• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 4:1 Istanbul Başakşehir

Magnús Þór skrifaði þann 24. nóvember, 2020 | 2 ummæli

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór ágætlega af stað að hálfu Manchester United. Liðið var ekki endilega að spila stórkostlega en það virtist ágætt flæði á sóknarleik liðsins. Á 7. mínútu tók Alex Telles hornspyrnu sem Alexandru Epureanu miðvörður Başakşehir hreinsaði klaufalega úr teig gestanna og þar var Bruno Fernandes mættur og negldi boltanna í markið og markvörðurinn átti ekki séns á að verja. Nokkrum mínútum síðar virtist Marcus Rashford hafa tvöfaldað forystu United en við nánari athugun reyndist hann rangstæður. Á þessum kafli voru United menn orðnir beittir og greinilega með blóðbragð í munninum. Á 19. mínútu átti Telles aftur fyrirgjöf en í þetta skipti misreiknaði markvörðurinn boltann og Bruno Fernandes var aftur mættur og skoraði þægilega og United komið með tveggja marka forystu. Kortéri síðar var brotið á Marcus Rashford inni í teig og eftir VAR-skoðun var dæmd vítaspyrna á gestina og fékk Rashford leyfi frá Bruno til að framkvæma spyrnuna. Rashford tók nett Pogba aðhlaup að boltanum en skoraði svo örugglega og United leiddi í hálfleik 3:0.

Embed from Getty Images

Seinni hálfleikur

Í hálfleik gerði Ole Gunnar Solskjær eina skiptingu en Axel Tuanzebe leysti Victor Lindelöf af hólmi. Hálfleikurinn var of rólega af stað hjá okkar mönnum en gestirnir blésu til sóknar og ætluðu að freista þess að fá eitthvað úr þessum leik. Það gerðist lítið markvert fyrr en á 60. mínútu en þá gerði Solskjær þrefalda skiptingu og þeir Mason Greenwood, Dan James og Brandon Williams leystu þá Bruno Fernandes, Marcus Rashford og Aaron Wan-Bissaka af hólmi en sá síðastnefndi virtist vera lítillega meiddur. Það dró til tíðinda á 75. mínútu þegar Başakşehir menn minnkuðu muninn með marki úr aukaspyrna sem De Gea virtist verja en boltinn reyndist kominn yfir línuna og mark réttilega dæmt. Eftir þetta réðu gestirnir svolítið ferðinni og ef Demba Ba hefði átt betri leik þá hefði eitthvað getað komið út úr þessum kafla. Nemanja Matic var skipt inná fyrir Anthony Martial og markmiðið var að reyna stöðva sóknarleik gestanna. En Dan James sem var ekki heilla marga með sinni frammistöðu náðu þó að auka forystu heimamanna í 4:1 eftir flotta skyndisókn og 4:1 sanngjarn sigur staðreynd og United áfram á toppi H-riðils með 9 stig en PSG eru í öðru sætinu með 6 sig en franska liðið sigraði Leipzig 1:0.

Embed from Getty Images

Nokkrir punktar

  • Edinson Cavani hefur átt betri leiki á ferlinum en það kom ekki að sök.
  • David de Gea var óheppinn að halda ekki hreinu og það hefði ekki verið ósanngjarnt.
  • Donny van de Beek var flottur á miðjunni ásamt Bruno Fernandes og vonandi mun hann byrja fleiri leiki.
  • Alex Telles var flottur í kvöld en hann átti stóran þátt í fyrstu tveim mörkum United í leiknum.
  • Þess má til gamans geta að United var með tvo markverði á varamannabekknum.

Liðið sem byrjaði leikinn

1
De Gea
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
34
Van de Beek
17
Fred
9
Martial
18
Bruno
10
Rashford
7
Cavani

Varamenn: Grant, Henderson, Williams (Wan Bissaka), Tuanzebe (Lindelöf), Mengi, Fosu-Mensah, Matic (Martial), Mata, James (Rashford), Pellistri, Greenwood (B.Fernandes), Ighalo

Efnisorð: Alex Telles Bruno Fernandes Daniel James Marcus Rashford 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Rúnar P says

    24. nóvember, 2020 at 21:54

    Bruno, Van de Beek og Cavani jesús… :)

    3
  2. 2

    Karl Garðars says

    24. nóvember, 2020 at 22:45

    Flottur fyrri hàlfleikur og smá skjálfti í seinni. Gott að hafa mann í liðinu sem getur gefið fyrir og framherja sem fer inn í teig. En það er best að hafa prins Bruno. Þvílíkur leikmaður og karakter fyrir liðið!

    Mikið þykir mér samt alltaf vænt um Demba Ba þótt hann hafi sett þetta mark á okkur síðast.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Audunn um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Rúnar P um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Thorleifur um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Karl Garðars um Manchester United 3:2 Liverpool
  • Egill um Manchester United 3:2 Liverpool

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress