• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Liverpool 2:0 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 19. janúar, 2020 | 27 ummæli

Marcus Rashford verður frá í nokkrar vikur og Ole Gunnar Solskjær stillti upp varnarsinnuðu liði í dag

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
53
Williams
15
Pereira
21
James
9
Martial

Varamenn: Romero, Bailly, Dalot, Jones, Mata, Lingard, Greenwood

Lið Liverpool var eins og spáð:

Alisson
Robertson
Van Dijk
Gomez
Alexander-Arnold
Wijnaldum
Henderson
Ox-Chamberlain
Mané
Firmino
Salah

Fyrstu viðbrögð við liðinu voru að það yrðu þrír miðverðir og vakti það ekki mikla lukku en fljótlega var ljóst að Brandon Williams var hreinlega í kanthlutverkinu og átti að pressa á Alexander-Arnold. United stóð sig bara alveg þokkalega fyrstu 10 mínúturnar og pressaði á Liverpool og reyndi að finna glufur á vörninni til að stinga upp á Daniel James. Fyrstu 11 mínúturnar var liðið meira að segja 58% með boltann.

En Liverpool sótti á og fékk síðan horn. Það var alltof einfalt fyrir Van Dijk að stökkva hærra en Williams og Maguire og skora með góðum skalla. Williams var að reyna að vera í Van Dijk og stökk síðan ekki upp, Maguire sá hvað verða vildi og reyndi að koma í boltann en var of langt frá. Þetta er áttunda markið sem United fær á sig úr horni í vetur og það verður að teljast skelfileg tölfræði fyrir vörnina.

Annars náði Liverpool ekki að nýta þetta til að ná tökum á leiknum, United hélt áfram að reyna en gekk samt lítið. Um miðjan hálfleik náðu Liverpool skarpari sóknum, unnu horn og fleira og síðan skoraði Firmino en í aðdragandum hafði Van Dijk brotið á De Gea í loftinu og að sjálfsögð dæmdi VAR markið af, enda hafði Van Dijk ekki verið nálægt boltanum, og hefði ekki átt að þurfa VAR. Lindelöf hafði reyndar misst boltann klaufalega eftir brotið og má kallast heppinn enda hefði hann ella fengið alla sökina.

Embed from Getty Images

Annars fékk De Gea gult fyrir mótmæli enda fór öll United vörnin í dómarann eftir markið, eðlilega.

Liverpool spýtti í lófa eftir þetta og sótti enn á og Wijnaldum fékk frábæra stungusendingu og afgreiddi í netið en var rétt rangstæður.

Loksins á 41. mínútu kom frábær sókn, boltinn út hægra megin og Wan-Bissaka náði bara alveg fínni fyrirgjöf og allt í einu var það Andreas Pereira sem var fremstur, stakk sér fram en náði ekki almennilegri snertingu, ef það hefði gerst hefði boltinn farið beint inn, flott færi en sorglegt að sjá það ekki nýtt.

Pereira kom síðar nokkuð vel upp en í staðinn fyrir að reyna að gefa út á Wan-Bissaka reyndi hann langskot sem Alisson varði auðveldlega, Liverpool kom síðan upp í sókn og Mané var kominn innfyrir og það þurfti fótavinnu eins og De Gea gerir hana besta til að verja, þar hefði Liverpool átt að komast yfir.

En United komst inn í klefann aðeins eitt núll undir. Hefði getað verið verra en ekki samt allt alslæmt í fyrri hálfleik.

Embed from Getty Images

Liverpool kom út úr hálfleiknum miklu betri og Mo Salah átti að koma þeim í tvö núll innan tveggja mínútna þegar fyrirgjöf Mané fór framhjá Shaw og Salah á markteig átti að gera betur en að setja boltann framhjá. Tveimur mínútum síðan átti Henderson þrumuskot í stöng, og átti að gera betur enda var ekki nokkur varnarmaður fyrir framan hann.

Liverpool hélt áfram að halda stöðugri sókn og það kom ágætlega á óvart þegar Fred skeiðaði upp allan völlinn og var kominn óáreittur upp að teig, skotið hins vegar framhjá. Síðan átti Anthony Martial að skora. Hann gaf á Andreas utan við teiginn og Andreas vippað frábærlega inn á teiginn þar sem Martial var kominn framhjá öllum varnarmönnum og átti bara Alisson eftir en ákvað að negla boltanum hátt yfir. Skelfilegt skot hjá honum, skelfileg ákvarðanataka.

Þar sem United var farið að gera sig aðeins gildandi var aðeins spurning hvernig Liverpool myndi svara, í þetta skiptið var það skyndisókn þar sem Wijnaldum rústaði Maguire en á endanum var Mané ekki alveg nógu beittur uppi við markið.

Bæði Martial og Fred reyndu langskot, Alisson varði bæði, en United fékk þó horn eftir skot Fred. Fred var orðinn besti leikmaður United og sá sem var eitthvað að reyna að búa til.

Skipting hjá United kom loksins á 74. mínútu, Mata og Greenwood komu inná fyrir Pereira og Williams. Eftir þetta voru United bara hreinlega betra liðið, meira með boltann en náðu þó ekki upp alvöru ógn.

Embed from Getty Images

Lallana var búinn að koma inná fyrir Lallana og á 82. mínútu styrkti Klopp miðjuna með að setja Origi og Fabinho inná fyrir Mané og Firmino. Síðasta breyting United var hins vegar Dalot fyrir Shaw, þegar sá síðarnefndi var kominn með krampa.

United sótti án afláts síðustu mínúturnar og var búið að ná upp mikilli pressu á vörn Liverpool en þar var engar glufur að finna. Liverpool náði upp skyndisókn þar sem De Gea var á undan Salah í boltann og síðan annari þar sem Salah var alveg einn á miðlínu að taka við sendingu frá Alisson, Dan James reyndi sitt allra hraðasta og náði Salah en náði ekki að komast fyrir skotið sem fór undir De Gea og Liverpool innsiglaði sigurinn á síðustu sekúndu.

Það er ekki hægt að segja að Liverpool hafi ekki átt sigurinn skilinn, og að 2-0 hafi ekki verið sanngjörn úrslit. En það var nú samt svo að þegar United var að sækja á síðustu mínúturnar hefði liðið með smá heppni getað stolið jafntefli. Þegar keppt er við lið sem er 27 stigum á undan í upphafi leiks er varla hægt að biðja um meira á deginum en að hafa staðið í hinum.

Liverpool var augljóslega með betri einstaklinga og betra lið en einhvern veginn náðu þeir ekki að eiga leikinn eins og þeir hefðu kannske átt að gera. Of margir United leikmenn léku af sinni venjulegu slöku getu, og má þar nefna Luke Shaw, Victor Lindelöf og Andreas Pereira. Anthony Martial sýndi nákvæmlega það sem við erum farin að búast við af honum, stöku snilli en aðallega meðalmennsku og slaka ákvörðunartöku. Harry Maguire þarf nauðsynlega almennilegan miðvörð við hliðina á sér til að ná að stíga upp, vonir um að hann myndi gera Lindelöf betri eru gagnslausar. De Gea hefur aldrei farið almennilega út í teiginn og ætlar ekki að byrja á því en að halda því fram að það megi ryðja niður markmönnum án þess að fara í boltann bara af því að hann er ekki sá massífasti er firra.

En að því góða, Matic var þokkalegur á miðjunni og Fred átti einn sinn besta leik, þó vissulega sé hann ekki maðurinn til að taka skot á markið. Brandon Williams komst sömuleiðis skammlaust frá leiknum.

Embed from Getty Images

Þessi leikur sagði okkur ekkert nýtt, vandamálin eru enn þau sömu, og eru ekki auðleyst. Marcus Rashford verður frá í 2-3 mánuði með tvíbrákaðan hrygg og mun hafa spilað með eitt brot lengi. Hópurinn hefur þvi enn þynnst og að treysta yfirmönnunum til að kaupa, og það sem erfiðara er að kaupa rétt virðist næsta vonlaust!

Efnisorð: David de Gea Fred Marcus Rashford 27

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Leander says

    19. janúar, 2020 at 15:37

    Hvaða rugl er þetta 😡

    3
  2. 2

    Audunn says

    19. janúar, 2020 at 15:44

    Stillti Klopp þessu upp fyrir Ola Gunnar?
    Man ekki eftir því að hafa séð tvo vinstri bakverði í byrjunarliði áður… Ef það á að spila með þrjá miðverði þá nota menn miðverði eða menn sem eru vanir því að spila þá stöðu… Þetta meikar ekki mikinn sense hjá manni..

    2
  3. 3

    hakki says

    19. janúar, 2020 at 15:53

    uff.. vonandi kemur lingard snemma inn á.

    1
  4. 4

    gummi says

    19. janúar, 2020 at 15:58

    Þetta er bara Solskjær hann er að ná að breytta United í smá klūbb á met tíma

    2
  5. 5

    Helgi P says

    19. janúar, 2020 at 16:12

    Ef þetta er uppstillinginn sem við spilum í dag þá erum við ekki að fara mikið yfir miðju í þessum leik

    3
  6. 6

    Björn Friðgeir says

    19. janúar, 2020 at 16:37

    Williams er bara á kantinum, verður í því að bögga Alexander-Arnold

    1
  7. 7

    Audunn says

    19. janúar, 2020 at 17:31

    Það er svo sem ekki hægt að setja mikið útá fyrrhálfleikinn nema dómarann.. hann er búinn að vera algjörlega hræðilegur vægast sagt.
    Alltaf brotið á Maguire í markinu.. skil ekki afhverju Maguire hljóp ekki að dómaranum og bað um brot.
    Svona miðað við fyrri hálfleikinn þá eru engar þúsund mílur á milli þassara liða.. United saknar sinna bestu leikmanna í leik sem þessum.

    5
  8. 8

    Theodór says

    19. janúar, 2020 at 17:41

    Af hverju sparkar De Gea ekki fram? Þessi reitabolti inní teig á eftir að enda með marki fljótlega.

    1
  9. 9

    Björn Friðgeir says

    19. janúar, 2020 at 17:58

    Rashford verður frá í 2-3 mánuði. Greenwood frammi og Martial á kantinum ….

    0
  10. 10

    Audunn says

    19. janúar, 2020 at 18:08

    Mikið afskaplega kemur lítið frá þessum James..
    Er alls ekki sammála þeim sem segja að hann sé góður.. hann hefur afskaplega lítið uppá að bjóða fyrir utan hraða. Það er ekki nóg að hafa bara hraða.. menn verða að geta tekið menn á og sýnt smá styrk.. hann er helv linur finnst mér.

    6
  11. 11

    Gummi says

    19. janúar, 2020 at 21:50

    Skotið frá Henderson var reyndar mjög vel gert, Eina ástæðan fyrir að hann skoraði ekki var De Gea. Hann náði að verja boltann í stöngina. Svo skotið og markvarslan var í hæsta gæðaflokki bara :)

    3
  12. 12

    Helgi P says

    20. janúar, 2020 at 02:20

    Það er kominn 20 og en ekki búið að kaupa neinn leikmann er þetta lið gjörsamlega á hausnum

    3
  13. 13

    Láruslall says

    20. janúar, 2020 at 08:43

    Sælir félagar.
    Ég get ekki með nokkru móti verið sammála þessari samantekt á leikunum. Að segja að sigur Liverpool hafi ekki verið sanngjarn, og segja svo í næstu setningu að við höfðum getað stolið jafntefli. Sigur Liverpool var því miður sanngjarn ef tekið mið hvernig leikur allur spilaðist, m.t.t. hvernig færi liðin fengu og annara þátta. Fyrir utan þessi tvö dauðfæri sem við fengum var annars ekkert að frétta. Það sem ég hins vegar tek útúr leiknum fannst mér allir leikmenn gefa allt í þetta þrátt fyrir augljósan getu mun á milli einstakra leikmanna. Það var mjög brútalt að fá á sig mark úr föstuleikatriði og svo úr skyndisókn en það væri hræsni af okkur að segja að fá mark á okkur úr skyndisókn væri ódýrt, einfaldlega vegna þess að skyndisóknir eru okkar taktík á móti hinum stóru liðunum. Liverpool eru ólíkt okkur með vopn til þess að skora hvort sem það er úr föstum leikatriðum eða skyndisóknum. Ég hreinlega man ekki hvenær við skoruðum síðast úr föstu leikatriði.
    Mér fannst heilt yfir leikurinn skárri en maður reiknaði fyrirfram með en þegar fótbolti er spilaður á hæsta leveli eru það litlu hlutirnir sem skipta sköpum. Heilt yfir eru Liverpool og Man City með meiri gæði en við.
    Það einfaldlega eftir að hafa eytt billjarði punda í leikmenn síðan Sör Alex hætti benda til að hugmyndafræðin sem er búkkuð innan Man U vera algjörlega gjaldþrota. Þegar maður hélt að við værum að fá Haaland, og allt þetta kjaftæði að hann væri á leiðinni í flugvél til Manchester til skrifa undir hjá okkur, en nei nei hann var á leiðinni í frí. Svo setti hann þrennu í fyrsta leik sínum með Dortmund. Afhverju fengum við ekki Haaland þrátt fyrir það væri öllum ljóst að okkur vantar striker. Svo samkvæmt fréttum hvers vegna skiptinn gengu ekki í gegn er vegna þess að Haaland vildi hafa Exit Klásúlu í samningum þ.e. hann mætti fara ef eitthvað tiltekið væri boðið í hann. Man United er greinalega ekki í sömu aðstöðu og önnur stór lið sem vilja ekki hafa Exit Klásúlur í samningum leikmanna. Ef þetta hefði verið Barca eða Real þá mundi Haaland aldrei setja Exit Klásúlu í samninginn. En veruleikinn er sá við erum ekki að sama stað og spænsku risarnir og klúbburinn hefði átt að brjóta odd af oflæti sínu og samþykkja Exit klásúluna, vitandi vits að það allt hægt að semja aftur ef vel gengur. En nei við erum með meiddan Rashford sem er búin að spila meiddur og svo Martial. Hvaða rugl er í gangi!?
    Að endingu finnst mér fallið okkar verð hátt þrátt fyrir að eyða billjarði punda leikmenn og ég hélt að ég mundi aldrei taka svo til orða en við erum ekki lengur með þetta aðdráttarafl til þess að koma spila fyrir okkur sem við höfðum. Þrátt fyrir góðan baráttuanda í leiknum er því miður himinn og haf á milli þessara liða. Því miður. GGMU

    17
  14. 14

    Björn Friðgeir says

    20. janúar, 2020 at 10:03

    Láruslall: „Það er ekki hægt að segja að Liverpool hafi ekki átt sigurinn skilinn, og að 2-0 hafi ekki verið sanngjörn úrslit“
    Þú þarft að lesa þetta aftur.

    3
  15. 15

    Láruslall says

    20. janúar, 2020 at 10:41

    Þú hefur breytt pistlinum. Það eru fleiri en ég sem lásu þetta eins og ég tók fram.

    8
  16. 16

    Timbo says

    20. janúar, 2020 at 11:17

    Alltaf jafn súrt að tapa þessum leik. Sæmileg frammistaða hjá liðinu miðað við gæðin sem við höfðum upp á að bjóða. Solskjær fær hins vegar F í einkunn fyrir að hafa ekki pung í að setja Mata í byrjunarliðið fyrir Pereira, svo er mér algjörlega fyrirmunað að skilja hvernig Daniel James fékk að spila allan leikinn, hann kórónaði vonlausa síðastliðna 3 mánuði í gær. Annars fannst mér Fred vera langbesti maðurinn hjá okkur, hann kom í veg fyrir að miðjan þeirra valtaði yfir okkur 2/3 af leiknum.

    Hvað getur maður sagt… Þetta Liverpool lið er rosalega heilsteypt, eitt af 5 bestu liðum sem ég hef nokkurn tíman séð. Tók hins vegar meðvitaða ákvörðun að labba út á 92 mín, rétt fyrir markið. Hafði engan áhuga á að hlusta á Kop sálmana.

    6
  17. 17

    Björn Friðgeir says

    20. janúar, 2020 at 12:24

    Láruslall: Segðu mig lygara aftur? Ég breytti ekki pistlinum.

    2
  18. 18

    Láruslall says

    20. janúar, 2020 at 12:51

    Þú ert lygari

    10
  19. 19

    Steinþór Graham says

    20. janúar, 2020 at 12:52

    Hversu vandræðalegt. Hvað í fjandanum er Maguire að gera í þessum leik? AWB, slysaðist til að gefa næstum stoðsendingu. Aaaaghhh. Ég er brjálaður

    1
  20. 20

    Sigurjon Arthur says

    20. janúar, 2020 at 13:03

    Er ekki einu sinni búinn að lesa pitilinn en vinsamlega fjarlægja þenna Láruslall af spjallinu í hvelli !

    0
  21. 21

    Björn Friðgeir says

    20. janúar, 2020 at 13:05

    Mér er það þvert um geð, því punktarnir hjá honum eru ágætir.
    En það er helvíti hart að vera kallaður lygari.

    4
  22. 22

    Ingo Magg says

    20. janúar, 2020 at 13:42

    Ég las þetta nú reyndar í gær og gat ekki betur skilið en að Láruslall sé að fara með rétt mál varðandi pistilinn sem kom um leikinn í gær. Ef leikurinn hefur farið eftir hvernig leikurinn spilaðist þá hefði þetta verið svona 5-2 fyrir Liverpool. En hvað um það! það er ekki eitt sem er að okkar ástkæra liðið, sem var svona mest sýnilegast er hvað við erum svo langt á eftir þessum stærstu liðum í evrópu. Ég var ánægður með hvernig OGS nálagðist leikinn og við vorum inn í þess til þess síðasta en þetta var samt leikur Kattarins af músinni. Leikmanna hópur Man Utd er alls ekki nógu góður til þess að keppast við þá bestu í dag og mér finnst þeir eiga mjög langt í land að vera þeim stað sem liðið var þegar Ferguson var með þá. Því miður!!

    7
  23. 23

    Björn Friðgeir says

    20. janúar, 2020 at 14:33

    Pistillinn er nákvæmlega eins og hann var. Þetta er reyndar flókin setning þannig það er alveg skiljanlegt að sumir hafi ekki skilið hana.
    Auðvitað átti Liverpool sigurinn skilinn.

    1
  24. 24

    Björn Friðgeir says

    20. janúar, 2020 at 15:15

    Alltaf jafn frískandi að sjá Liverpool menn koma hér undir fölsku nafni og netfangi. Svoleiðis kommentum er eytt!

    1
  25. 25

    davíð says

    20. janúar, 2020 at 15:18

    Hvað er í gangi ?

    En þarf James ekki aðeins að kjöta sig upp ?

    1
  26. 26

    Gunnar says

    20. janúar, 2020 at 15:59

    Mér þótti það aumlegt að fyrirliðinn skyldi ekki kvarta hraustlega þegar Gomes greip utan umm mittið á honum(eitthvað sem Liverpool menn hafa eflaust æft vel á æfingarsvæðinu) og hélt honum niðri á meðan Hollendingurinn stangaði boltann í netið.

    Á sama hátt var ég ánægður með að menn sýndu loksins skap og mótmæltu þegar dómarinn dæmdi ekki á brotið á DeGea og að menn sýndu loksins líkamlega grimmd þegar leið á leikinn.

    Gunnar.
    p.s. umfjöllunin um leikinn er óbreytt frá því að ég las hana í gær.

    5
  27. 27

    davíð says

    21. janúar, 2020 at 19:10

    ég gat ekki séð að Gomez hafi haldið kafteininum niðri í fyrra markinu

    annars máttu okkar menn ekki við því að vera að fá fleirri gul spjöld og Matic var heppinn að fá ða vera inná

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress