• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Manchester United 3:2 Liverpool

Björn Friðgeir skrifaði þann 24. janúar, 2021 | 14 ummæli

Aðeins Bruno og De Gea hvíldir

28
Henderson
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
39
McTominay
10
Rashford
34
Van de Beek
11
Greenwood
7
Cavani

Varamenn: De Gea, Telles, Tuanzebe, Fernandes(65′), Fred (65′), James, Mata, Matic, Martial

Liverpool var líka með nær fullsterkt lið

Alisson
Robertson
Fabinho
Williams
Alexander-Arnold
Wijnaldum
Thiago
Milner
Jones
Firmino
Salah

Leikurinn byrjaði fjörlega, sóknir á báða bóga en fljótlega virtist United ná tökum á spilinu og sótti vel. Engin opin færi sköpuðust þó, Mason Greenwood átti ágætan sprett næstum upp að endamörkum en í stað þess að reyna að senda út í teiginn á Rashford eða van de Beek reyndi hann skot úr þröngu færi sem Alisson varði auðveldlega. Edinson Cavani gerði honum skýra grein fyrir með látbragði hvað Mason hefði frekar átt að gera þarna.

Greenwood skaut aftur framhjá úr teignum skömmu seinna, var kannske að reyna aðeins of mikið.

Það var því gegn gangi leiksins þegar Mo Salah kom Liverpool yfir á 18. mínútu, einföld sókn, Firmino stakk boltanum milli Lindelöf og Shaw, beint á Salah sem kláraði færið auðveldlega. Alltof opin vörnin þarna.

Liverpool efldust duglega við markið og tóku öll völd á vellinum. Næsta mark var þess vegna aftur gegn gangi leiksins!

Rashford fékk boltann úti á kanti, stoppaði á miðlínunni og sóknarskriðþunginn virtist horfinn, en Rashford leit upp og átti stórkostlega þversendingu yfir í teiginn fjær þar sem Mason Greenwood tók við boltanum á fríum sjó og skoraði örugglega. Frábær undirbúningur.

Embed from Getty Images

Rúmlega mínútu síðar sótti Rashford aftur upp, í þetta skipti upp a teig og gaf stungu inn, van de Beek var á undan Thiago en Alisson kom vel út og var kominn alveg ofaní van de Beek þegar skotið kom og blokkaði vel.

Þetta létti vel á pressu Liverpool og leikurinn fór í meira jafnvægi. Eftir umræðuna um hvort Maguire hefði átt að skora um daginn fór Pogba í sama gír, fékk upplagt skallafæri eftir horn Shaw en skallaði yfir. Rétt á eftir kom enn eitt horn frá Shaw, færið erfiðara en útkoman sama: McTominay skallaði yfir

United var orðið mun sterkara. Dómarinn sýndi loksins gula spjaldið á Fabinho fyrir að negla iður Greenwood, Milner og Thiago höfðu sloppið vel áður, en Pogba skaut framhjá úr aukaspyrnunni. Síðan áttu United tvö ágæt skot sem Alisson varði vel og loksins kom sókn þar sem Rashford æddi inn í degi, endaði á að gefa út og sóknin endaði á skoti Pogba framhjá. United endaði hálfleikinn mun frískari og tóku það inn í seinni hálfleikinn líka.

Það voru ekki fjórar mínútur liðnar þegar United vann boltann á miðjunni, hann barst til Greenwood sem launaði fyrir sig frá markinu og gaf frábæran bolta inn yfir á Rashford. Rashford geystist inn í deig og skoraði örugglega fram hjá Alisson. 2-1 fyrir United!

Embed from Getty Images

Enn snerist leikurinn og Liverpool sótti á, James Milner komst í bolta sem datt inn fyrir vörnina en skaut yfir á 59. mínútu náðu þeir svo að jafna.

Harry Maguire var með boltann við markteig, sendi boltan út í átt að miðjuhringnum, Cavani reyndi einhvers konar þversendingu sem Salah komst inní, hann gaf á Firmino, þaðan á Milner inni í sem renndi boltanum til hliðar og þar var Salah kominn aftur dauðafrír og skoraði auðveldlega.

Hrikaleg varnarvinna, það hefur oft reynst United erfitt að spila boltanum út úr vörninni og í þetta sinn kostaði það mark, þó vissulega hafi það verið sendingin hjá Cavani sem klikkaði svona illilega en vörnin var svo galopin eftir það.

Áfram hélt Liverpool að sækja og á 65. mínútu gerði Ole tvöfalda skiptingu, van de Beek og Greenwood fóru útaf og Bruno og Fred komu inná.

Strax í næstu sókn var svo Mo Salah kominn innfyrir en Henderson varði í þetta skiptið og hindraði þrennuna.

Liverpool voru alveg með þetta en loksins þegar United fékk sókn, braut Fabinho á Cavani rétt við vítateiginn og Bruno Fernandes einfaldlega hamraði boltann framhjá veggnum, yfir hausinn á Thiago sem hafði beygt sig og í hornið fjær og United aftur komið yfir.

Embed from Getty Images

Leikurinn var orðinn aðeins hægari og Markus Rashford fór útaf og stakk aðeins við á leiðinni í klefann, Tony Martial kom inn á í staðinn.

Tveimur mínútum fyrir leikslok var Edinson Cavani næstum búinn að tryggja sigurinn en góður skalli hans eftir frábæra sendingu fór í stöng.

Síðasta færi leiksins kom í hlut Liverpool en Mo Salah skaut vel framhjá.

Skemmtilegur leikur og ágætur hjá United yfir það heila þó vissulega hafi Liverpool verið sterkari hluta leikins. Margar prýðilega frammistöður, Shaw var frábær í fyrri hálfleik og Rashford mjög góður, Cavani vann vel og var taka hlaup án boltans sem hjálpaði oft vel í sókninni. Pogba var þrælgóður, vann líka vel í vörninni og svo kom Bruno og brunoaði þetta.

Flottur sigur!

14

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Karl Garðars says

    24. janúar, 2021 at 16:31

    Líst vel á þetta lið. Við eigum að taka þennan leik. Hef á tilfinningunni að hann verði töluvert skemmtilegri en síðasti.

    2
  2. 2

    Karl Garðars says

    24. janúar, 2021 at 17:27

    Að hugsa sér hvað er búið að eyða í miðverði síðustu ár og þetta er uppskeran.
    Ég horfi aftur og aftur á þetta mark og skil minna og minna hvað þeir eru að hugsa. Það virðist engin tenging.

    2
  3. 3

    gummi says

    24. janúar, 2021 at 18:22

    Við þurfum að losa okkur við bæði Lindelof og Maguire þeir eru bara ekki nógu traustir

    2
  4. 4

    Turninn Pallister says

    24. janúar, 2021 at 18:56

    Frábær sigur í skemmtilegum leik
    Alltaf gaman að vinna Liverpool 🥳

    9
  5. 5

    sigurvald says

    24. janúar, 2021 at 18:57

    Geggjað!!!!

    2
  6. 6

    Rúnar P says

    24. janúar, 2021 at 18:58

    Hefði aldrei sett pening á þetta nema á sigur 🤪

    1
  7. 7

    Cantona no 7 says

    24. janúar, 2021 at 19:07

    Ole

    5
  8. 8

    Scaltastic says

    24. janúar, 2021 at 19:09

    Litla þversögnin miðað við fyrir viku síðan. Miðvarðaparið var algjörlega berháttað, sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiks, Macca var líka út á þekju allan leikinn. Ólíkt seinustu helgi þá voru Rashford og Bruno ekki í krummafót og það skilaði okkur sigrinum.

    Ps. Það var fallegt að sjá Klopp svona rólegan á hliðarlínunni.

    2
  9. 9

    Þorsteinn says

    24. janúar, 2021 at 19:41

    Frábært að fá svona sigur á sunnudegi, þetta var einhvern vegin aldrei í hættu.

    4
  10. 10

    Egill says

    24. janúar, 2021 at 19:52

    Mikið rosalega er ég sáttur núna. Hvar hafa þessar útgáfur af Pogba og Shaw verið? Þvílíkar frammistöður hjá þessum gæjum. Ef varnarleikurinn hjá okkur hefði ekki verið svona dapur hefði þessi leikur aldrei verið í hættu. Mér finnst McTominay stundum ekki hlífa vörninni nógu vel með því að pressa menn, hann er oft að gefa of mikið pláss fyrir andstæðinginn til að athafna sig. Lindelöf var líka dapur í dag og púlararnir sóttu stíft á hann. Heilt yfir fannst mér varnarleikurinn ekki góður hjá okkur.
    En sóknarlega vorum við frábærir!! Skoruðum tvö mörk gegn Liverpool án Bruno, það hefði verið óhugsandi fyrir 6-7 vikum síðan, eða jafnvel 2 vikum síðan.
    Frábært að sjá Rashford og Greenwood skora (sá þurfti heldur betur á því að halda) og geggjað mark hjá Bruno.
    Púlarar rotaðir í dag, og í raun stálheppnir að hafa endað leikinn með 11 menn. Fabinho hefði getað fengið seinna gula þegar hann braut á Cavani, margir kölluðu eftir rauðu spjaldi á Shaw um daginn, en Mane átti nákvæmlega eins brot og hefði getað fokið útaf, og svo gerir Thiago ekkert annað en að brjóta af sér.

    Ég er ekki á Ole In vagninum ennþá, en ég er heldur betur farinn af Ole Out vagninum, við erum svo klárlega að sjá framfarir í liðinu og ég bíð spenntur eftir að sjá hversu langt Ole kemst með þetta lið.

    5
  11. 11

    Karl Garðars says

    24. janúar, 2021 at 20:37

    Sammála Agli í einu og öllu.
    Vel uppsettur leikur hjá OGS eins og sá síðasti en þessi var aðeins skemmtilegri.

    Hef vitað af og fylgst lítillega með Cavani alla tíð. Þó alls ekki nóg til að átta mig á hvers lags stríðsmaður þetta er. Ég var hálf fojaður þegar hann var fenginn en held ekki vatni yfir honum núna. Hann er alltaf á ferðinni, hreinlega út um allt. Hundeltir menn aftur eftir öllu en er samt mættur fram manna fyrstur.
    Hann er akkúrat týpan sem vantaði til að leiða þessa tegund framlínu, að mínu mati. Þvílík veisla fyrir Rashford og Greenwood að vinna með og læra af svona fagmanni (og líka fyrir Martial ef hann væri ekki franskur letihaugur).
    En ég ætla samt ekkert að missa mig í að hrósa Joel, Avram eða Woodie fyrir þetta dæmi. Þeir eru ennþá á appelsínugulu spjaldi.

    10
  12. 12

    Thorleifur says

    24. janúar, 2021 at 21:46

    Fannst Shaw góður sóknarlega en hann átti að passa Sala í báðum mörkunum annars var vörnin frekar óörugg í leiknum, ég fæ kvíðahnút í hvert skipti sem við spilum út frá henni. Ég bara skil ekki þetta hreyfingarleysi og skort á að bjóða sig aftast!
    Annars bara skemmtilega mis hraðar sóknir á báða bóga og Cavani á eftir að verða geggjaður þegar miðju og sóknarmenn verða búnir að læra á hann 😁⚽⚽⚽

    4
  13. 13

    Rúnar P says

    24. janúar, 2021 at 23:29

    SuperBowl og Premier league að koma heim 😍

    1
  14. 14

    Audunn says

    25. janúar, 2021 at 10:32

    Mjög góður sigur á þessu Liverpool liði, það fer alltaf minna og minna fyrir Púllurum með hverrri vikunni sem er hið besta mál að sjálfsögðu :)
    Í langan tíma var ég ekkert stressaður meðan á þessum leik stóð, mér fannst United alltaf vera líklegri.
    Jú jú það kom góður kafli hjá Liverpool eftir að þeir jafna 2-2 en við réðum við það.

    Hvað vörnina varðar þá held ég því enn fram að Lindelof og Maguire séu ekki gott par, mér finnst Maguire betri með aðra í kringum sig.
    Lindelof er ótraustur, finnst hann stressaður og bara ekki nægilega góður. Hann les svo ótrúlega oft vitlaust í aðstæður og er bara ekki nógu sterkur.
    Ég er viss um að Maguire myndi brillera með sterkari miðvörð með sér, var alltaf að vonast til að Ole myndi gefa Tuanzebe gott run, ég treysti honum betur en Lindelof.

    6

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Karl Garðars um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Robbi Mich um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Newcastle United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress