• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Evrópudeildarhraðmótið byrjar – FCK á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 9. ágúst, 2020 | 1 ummæli

Það hefðu fá getað giskað á þetta í lok mars en Evrópudeildin klárast næstu tvær vikur. United er búið að klára formsatriðið gegn LASK og er komið til Þýskalands þar sem – ef allt gengur að óskum – liðið spilar þrjá leiki á næstu tveimur vikum til að vinna Evrópudeildina í annað sinn á fjórum árum. Allir leikirnir þrír munu fara fram í Köln, á RheinEnergie Stadion, eða eins og hann heitir hjá UEFA, Stadion Köln.

Mótherjarnir á morgun verða Danirnir í FC København, eða eins og þeir heita á Íslandi, Ragnar Sigurðsson og félagar. Ragnar verður þó frá vegna meiðsla. Ståle Solbakken, þjálfari København var kokhraustur á blaðamannafundi og sagði að eina leiðin til að vinna United væri að halda boltanum og pressa. Hann var þó líka raunsær og talaði frekar um að möguleiki væri á að sigra United frekar en miklar líkur, enda ljóst að København eru veikara liðið. Þeir gengu þó duglega frá İstanbul Başakşehir í seinni leik liðanna í síðustu viku, unnu 3-0 á Parken og tryggðu sér leikinn gegn United. Jonas Wind gerði þar tvö mörk, annað úr víti, og Rasmus Falk það þriðja. Ole Gunnar Solskjær og Solbakken er vel til vina og Solskjær ætti því að þekkja vel til liðsins. Á blaðamannafundi áðan hrósaði hann sérstaklega þremur framherjum liðsins, þeim Wind, Mikkel Kaufmann og Mohamed Daramy. Skv dönskum fjölmiðlum verður lið København eins og á móti İstanbul og Daramy byrjar ekki.

Johnsson
Boilesen
Bjelland
Nelsson
Varela
Mudražija
Zeca
Falk
Wind
Biel
Kaufmann

Sama uppstilling og United beitir og því einhver miðjubarátta framundan en forvitnilegt að vita hvað gerist ef United nær að halda uppi pressu, hvernig leikmenn detta aftur. Ef eitthvert ykkar er búið að gleyma honum þá er „Varela“ Guillermo Varela sem var um tíma hjá United við engan orðstír en núna búinn að finna fjölina sína hjá FCK. Vonum að hann taki ekki uppá að eiga einhvern stórleik til að reyna að sýna að United hafi gert mistök að sleppa honum, enda engin ástæða til að endurskoða það.

United

Þetta er ekkert flókið

1
De Gea
53
Williams
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
28
Greenwood
9
Martial

Sterkasta liðið utan að Shaw er heima meiddur og Brandon Williams var á blaðamannafundinum áðan og fær að byrja.

Það er engin ástæða til að vera að fikta með þrjá miðverði og það er ómögulegt annað en að það verði sterkasta liðið. Þurfum ekkert að ræða þetta frekar, þetta  lið á að vinna FCK og fara áfram í undanúrslitin. Þar myndu Úlfarnir, enn eina ferðina á þessu tímabili, eða Sevilla bíða, en leikur þeirra fer fram á þriðjudaginn.

 

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Rúnar P says

    10. ágúst, 2020 at 17:14

    Ekki auðveldur leikur og Danir verða erfiðir!

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress