• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Wolves í bikaraukaleik á Old Trafford

Björn Friðgeir skrifaði þann 14. janúar, 2020 | 2 ummæli

Eftir erfiða byrjun á árinu hýrnaði aðeins yfir okkar fólki á laugardaginn. Vissulega er Norwich lélegasta lið deildarinnar en það er nú samt alltaf betra að vinna fjögur núll en ekki. Í millitíðinni hefur slúðrið um að United og Sporting séu að ná saman um viðskipti með Bruno Fernandes þó að hér sé vissulega mjög svo ósopið kál á ferðinni.

En á morgun koma Úlfarnir á Old Trafford og þá sjáum við hvort enn einu sinni á leiktíðinni stígi United eitt skref fram til þess eins að stíga eitt skref afturábak.

Jafnteflið á Molineux var kannske jafntefli en það má líklega segja að flestu hafi fundist það eins og tap. Það má þó ekki taka það af Wolves að liðið hefur verið afskaplega gott í vetur, situr nú í sjöunda sæti deildarinnar fyrir ofan lið eins og Spurs, Arsenal og Everton , en þó fyrir neðan lið á borð við Sheffield United og Leicester City, já og Manchester United sem þrátt fyrir allt og allt er í fimmta sæti!

Mynd af manni sem huldi andlit sitt í bíl á leið inn á Carrington í síðustu viku setti Twitter á hliðina, og þó ekki því það er hugsanlegasta það heimskulegasta sem hægt er að segja um Twitter. En það voru nógu mörg sem urðu yfir sig spennt um að þarna gæti verið á ferðinni Rúben Neves til að það kæmist í fréttirnar. Neves hefur nefnilega verið ein af stjörnunum í liði Wolves í vetur og væri líklega til þess að styrkja lið United ef þetta hefði verið hann.

Eins og í fyrri leiknum má búast við að bæði lið geri breytingar og leggi minni áherslu á þennan leik en ella. Manchester United fer á Anfield um helgina og Úlfarnir fara til Southampton og líklega þykir báðum stjórum þeir leikir merkilegri

Úlfarnir gætu litið svipað út og í fyrri leiknum utan að Ashley-Seal fær líklega ekki annað tækifæri

Ruddy
Kilman
Coady
Dendoncker
Vinagre
Rúben Neves
Saiss
Doherty
Pedro Neto
Jiménez
Adama Traoré

Þetta er þannig ekki langt frá þeirra besta liði og því gæti Nuno Espírito Santo hrist eitthvað aðeins upp í þessu. Liðið gerði jafntefli við Newcastle á laugardaginn var og því er liðið kannske ekki alveg eins vel stemmt og þeir myndu vona.

Hjá United verða eflaust breytingar. Helstu spurningamerkin hvað verður um Eric Bailly og Tim Fosu-Mensah sem báðir léku með U23 liðinu á föstudag eftir langvinn meiðsli. Líklegt er að við sjáum í það minnsta Bailly á bekknum. Harry Maguire má alveg við hvíld eftir óvænta endurkomu á laugardaginn, enda erfiður leikur framundan. Ég væri alveg til í að sjá Williams fá hvíld líka en fyrst að Ashley Young virðist ekki ætla að spila aftur og Luke Shaw er meiddur þá er ekki um það að ræða. Hendum í þetta

1
De Gea
53
Williams
4
Jones
2
Lindelöf
20
Dalot
15
Pereira
31
Matić
21
James
14
Lingard
44
Chong
26
Greenwood

Martial og Rashford verða á bekknum og ég vonast til að sjá James Garner þar líka ef ekki í byrjunarliðinu við hliðina á Matić og Pereira þá framar.

Sigurliðið mætir síðan sigurliðinu úr leik Tranmere og Watford sem fram fer í kvöld, þriðjudag.

Leikurinn byrjar kl 19:45

Efnisorð: Eric Bailly Rúben Neves 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Audunn says

    14. janúar, 2020 at 13:28

    Það er eitthvað sem segir mér að United eigi eftir að klúðra þessu með Bruno Fernandes..
    Viðræður dragast á langinn og svo slitnar upp úr þeim að lokum, Ole Gunnar segir svo að United hafi aldrei haft áhuga á honum..
    En spáum aðeins í þessu ferli.
    Það var mikið slúðrað í fyrrasumar að United og Spurs hefðu mikinn áhuga á honum og það hefðu komið inn einhverjar fyrirspurnir..
    Síðan eru liðnir umþb 4 mánuðir c.a.. Hvað eru menn búnir að vera að gera þessa 4 mánuði?
    Staðan er enn sú að Man.Utd þarf á miðjumanni að halda, það hefur ekkert breyst og staðan er enn sú að liðið hefur áhuga einmitt á þessum leikmanni..
    Staðan er líka ennþá sú að Sporting þarf á peningum að halda, afhverju er ekki löngu búið að klára þetta mál?? Hvað eru menn búnir að vera að gera í þessa 4 mánuði?
    Ég hélt einmitt að það væri afskaplega þægilegt að nýta tímann þegar glugginn er lokaður til að klára að semja við liðin.
    Ég get svo sem skilið það vel að hlífa leikmanninum sjálfum svo hann geti einbeitt sér að því að spila fótbolta en einmitt vegna þess eru þessir aðilar með umba sem senda feita reikninga fyrir sínum þætti,
    Ég á svo erfitt með að skilja stundum afhverju hlutirnir taka svona fáránlega langan tíma.

    10
  2. 2

    DannyIngs says

    15. janúar, 2020 at 16:35

    Maður er búinn að lesa að Sporting sé að draga þetta á langinn útaf þeir vilja að hann spili gegn Benfica á föstudaginn..
    Vonandi er það bara rett og þetta klárist fljotlega..

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Tómas um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Karl Garðars um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Sindri um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Scaltastic um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Helgi P um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress