• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Erum við komnir til Gdansk?

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 5. maí, 2021 | 3 ummæli

Annað kvöld leika okkar menn gegn Rómverjum í seinni viðureign þessara liða í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Líkt og gegn Real Sociedad og Granada fyrr í þessari keppni er seinni leikurinn algjört formsatriði eftir að hafa náð í ansi góð úrslit í fyrri viðureigninni. Aðeins hefur einvígið gegn AC Milan verið spennandi í seinni leiknum. Eftir 6-2 sigur í síðustu viku gegn Rómverjum og óvænt frí um síðustu helgi ættu okkar menn að vera ansi vel hvíldir og tilbúnir í að klára verkefnið. Með því að klára þessa rimmu þá er liðið í fyrsta skipti komið í ÚRSLITALEIK undir stjórn Ole Gunnars eftir margar óárangursríkar tilraunir hingað til.

Halldór okkar fór ansi vel yfir fyrri viðureignir þessara liða í söguni í upphitun í síðust viku sem ég mæli með að menn kíki á.

Embed from Getty Images

 

Liðsuppstilling

Ég býst við að Ole stilli upp sterku liði annað kvöld en hvíli þó eitthvað þar sem leikja prógrammið er ansi stíft það sem eftir lifir leiktíðar. Næsti leikur er til að mynda í hádeginu á sunnudag sem þýðir aðeins tveggja og hálfs sólarhrings hvíld milli leikja með ferðalagi til Manchester frá Róm inn á milli. Einnig er ekki en vitað hvar frestaða leiknum gegn Liverpool verður troðið inn.

Ég vil sjá Rashford fá hvíld þar sem hann er ekki búinn að vera 100% lengi og því gott að nýta þá góðu stöðu í einvíginu til að hvíla hann. Eins og staðan er núna er aðeins Martial sem er á meiðsla listanum af þeim leikmönnum sem eru skráðir til keppni í Evrópudeildinni. En auðvitað er Phil Jones meiddur en hann er ekki skráður á leikmannalista liðsins í þessari keppni. 

Líklegt byrjunarlið:

1
De Gea
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
17
Fred
21
James
18
Bruno
11
Greenwood
7
Cavani

Rómverjar

Roma hefur ekki unnið leik í síðustu sex leikjum eftir tap gegn Sampdoria um helgina. Það voru þau örfáu korn sem vantaði upp á til að fylla mælinn hjá stjórnarmönnum Roma sem tilkynntu eftir helgi að Paulo Fonseca stjóri liðsins myndi ekki stýra liðinu lengur að þessu tímabili loknu. Talið var næsta víst að Maurizio Sarri fyrrum stjóri Napoli og Chelsea myndi taka við en hið óvænta gerðist. Jose Mourinho er kominn aftur í boltann eftir stuttann tíma frá síðasta starfi og aftur kominn til Ítalíu. Það verður gamann að sjá hvort að þjálfunaraðferðir hans eigi upp á pallborðið í ítalska boltanum eftir ansi storma sama tíma á Englandi síðastliðinn ár.

Embed from Getty Images

Allir þrír leikmenn Roma liðsins sem þurftu að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik í fyrri viðureigninni eru ekki leikhæfir á morgun. Skarð markvarðarins Pau Lopez er sennilega stærst enda er varamarkvörður Roma liðsins, Antonio Mirante sem fagnar 38 ára afmæli sínu seinna á árinu, ekki sá besti miðað við framviðstöðu hans í síðustu viku.

Líklegt Byrjunarlið:

83
Mirante
23
Mancini
6
Smalling
3
Ibañez
31
Perez
42
Diawara
4
Cristante
2
Karsdorp
77
Mkhitaryan
7
Pellegrini
9
Dzeko

Hinn gífurlega reynslumikli Felix Brych dæmir leikinn í Róm, sem hefst á slaginu 19:00 hér á fróni. Úrslitaleikurinn í Gdansk í Póllandi er innan seilingar og vel það. Áfram Man. Utd.!

Efnisorð: Jose Mourinho Roma 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Óli says

    5. maí, 2021 at 16:50

    James fór ekki með til Romar

    1
  2. 2

    ghe says

    8. maí, 2021 at 20:28

    Ekki matti miklu muna að illa færi i rom, en þetta hafðist.

    0
  3. 3

    ghe says

    8. maí, 2021 at 20:31

    Ekki matti miklu muna að illa færi,en þetta hafðist að lokum.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Bob um United 1 : 2 City
  • Arni um United 1 : 2 City
  • Helgi P um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress