• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Úrslitaleikur gegn Leicester

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. júlí, 2020 | 5 ummæli

Já það er úrslitaleikur á morgun. En því miður fyrir okkur öll er það bara Arsène Wenger bikarinn sem er í húfi. Sigur á King Power á morgun og þriðja sætið er tryggt. Jafntefli nægir til að tryggja fjórða sætið, en ef tap verður raunin þarf Wolves að vinna Chelsea.

Þetta á ekki að vera flókið, þessi leikur á að vinnast. En úrslit síðustu viku sýna að Ole Gunnar er að keyra á sama mannskapnum allan tíman og menn eru orðnir þreyttir. Þrátt fyrir að eiga skiptingar til góða komu þær ekki allar á miðvikudaginn og ljóst að varamönnunum er ekki treyst. Eftir leikinn í dag fá menn frí til að hlaða batteríin þangað til Evrópudeildin snýr aftur og því er alveg ljóst hvernig liðið verður, að því gegnum að Luke Shaw verði heill sem eru einhverjar líkur á

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
28
Greenwood
9
Martial

Leicester hefur verið að lenda í meiðslum og á morgun verða báðir aðalbakverðirnir frá, Ben Chilwell og Ricardo Pereira frá vegna meiðsla og Çağlar Söyüncü er í banni. Af aðalvörninni verður þvi bara Jonny Evans á sínum stað, gamli maðurinn Wes Morgan verður með honum og í fjarveru Söyüncü hefur Rodgers notað þrjá miðverði, og Ryan Bennett er sá þriðji Í bakvarðastöðunum verða 22 ára Justin James og 19 ára unglingur Luke Thomas að spila sinn þriðja leik. James Maddison er áfram meiddur, og Christian Fuchs sömuleiðis. Síðan er óvíst hvort Marc Albrighton verður klár en hann missti af leiknum við Spurs á sunnudaginn var. Það verður því að búast við því United keyri á vörn Leicester en að sama skapi gæti reynst erfitt að brjóta fimm manna vörn á bak aftur. Á móti kemur að Leicester getur ekki treyst á eitt stig nema Chelsea tapi og því verður liðið á einhverjum tímapunkti að sækja, nema auðvitað þeir skori snemma sem er augljóslega þá það sem alls ekki má gerast.

Á miðjunni verða Wlfried Ndidi og Youri Thielemans og frammi Jamie Vardy með Ayoze Perez og Harvey Barnes eða Albrighton sér til aðstoðar.

Schmeichel
Evans
Morgan
Bennett
Thomas
Thielemans
Ndidi
Justin
Barnes
Wardy
Pérez

United hefur vissulega hikstað undanfarið, en frá því að tímabilið hófst að nýju hefur Leicester tapað þremur leikjum, gert tvö jafntefli og einungis unnið tvo en annar var vissulega á heimavelli gegn Sheffield United þannig þeir eru ekki alveg dauðir úr öllum æðum. Líkt og hjá United er varamannabekkurinn ekki líklegur til stórræðanna og þeir hafa því keyrt á sama mannskap eins og United, og fengið í ofanálag meiðsli og bönn.

Þetta er ekki flókið. Leikurinn á morgun á og verður að vinnast. Þá geta leikmenn farið í sitt stutta frí ánægðir með árangurinn og komið ferskir í Evrópudeildarbaráttuna.

5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hallmar says

    26. júlí, 2020 at 00:08

    Þetta mun fara 1-3 fyrir okkur og þeir Rasford – Bruno og Marsial munu skora fyrir okkur

    0
  2. 2

    zorro says

    26. júlí, 2020 at 01:27

    Vinnum þetta örugglega…..farnir að hugsa eins og alövöru gamlir unitedspilara….ekkert annað kemur til greina.

    0
  3. 3

    gummi says

    26. júlí, 2020 at 09:14

    Ef við spilum jafn illa og í síðustu leikjum þá erum við að fara tapa þessum leik

    2
  4. 4

    Scaltastic (Timbo) says

    26. júlí, 2020 at 12:33

    Það er í raun engin afsökun fyrir okkur að tapa þessum leik. Leicester hefur verið án 4 af 6 öflugustu leikmanna sinna undanfarnar vikur, niðursveifla þeirra kemur ekki upp úr þurru.

    Ef við töpum í dag þá verður félagaskiptaglugginn hjá okkur í besta falli í uppnámi og félagið fast í handbremsu næstu tvö árin. Margir lykilmenn liðsins eiga eftir að spila fótbolta samfellt frá september til júlí á næsta ári. Þessir menn þurfa að hlaða batteríin í ágúst, ekki vera í harkinu í Þýskalandi.

    OGS hefur borið sig vel síðastlegu viku en hann veit að liðið og hann sjálfur hafa verið passív. Nú er kominn tími til að þora að sækja til sigurs og klára dæmið á okkar forsendum.

    Ætla ekki að skrökva, er ekki sigurviss… En spái 1-1 þar sem Lindelöf jafnar á 87 mín með hreinni tá! Annars er samsæriskenninga hugsun hjá mér að það sé í hag allnokkra leikmanna að ná ekki CL sæti, svo þeir haldi sinni stöðu í liðinu eða yrði skipt út í sumar.

    1
  5. 5

    Audunn says

    26. júlí, 2020 at 13:00

    United þarf að hefja þennan leik af krafti og keyra á Leicester frá fyrstu mínútu.
    Ef leikmenn United fara inn í þennan leik til að ná jafntefli þá tapast þessi leikur.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress