• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Tímabilið hefst á Old Trafford

Halldór Marteins skrifaði þann 18. september, 2020 | Engin ummæli

Manchester United hefur leik á keppnistímabilinu 2020-21 með heimaleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Flautað verður til leiks klukkan 16:30 á morgun, laugardaginn 19. september. Yfirleitt er tímabilið að hefjast rúmlega mánuði fyrr en nú eru svo sannarlega fordæmalausir tímar svo við hefjum leik síðar. Manchester United hefur í raun leik í annarri umferð þar sem liðið fékk aðeins lengra sumarfrí vegna árangurs í Evrópudeildinni.

Dómari leiksins verður Martin Atkinson.

Við minnum á 79. þátt Djöflavarpsins sem kom ferskur á streymisveitur í gær. Þar fóru Maggi, Frikki og Bjössi yfir helstu mál í aðdraganda þessa tímabils og tóku stöðuna á liðinu og glugganum.

Manchester United

Einn leikmaður. Það er allt og sumt. Einn leikmaður hefur komið inn í þessum glugga. Auðvitað er nóg eftir af glugganum en það hefur líka mikið verið rætt um að Manchester United hafi afskaplega takmarkað svigrúm þegar kemur að innkaupum, aðallega vegna launakostnaðar. Helvíti léleg staða fyrir jafn stóran klúbb. Mesta sökina ber Glazer-fjölskyldan og Ed Woodward.

En hvað um það, nú er að hefjast nýtt tímabil og við viljum að sjálfsögðu sjá okkar lið spila fótbolta. Helst skemmtilegan fótbolta eins og liðið bauð oftar en ekki upp á seinni hluta síðasta tímabils (á hinu svokallaða Bruno-tímabili). Miðað við flestar spár er búist við að Manchester United berjist aftur um 3. til 4. sætið við Chelsea og Arsenal, mögulega einhver fleiri lið. Það er talið að liðið verði áfram allavega einu skrefi, ef ekki mörgum, á eftir Liverpool og Manchester City. Ef það væri aðeins til eitthvað þokkalega augljóst svar við því hvernig Manchester United gæti tekið skref upp á við í þessari baráttu… ef aðeins.

Manchester United er þó enn ósigrað í síðustu 14 deildarleikjum, það er allavega eitthvað. Um að gera að halda þeirri hrinu áfram, helst með því að breyta hlutfallinu á milli sigurleikja og jafnteflisleikja aðeins meira sigurleikjunum í vil.

Það er búist við að nýi maðurinn, Donny van de Beek, hendi sér beint í byrjunarliðið og það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi lipri Hollendingur kemur til leiks í úrvalsdeildinni. Annars eru menn enn að vinna í að koma sér í leikform og því gætum við séð byrjunarlið sem verður eitthvað frá okkar allra sterkasta liði.

Tölfræðirýnarnir hjá WhoScored.com spá því að þetta verði byrjunarliðið sem United teflir fram á morgun:

de Gea
Shaw
Maguire
Lindelöf
Wan-Bissaka
McTominay
van de Beek
Rashford
Bruno
James
Martial

Það er margt spennandi við þetta lið. Það er helst að hægri kanturinn stingi dálítið í augun, með allra fyllstu virðingu fyrir Daniel James. Mason Greenwood er enn að glíma við afleiðingar Íslandsferðarinnar og Jadon Sancho er ekki enn kominn til liðsins. Það er þá spurning hvort við viljum frekar sjá Daniel James byrja eða menn eins og Lingard eða Mata.

Crystal Palace

Fyrir tæplega 13 mánuðum síðan, þann 24. ágúst 2019, mætti Crystal Palace í heimsókn á Old Trafford og vann þar 1-2 sigur með marki í uppbótartíma frá Patrick Van Aanholt. Það var hrikalega svekkjandi tap eftir ósannfærandi frammistöðu og Crystal Palace fagnaði þar sínum fyrsta úrvalsdeildarsigri á Manchester United í 22 leikjum.

Þeir urðu nú fleiri, svona leikir hjá Manchester United, svona stigatöp. Allt þar til eftir áramót þegar Bruno kom. Þá allavega hættu tapleikirnir í deildinni, stigin töpuðust frekar með jafnteflum gegn minni spámönnum.

Crystal Palace gekk hins vegar ekkert sérstaklega vel eftir að tímabilið hófst aftur að loknu Covid-hléi. Sigur í fyrsta leik reyndar en svo fylgdu sjö tapleikir í röð og eitt jafntefli. Palace seig við það úr 9. sætinu í það fjórtánda. Ekkert amaleg endastaða, þannig lagað, en það situr eflaust í leikmönnum að hafa endað tímabilið á slíkan hátt.

Palace hóf leik í úrvalsdeildinni um síðustu helgi með góðum heimasigri á Southampton þar sem góðkunningi okkar, Wilfried Zaha, skoraði eina mark leiksins. Markið kom á 13. mínútu og eftir það var uppleggið einfalt, verja forskotið. Southampton var með boltann 70% af tímanum og átti urmul af marktækifærum en heimamenn gerðu nóg til að draga úr þeim tækifærum og koma í veg fyrir að gestirnir næðu að jafna leikinn. Þeir eru því í fínni æfingu þegar kemur að því að sitja til baka og með gríðarlega hættulega sóknarmenn með sprengikraft til að nýta sér hverja smugu á skyndisóknum.

Spekingarnir á WhoScored spá þessu byrjunarliði frá gestunum:

Guaita
Mitchell
Dann
Kouyaté
Ward
Zaha
McArthur
McCarthy
Eze
Ayew
Batshuayi
0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • TonyD um Tvö ár Solskjær
  • Valdi um Tvö ár Solskjær
  • Erlingur um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Tómas um Tvö ár Solskjær
  • Georg um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress