• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:2 Southampton

Björn Friðgeir skrifaði þann 13. júlí, 2020 | 13 ummæli

Lið Manchester United var óbreytt, enda engin meiðsli að hrjá hópinn og eins og Ole sagði fyrir leik, þokkaleg hvíld frá síðasta leik, þó það muni nú breytast

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
28
Greenwood
9
Martial

Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Andreas, Fred, James, Mata, McTominay, Ighalo

Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað, Southampton meira með boltann þó án þess að ógna mjög og það var United sem fékk fyrsta færið, Martial hirti boltann af Ward-Prowse og kom upp í teig, einn á móti markverði en lét McCarthy verja frá sér. Góð varsla en hrikalega slappt hjá Martial. Það liðu síðan varla tvær mínútur þangað til refsingin fyrir þetta kom. De Gea spilaði boltanum út á Pogba rétt utan teigs, Ings pressaði á hann og komst í boltann sem barst til Redmond sem lék inni í teiginn, gaf yfir á fjærstöng þar sem Stuart Armstrong var einn og óvaldaður, hafði nægan tíma, lagði fyrir sig boltann og hamraði í netið. Eitt-núll fyrir Southampton á 12. mínútu. Skelfilega illa að verki staðið þarna hjá United.

Þetta var ekki alveg nóg til að vekja United, Pogba missti til að mynda boltann aftur á miðjunni en þeir fóru að minnsta kosti að sækja smá og á 20. mínútu kom jöfnunarmarkið. Pogba gaf inn á teiginn Martial tók við og náði að gefa á Rashford sem skoraði með góðu skoti. Betur gert þarna hjá Martial sem var með bakið í markið og kominn úr jafnvægi.

Embed from Getty Images

Ef það er eitthvað sem hefur ekki vantað hjá United undanfarið þá eru það mörk og United var komið yfir þremur mínútum síðar. Hröð sókn upp, gefið út á vinstri kantinn og þar var Martial, kom hratt upp og inn í teig, hreinlega labbaði framhjá Walker-Peters og hamraði í netið. Martial bætti sannarlega fyrir klúðrið fyrir mark Southampton.

Embed from Getty Images

Þetta kom á besta tíma, rétt fyrir drykkjarhléiið sem oft hefur breytt tempói leikja en í þetta skiptið tók United völdin eftir það og setti mikila pressu á vörn Southampton, komnir í hálfgerðar handboltasóknir gegn þeim, ekki í fyrsta skiptið í sumar. Það entist samt ekki allof lengi og aftur sótti Southampton í sig veðrið. United náði að stöðva flestar sóknir þeirra áðurin en hætta skapaðist að ráði og þá tóku við skyndisóknir. Þær voru þó helst til hættulitlar. Leikurinn snérist svo enn á ný síðustu 10 mínúturnar og United sótti vel. Romeu braut illa á Greenwood, fór með takka í ökkla en dómarinn sá það ekki, hefði getað verið eitthvað þar. VAR skoðaði en það þótti ekki ‘skýr og óumdeild röng ákvörðun’ hjá dómara og því ekkert aðhafst. Enn á ný er VAR með furðulegar ákvarðanir, og líklega eins og oft áður útaf einkennilegum reglum þar sem of erfitt er að bylta ákvörðuninni á vellinum

Það gerðist ekkert frekar í þessum fyrri hálfleik en Southampton byrjaði mun betur í þeim seinni. Redmond átti langskot rétt framhjá og síðan settu þeir vörn United í ýmsan bobba en nýttu það þó ekki. Það þýddi að leikurinn snérist enn á ný, United fór að sækja enn á ný, þó ekki væri það alltof hættulegt, sóttu samt nokkur gul spjöld.

Leikurinn var því nokkuð fjörugur þó færin vantaði. Fyrsta skipting United kom á 63. mínútu, Fred kom in á fyrir Pogba.

Loksins kom svo frábær sókn United, Rashford gaf á Martial sem fór alla leið að endamörkum gaf út á markteiginn og þar var Rashford aftur en Bertrand komst fyrir skotið, hefði verið frábært mark annars.

Í góðri sókn sneri Luke Shaw sig þegar hann var að reyna fyrirgjöf og Brandon Williams kom inná fyrir hann fljótlega eftir það.

Ef eitthvað var voru Southampton sterkari í leiknum og vörn United þurfti oftar en ekki að hreinsa inni í teig, ekki kannske alltaf hætta á ferð, en alls ekki eitthvað sem var í lagi.

Martial var ekki alveg búinn, hann átti mjög flott hlaup upp völlinn inn í teig, og átti svo sem alveg inni að reyna skotið frekar en að reyna sendinguna á Rashford en það skot var fjarri þvi að hitta rammann.

Síðasta skiptingin hjá Solskjær var ekki mjög sóknarsinnuð, McTominay og James komu inná fyrir Bruno Fernandes og Mason Greenwood. Það var hins vegar augljóst að leikmenn United voru orðnir mjög þreyttir og á 85. mínútu þurfti De Gea að verja mjög vel frá Redmond til að halda forystunni. Þetta var orðin nauðvörn hjá United, pressa Southampton orðin mjög þung og þó United menn reyndu að hreinsa af og til gekk þeim ekkert að halda boltanum.

Í lok venjulegs leiktíma skullu þeir Brandon Williams og Kyle Walker-Peters illa saman og þurfti að hlynna að þeim í nokkrar mínútur. Williams þurfti að fara af leikvelli og missa af síðustu mínútunum og ekki hægt að setja mann inná.

Embed from Getty Images

Það lá því alveg í loftinu að Southampton myndi jafna og það gerðu þeir á 96. mínútu. Ward-Prowse tók hornið, Bednarek framlengdi með skalla og Obamafemi varð á undan Lindelöf meter frá marki og kláraði. Ekki besta varnarvinnan hjá neinum en frekar blóðugt fyrir Lindelöf sem var búinn að eiga ágætan leik.

En það verður að segjast að Southampton átti stigið fullkomlega skilið. Nú er það Crystal Palace á fimmtudaginn, vonandi ekki án beggja vinstri bakvarðanna. Það hljóta að verða breytingar á liðinu enda það orðið geysiþreytt. Svo er undanúrslitaleikur gegn Chelsea á sunnudaginn.

Efnisorð: Anthony Martial Marcus Rashford 13

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Turninn Pallister says

    13. júlí, 2020 at 19:53

    Erum pínu shaky í dag, 2 góð mörk hjá okkar mönnum og að mínu mati erum við verðskuldað yfir í hálfleik. Ættum reyndar að vera manni fleiri líka, púra ásetningsbrot þegar Romeu traðkar á Greenwood. Okkar maður stálheppinn að meiðast ekki illa þarna. Alveg stór furðulegt að VAR skuli stundum loka augunum fyrir svona.

    0
  2. 2

    Rúnar P says

    13. júlí, 2020 at 20:59

    Wan-Bisaka lélegasti maður kvöldsins!

    2
  3. 3

    Rúnar Þór says

    13. júlí, 2020 at 21:07

    Af hverju notuðum við ekki seinustu skiptinguna??? Það eru 5 skiptingar og áttum 1 eftir, en nei það er ákveðið að vera einum færri frekar

    skil ekki!

    0
  4. 4

    Elías says

    13. júlí, 2020 at 21:13

    Þó það séu 5 skiptingar þá má bara skipta þrisvar sinnum.

    4
  5. 5

    Maggi Palli says

    13. júlí, 2020 at 21:17

    Það má skipta 5 mönnum í 3 skiptingum. Verðum að teljast frekar kærulausir í þessum leik en erum ennþá í góðri stöðu 👍😀

    4
  6. 6

    Ingvar says

    13. júlí, 2020 at 21:26

    Eftir úrslitin hjá Chelsea og Leicester og svo dómur City um að 5 sætið væri ekki að gefa CL sæti þá var 110% öruggt að við værum ekki að ná í úrslit í kvöld. Hefur gerst 10 sinnum á þessu tímabili að við nýtum ekki hikst annara liða. Óli engan veginn fær um að gíra menn upp í þessa leiki, small team mentality…

    6
  7. 7

    SHS says

    14. júlí, 2020 at 00:02

    Það að menn kenni OGS um þennan leik er í besta falli hlægilegt. Aldrei sér maður athugasemd (frá ykkur) þegar OGS bætir metið í að vinna leiki með 3+markatölu. Takið hausinn úr rassgatinu á ykkur.

    8
  8. 8

    Rúnar P says

    14. júlí, 2020 at 01:04

    Eina sem ég hef út á OGS að setja er að skipti planið hans virkaði ekki eins vel og það hefur gert síðustu fimm leiki, ekkert annað og ummæli mín um Wan-Bisaka stand en ég get fyrirgefið honum þar sem hann hefur staðið sig frábærlega í allann vetur

    1
  9. 9

    Ingvar says

    14. júlí, 2020 at 01:11

    Af hverju er þetta jafntefli ekki honum að kenna ef allir sigrarnir eru honum að þakka? Og jú það er bara vel hægt að lasta manninn fyrir að spila Matic í miðverði í einhverri 3-4-3 tilraunastarfsemi í jafn mikilvægum leik og þetta var.

    2
  10. 10

    Timbo says

    14. júlí, 2020 at 01:20

    Pogba, Wan Bissaka og Matic settu tóninn í kvöld. Það var engu líkara en að þeir hafi ekki hitað upp fyrir leik.

    Þessi svíður, lýg því ekki. Það hefði verið risastórt skref að komast yfir þennan andlega þröskuld (topp 4), hins vegar eru menn augljóslega ekki klárir í það verkefni ennþá.

    Leicester mun áfram bjóða okkur upp í tangó og nú er kominn tími til að klára fokking dæmið… Engar déskotans afsakanir.

    1
  11. 11

    Keane says

    14. júlí, 2020 at 01:25

    Shs. Fólk hefur rétt á annarri skoðun en þinni. Eina yfirstandandi keppnin og þetta er ekkert mega afrek.

    0
  12. 12

    Björn Friðgeir says

    14. júlí, 2020 at 07:36

    Sást vel á þessum leik að hópurinn er þunnur, þetta byrjunarlið er það gott að það varð að taka sénsinn á þeim, þó kæmi í ljós að þeir voru hreinlega ekki með úthald í þetta.

    Eg er að reyna að ákveða hvort De Gea hafi átt að gera betur í markinu, það er vel vitað að hann hefur aldrei verið bestur í að fara út úr markinu
    https://twitter.com/jimmymcbride1/status/1282940225539407874

    1
  13. 13

    MSD says

    14. júlí, 2020 at 12:07

    Er ekki frekar að Lindelöf eigi að gera betur í markinu? Hann leyfir sóknarmanninum að vera fyrir framan sig allan tímann, líka áður en leikmaður So’ton flikkar honum aðeins áfram. Mér hefur alltaf fundist vanta meiri styrkleika og presence í Lindelöf. Að sama skapi má segja það sama um De Gea sem er oftar en ekki límdur við línuna í svona aðstæðum.

    Þetta var ógeðslega sárt jafntefli. Hefðum getað verið búnir að klára leikinn með því að nýta færin og setja 3 markið.

    En við erum enn í bullandi góðum séns. Leicester á erfitt prógram eftir sem og Chelsea.

    Veit einhver stöðuna á vinstri bakvörðunum, Shaw og Williams? Verða þeir klárir í næsta leik?

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Karl Garðars um Tvöföld toppbarátta á risasunnudegi
  • Robbi Mich um Tvöföld toppbarátta á risasunnudegi
  • Björn Friðgeir um Tvöföld toppbarátta á risasunnudegi
  • Rúnar P um Tvöföld toppbarátta á risasunnudegi
  • Daníel Smári um Tvöföld toppbarátta á risasunnudegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress