• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska deildarbikarkeppnin

Tekst United að endurtaka hið ómögulega?

Magnús Þór skrifaði þann 28. janúar, 2020 | 1 ummæli

Á síðasti tímabili tókst Manchester United að snúa tveggja marki tapi á heimavelli gegn PSG við með ævintýralegum sigri í París. Síðan þá hefur gengið og frammistaðan verið töluvert á niðurleið.

Embed from Getty Images

En annað kvöld býðst nú tækifæri til að snúa við tveggja marki tapi úr fyrri viðureign þegar United heimsækir Manchester City á Etihad vellinum. Það er klárlega á brattan að sækja fyrir okkar menn og eftir meiðsli Marcus Rashford er erfitt að sjá hvaðan mörkin eiga að koma. Anthony Martial er  of óstöðugur til að stóla í svona leik en raunin er sú að hann þarf að stíga upp. Meiðsli Scott McTominay og Paul Pogba síðustu vikur hafa margundirstrikað hversu lítil gæði eru til í fjarveru þeirra. Það má færa rök fyrir því að McTominay sé ný útgáfa af Darren Fletcher en hans var oft saknað þegar hann var frá. Pogba  finnst manni hafa verið á leiðinni í burtu frá því í fyrravor. Ummæli Mino Raiola gefa það í skyn að hann fari líklega frá United í sumar. Það er skiljanlegt því enginn leikmaður hefur þurft að standa undir jafn ósanngjarnri gagnrýni og hann. Auk þeirra Pogba og McTominay eru Axel Tuanzebe og Marcus Rojo klárlega frá en það eru helmingslíkur á því að Nemanja Matic verði leikfær og ég yrði ekki hissa að sjá hann amk í hóp á morgun.

Embed from Getty Images

Heimamenn munu geta stillt upp nánast sínu sterkasta liði annað kvöld. Leroy Sane er náttúrulega enn frá og þeir Aymeric Laporte, Riyad Mahrez, og João Cancelo eru tæpir og ekki víst að Pep Guardiola taki neina sénsa með þá í leik í deildarbikarnum. Gengi City í deildinni hefur verið afleitt á þeirra mælikvarða og United því ekki eina Manchester liðið sem er að fá færri stig en á tímabilinu á undan. Annars eru City aðdáendur frekar fúlir út í stjórann þegar hann biðlaði til þeirra um að mæta á völlinn því hann var ekki ánægður með mætinguna í enska bikarnum. Skil samt ekki af hverju hann er hissa því léleg mæting hefur alltaf verið áhugaverður hluti af þessari gullöld liðsins undanfarin 10 ár.

Embed from Getty Images

Stóra spurningin er klárlega hvort þetta verði annað ævintýri eða meira af því sama og við höfum séð frá United í janúarmánuði.

Mögulegt byrjunarlið

22
Romero
Williams/Shaw
4
Jones
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
Andreas/Matic
9
Martial
21
James
26
Greenwood

 

Efnisorð: Manchester City Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni Ellertsson says

    29. janúar, 2020 at 17:11

    Já það virðist vera að Utd sé að takast hið ómögulega, að klófesta Brunó þann portúgalska en beðið er eftir staðfestingarhnappnum. En að leiknum sjálfum þá vona ég innilega að hann fari vel fram og við sýnum okkar bestu hliðar þó það endilega þýði ekki að úrslitin verði eftir því.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress