi þegar Martial sótti aukaspyrnu út við hornfánann en Harry Maguire vantaði svona 7 cm í viðbót til þess að ná fyrirgjöfinni.

Sama sagan virtist vera að endurtaka sig, United meira með boltann en ekki að nýta sér það og fá færi sem sköpuðust.

Embed from Getty Images

Eftir um klukkustundarleik  komst United í sókn þar sem Luke Shaw átti þrumuskot að marki sem Pickford sló út í teig fyrir framan Daniel James sem hamraði boltann í andlitið á Lingard. Ekki beint afmælisgjöfin sem hann átti von á. En eftir það fór Lingard útaf og inn á í hans stað kom Mason Greenwood þegar um 25 mínútur voru eftir.

Á 70. mínútu fengu United hornspyrnu sem endaði með skoti frá sjálfum Lindelöf en skot hans með vinstri fætinum var hársbreidd frá því að enda í netinu. Mikil pressa frá United þessa stundina en enn og aftur ekki mikil hætta sem henni fylgdi. Þó líflegra en í fyrri hálfleik.

Embed from Getty Images

Það var hreinlega EKKERT sem leit út fyrir að United væri að nálgast jöfnunarmarkið þegar James sendi á Greenwood rétt fyrir utan teiginn. Sá ungi smellti boltanum milli lappa varnarmanns og alveg út við stöngina og Pickford átti ekki möguleika á að verja. 1-1 og vonarneistinn kviknaði á ný.

Gestirnir fengu þó nokkur færi en Aaron wan-Bissaka átti enn og aftur stórleik og var með Richarlison í vasanum á lokamínútunum. Alex Iwobi átti svo skot sem de Gea þurfti að hafa sig allan við og varði í horn.

Embed from Getty Images

Næsta skipting hjá United kom þegar um fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en þá fór Daniel James útaf fyrir spænska töframanninn Juan Mata. Everton menn sigldu þessu svo þægilega í höfn enda búnir að tefja síðasta hálftímann rúmlega.

1-1 var niðurstaðan og alls ekki glæsilegur leikur frá okkar mönnum. Þó að Ole Gunnar Solskjær hafi gert 9 breytingar á liðinu í vikunni var ekki að sjá að menn væru óþreyttir og tilbúnir í 90 mínútna slag. Fred og McTominay virkuðu þreytulegir síðustu tuttugu mínúturnar, James og Rashford voru langt frá sínu besta og þá átti Lingard ekki góðan dag.

Embed from Getty Images

Það var rólegt yfir Mason Greenwood fram að markinu hans en hann hefur núna skorað þrjú mörk úr síðustu fjórum skotum sínum. Wan-Bissaka var stórkostlegur að vanda og hélt Richarlison í skefjum allan leikinn. De Gea sinnti öllu sínu en leit ekki vel út í markinu en spurning hvort annar dómari hefði dæmt brot á Calvert-Lewin þegar sá síðarnefndi slengdi höndinni í andlitið á spánverjanum.

Engu að síður heldur Evrópugrýlan áfram að hrella okkur. Það virðist vera ómögulegt fyrir United að sigra eftir evrópuleik í miðri viku. Þá eigum við einnig erfitt með lið sem ætla sér að verjast og beita skyndisóknum.

Embed from Getty Images

Það er sama rulla enn og aftur, okkur vantar skapandi miðjumann með töfra einmitt í svona leiki og framherja sem býður upp á aðra eiginleika fyrir framan markið en Martial og Rashford bjóða upp á. Erling Braut Håland og James Maddison í janúar? Ólíklegt en hver veit, það vantar í það minnsta einstaklinga með svipaða hæfileika.

Embed from Getty Images

Næsti leikur er bikarleikur gegn Colchester á miðvikudaginn en næsti deildarleikur er gegn neðsta liðinu, Watford, en þeir virðast ekki fyrir sitt litla líf geta unnið fótboltaleik og sitja á botninum með 9 stig. Það verða því mikil vonbrigði ef 3 stig skila sér ekki af Vicarage Road.

 

16

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    gummi says

    15. desember, 2019 at 15:20

    Ef þessi leikur tapast þá verðum við með 24 stig eftir 17
    leiki sem er ömurlegur árangur

    4
  2. 2

    Auðunn says

    15. desember, 2019 at 15:57

    Virkilega léleg frammistaða.. bara hræðileg.
    Þetta lið slær mann beint niður á jörðina um leið og maður verður spenntur og bjartsýnn..
    Þessi leikur var algjör skita.

    1
  3. 3

    Bjarni Ellertsson says

    15. desember, 2019 at 16:17

    Uppskeran er eins og til var sáð. Stöðugleikinn er ekki mikill í spili liðsins né í einstaka leikmönnum og þar af leiðir eiga menn erfitt með að rífa sig upp af rassgatinu nema þá helst til bjarga sér fyrir horn. Þetta hefur loðað við liðið í vetur og við þurfum að sætta okkur við það eins og er. Uns nýir leikmenn bætast í hópinn munum við sjá fleiri svona úrslit.

    1
  4. 4

    Sindri says

    15. desember, 2019 at 16:28

    Ekki góð úrslit.
    Tel að svona leikur hefði tapast í sept.-okt.
    Erum stigi nær 4. sætinu en í gær.
    GGMU

    1
  5. 5

    gudmundurhelgi says

    15. desember, 2019 at 17:09

    Sja þessa hormulegu dekkingu i horninu, og ekki i fyrsta skifti i vetur sem þetta gerist.

    2
  6. 6

    gudmundurhelgi says

    15. desember, 2019 at 17:10

    Menn verða að læra að dekka sina menn.

    2
  7. 7

    MSD says

    15. desember, 2019 at 19:02

    Mér fannst þetta mark nú alveg vera á grensunni að vera löglegt. Hann stekkur með höndina á undan sér inn í andlitið á De Gea. En hverju sem því líður þá eigum við að vinna þetta Everton lið á heimavelli. Mér fannst lítið koma út úr Martial og einmitt í svona leikjum erum við bara ekki með neina spennandi kosti á bekknum. Greenwood átti flotta innkomu í staðinn fyrir Lingard. Þessi strákur er algjör slúttari. En áfram gakk. Næsti leikur er gegn Watford á meðan Chelsea og Tottenham mætast innbyrðis. Við gætum minnkað bilið í 4. sætið enn frekar þá.

    6
  8. 8

    Hjöri says

    15. desember, 2019 at 19:11

    Sá ekki leikinn (enda horfi lítið á leiki með liðinu alltof stressandi) en það er talað um að liðið hafi verið lélegt, þá hljóta mótherjarnir að hafa verið arfaslakir, ef okkar menn hafa verið 70% með boltann. Miðað við að lesa umfjöllunina þá vantar að menn hitti markið. Held það verði ekkert gefið að vinna næsta deildarleik, ekki hefur þeim gengið vel með lakari liðin.

    0
  9. 9

    Karl Garðars says

    15. desember, 2019 at 20:06

    Það hefði alveg verið hægt að dæma þetta mark af en það breytir því ekki að DDG var allt of linur í þessu og Lindelof of mikill sauður og N.b. hann náði næstum tvennu í eigið net.
    Að öðru leiti fannst mér þeir félagar í vörninni ágætir, AVB var algjörlega frábær varnarlega og reyndi eitthvað fram á við en Shaw var húðlatur lengst af en skilaði varnarhlutverkinu nokkurn veginn.
    McT og Fred voru almennt séð þokkalegir en Lingard alveg hreint skelfilegur sem er að mínu mati orsökin fyrir því að Rashford og Martial sáust varla fyrr en Greenwood kom inn á.
    Nú veit ég að Halldór verður ekki ánægður með mig en Lingard er ekki byrjunarliðsmaður í liði sem ætlar sér stóra hluti, þarna vantar sárlega Pogba.
    Svo skil ég bara ekki af hverju Williams var ekki settur inn fljótlega upp úr hálfleik til að hrella coleman fyrst að shaw nennti því ekki.
    Mata skiptingin var svo til að kóróna hörmungardag hjá þjálfaraliðinu sem sátu límdir upp í stúku á meðan Big Duncan stóð á skyrtunni og gargaði sína menn áfram í ausandi rigningu.

    Það er erfitt að sjá ljósa punkta eftir svona leik en maður þó hreinlega ljómaði í hvert skipti sem AVB fleygði sér í tæklingu, Fred elti bolta út um allan völl og svo þegar Greenwood skoraði enn eitt glæsimarkið.

    4
  10. 10

    Tómas says

    15. desember, 2019 at 20:16

    Þetta er ólöglegt mark sem Everton skorar. Hryllilega pirrandi.
    Síðan hvenær hefur það ekki verið brot þegar hoppað er inn í markmann, með hendina í andlitið á honum inn í markteig?!
    Mér er alveg sama þó að PL hafi útskýrt þetta. Munum sjá dæmt á sams konar eða léttvægara atvik líklega bara í næstu viku.
    Við þurfum meira frá t.d. Martial. Kaupa einhvern virkilega skapandi á miðjuna.
    Það jákvæða Greenwood er líklega einn sá efnilegasti í heiminum.

    2
  11. 11

    Auðunn says

    15. desember, 2019 at 21:44

    Þurfum að fá miklu meira út úr Martial, maður fer að gefast upp á honum. Ég batt miklar vonir við hann en hann er engan veginn að standa undir þeim.
    Rashford verður líka að fara að læra strax að hann þarf ekki að skjóta á markið alltaf í öllum stöðum á vellinum. Hann er djöf gráðugur stundum.
    Linderlof er líka veikur hlekkur í varnar keðjunni. Allt of mistækur og ótraustur leikmaður.

    4
  12. 12

    Björn Friðgeir says

    16. desember, 2019 at 03:51

    Ég hef engar áhyggjur af stöðum Rashford (sem mun eiga vinstri kantinn) eða Greenwood ef Erling kemur. Martial verður sá sem víkur.

    5
  13. 13

    Heiðar says

    16. desember, 2019 at 08:24

    Menn tala um Maddison hér ofar. Er ekki mun líklegra að Christian Eriksen komi í ljósi þess að hann er að verða samningslaus? Annars er ég ekkert alltof spenntur fyrir Eriksen. Ef hann væri rétti maðurinn til að vera allt í öllu hjá United væru Tottenham væntanlega að reyna meira til að halda honum.
    Maðurinn sem vantar í þetta lið er Son! Getið ímyndað ykkur ef hann hefði verið í stöðu Lingards í dag.
    Það er skrifað í skýin að Haaland komi til Manchester United. Hann mun veita Marital harða samkeppni en mér finnst Frakkinn hreinlega ekki gera nóg til að vera striker no.1 hjá MUFC. Sést ekki heilu og hálfu leikina og þegar hann fær boltann notar hann alltof margar snertingar og fer svo í fýlu þegar hann missir hann. Af og til á hann þó snilldarmoment líkt og gegn Man.City enda engin vafi að hann getur þetta allt saman – bara spurning um hugarfar.

    3
  14. 14

    MSD says

    16. desember, 2019 at 18:22

    Skipti á Eriksen og Matic í janúar?

    2
  15. 15

    Karl Garðars says

    16. desember, 2019 at 19:59

    Styð það.

    0
  16. 16

    Audunn says

    17. desember, 2019 at 21:23

    Maddison er frábær leikmaður en persónuleg er ég hrifnari af jack Grealish.
    Finnst vera meiri sprengikraftur í honum og mér fannst hann hugaðri leikmaður.
    Veit ekki hvort hann er tæknilega betri eða verri.
    En báðir er tíur, kannski er Grealish meiri átta, svona box to box leikmaður eins og sagt er. Held að hann sé bara bæði. Hann er meira fyrir að sækja boltann og bera hann upp völlinn.
    United vantar að mér finnst bæði tíu og sexu. Og auðvitað níu líka ef út í það er farið.. og þrist.. og sjöu 😁⚽

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli+Þór um Manchester United 2:0 Granada
  • Cantona no 7 um Manchester United 2:0 Granada
  • Þorsteinn um Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United
  • Egill um Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United
  • Rúnar P um Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress