• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Dýrlingarnir heimsóttir

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 28. nóvember, 2020 | Engin ummæli

Southampton - Manchester UnitedOkkar menn fara á suðurströndina á morgun fyrsta í aðventu og spila gegn dýrlingunum í Southampton. 

United er að komast á smá skrið eftir slæm úrslit skömmu fyrir landsleikjahléið fyrr í mánuðinum. Þrír sigurleikir í röð, tveir í deild og einn í Meistaradeildinni í liðinni viku og ágætis spilamenska er vonandi eitthvað sem Ole ætlar að reyna ýta undir og bæta á næstu vikum, komandi inn í jóla mánuðinn. Verður þessi leikur alvöru prófraun þar sem menn Hasenhüttel hafa verið ansi góðir nú í upphafi tímabils og náð í 17 stig og sitja í fimmta sæti deildarinnar aðeins þremur stigum frá toppnum.

 

Southampton

Dýrlingarnir hafa ekki tapað í síðustu sjö leikjum og af þeim leikjum eru aðeins tvö jafntefli sem komu gegn Chelsea á Brúnni og síðasta mánudag gegn Wolves á útivelli. Þeir hafa heldur betur rétt úr kútnum á síðastliðnu ári, frá því að tapa 9-0 gegn Leicester í lok október 2019 náðu þeir að lokum 11. sæti á síðasta tímabili. Nú sitja þeir við topp deildarinnar og hafa látið lítinn bilbug á sér finna.

Embed from Getty Images

Það hefur enginn leikmaður Southampton á þessu tímabili verið að spila lélega. Enda ómögulegt fyrir lið á stærðargráðu Southampton að vera í og við toppinn án þess að allir væru að setja lóð á vogarskálarnar. Markvörður liðsins McCarthy er búinn að halda 4 sinnum hreinu það sem af er tímabils og verið öflugur ásamt stabílli varnarlínu liðsins. Þar má helst nefna Jannik Vestergaard sem hefur heldur betur stigið upp eftir oft daprar framviðstöður fyrstu tvö tímabil sín hjá liðinu. Ásamt því að verða traustur miðvörður er Daninn helsta skotmark sinna manna í föstum leikatriðum.Talandi um föst leikatriði, James Ward-Prowse. Enski miðjumaðurinn Ward-Prowse tekur öll föst leikatriði dýrlingana og verða okkar menn að varast það til hins ýtrasta að gefa aukaspyrnur í skotfæri frá marki. Enda skoraði þessi spyrnusérfræðingur tvö mörk í sama leiknum fyrr á tímabilinu gegn Aston Villa. Okkar menn meiga þó prísa sig sæla að þurfa ekki að mæta aðalmanni Southampton, Danny Ings. Hann situr á meiðsla listanum ásamt Nathan Redmond, eftir að hafa byrjað þetta tímabil með sama hætti og hann lauk því síðasta með því að raða inn mörkum. Inn í hans stað hefur hinn “síefnilegi” Theo Walcott komið inn og hefur skorað eitt mark og lagt upp annað í þessum tveim leikjum sem Ings hefur verið frá. 

Hasenhüttel mun sennilega stilla upp sama liði og í síðustu umferð, enda breidd liðsins ekki beint að bjóða upp á miklar hræringar.

Líklegt byrjunarlið:

1
McCarthy
3
Bertrand
4
Vestergaard
35
Bednarek
2
Walker-Peters
12
Djenepo
8
Ward-Prowse
6
Romeu
17
Armstrong
32
Walcott
10
Adams

Manchester United

Eftir 4-1 nokkuð þægilegan heima sigur gegn İstanbul Başakşehir og meiri léttleikandi spilamennsku í liðinni viku þá er töluvert betri andstæðingur að mæta United um helgina. Stærstu spurningarmerki fyrir leikinn varðandi uppstillingu og mögulega leikaðferð eru á miðjunni og hægri kantinum. Annað ætti að vera hefðbundið þrátt fyrir að bæði Lindelöf og Wan-Bissaka voru teknir af velli vegna meiðsla í miðri viku. Það má telja næsta víst að Fred verði á miðjuni enda kominn efstur í goggunarröðina þar. En spurningin er hver verður honum við hlið.

Embed from Getty Images

Á fréttamannafundi gærdagsins lét Ole vita af því að Pogba væri ekki enn orðinn heill og að McTominay væri kominn á meiðslalistann. Það verður sennilega hávært ákall um það að gefa Donny sinn fyrsta byrjunarliðs leik í deildinni eftir mjög fínar og kraftmiklar framviðstöður upp á síðkastið. Mér þætti hrikalega gaman að fá að sjá hann byrja á morgun þar sem að hann kemur með allt annað flæði inn á miðjuna heldur en aðrir miðjumenn liðsins. Ég ætla samt að halda það að Matic byrji enda hefur Ole lagt mikla áherslu að hafa varnarleikinn í lagi eftir hörmungarnar gegn Spurs. Það hefur tekist, en síðan þá hefur liðið bæði fengið fæst skot (34) og mörk (3) á sig í deildinni. Svo er það hægri kant staðann. Mata hefur verið að festa sig í sessi þar að undanförnu þó svo ótrúlegt megi virðast, en með endurkomu Greenwood í síðasta leik þá virðast þeir dagar vera að líða undir lok.

Líklegt byrjunarlið:

1
De Gea
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
31
Matić
17
Fred
10
Rashford
18
Bruno
11
Greenwood
9
Martial

Með sigri á morgun geta okkar menn rifið sig upp um allt að fimm sæti ef aðrir leikir falla með okkur. Vonandi fáum við sigur og góða framviðstöðu sem hægt verður að byggja en frekar á í framhaldinu.

Leikurinn hefst kl. 14:00 þar sem hinn þraut reyndi Jon Moss flautar þetta af stað á St. Mary’s Stadium.

Efnisorð: Southampton

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Karl Garðars um Fulham 1:2 Manchester United
  • Sveinbjörn um Fulham 1:2 Manchester United
  • Cantona no 7 um Fulham 1:2 Manchester United
  • Karl Garðars um Fulham 1:2 Manchester United
  • Helgi P um Fulham 1:2 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress