• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska deildarbikarkeppnin

Deildarbikarslagur við City á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 6. janúar, 2020 | Engin ummæli

Fyrri undanúrslitaleikurinn í deildarbikarnum – Carabao bikarnum – fer fram á morgun þegar United tekur á móti Manchester City. Það hefðu líklega bæði lið kosið að mæta Aston Villa eða jafnvel Leicester frekar en að þurfa að spila tvo leiki við erkióvin en það verður ekki á allt kosið.

Árið hefur byrjað illa hjá United og leikurinn á morgun verður enn ein þolraunin og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið verður. Solskjær sparaði leikmenn gegn Wolves um helgina og það hlýtur að þýða að hann ætli að leggja meira í leikinn á morgun, ekki þarf hann að hvíla menn fyrir leikinn gegn Norwich um helgina.

Martial og Lingard verða hugsanlega með eftir veikindi helgarinnar en það verður ekki metið fyrr en á morgun. Harry Maguire meiddist gegn Wolves og er vafi hvort hann verður með. Það væri gaman að sjá Axel Tuanzebe stíga upp eftir meiðsli en það hlýtur að vera ólíklegt hann byrji.

Spáum liðinu svona

22
Romero
53
Williams
4
Jones
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
10
Rashford
15
Pereira
21
James
26
Greenwood

Pep Guardiola átti auðveldan leik gegn Port Vale í bikarnum og hvíldi menn. Það eru engin meiðsli og fyrir utan að Claudio Bravo sér um að standa í marki í bikarleikjum verður þetta þeirra sterkasta lið

Bravo
Mendy
Garcia
Fernandinho
Walker
David Silva
Rodri
De Bruyne
Sterling
Agüero
Mahrez

það var afrek að vinna City á Etihad, en það eru örugglega ekki mörg okkar bjartsýn á að Fred og Nemanja Matić verði miðjan sem geri Manchester City skráveifu á morgun.

Leikurinn hefst kl 20:00

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress