• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Er deildarbikarinn eitthvað oná brauð? West Ham á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 21. september, 2021 | Engin ummæli

Það molnar sífellt undan deildarbikarnum og kæmi líklega fáum á óvart ef stóru liðin hættu þátttöku eða settu U-23 alfarið í keppnina, líkt og þau eru núna í framrúðubikar neðri deilda. En það er ekki enn komið að þeim tíma og Manchester United mætir West Ham í annað skiptið á fjórum dögum á morgun.

Það gerir þó enginn ráð fyrir að liðin verði eitthvað lík því sem þau voru á sunnudaginn. Nú þegar er búið að tilkynna að Anthony Elanga og Alex Telles verði í hópnum og búist er við að Phil Jones verði það líka á sinni löngu leið tilbaka úr meiðslum. Það er þó ekki endilega það sama og að þeir byrji og við skjótum á að liðið verði albreytt.

Henderson
Telles
Bailly
Lindelöf
Dalot
Van de Beek
Matić
Lingard
Mata
Sancho
Martial

Dean Henderson er búinn að spila með U-23 og ætti að vera tilbúinn, og þarf að sýna sig, því eins og David de Gea er búinn að vera spila verður erfitt að ryðja honum úr sessi. Ef Telles er heill verður öll vörnin fersk. Það er ólíklegt annað en að Donny van de Beek fái sjaldgæft tækifæri til að sýna sig. Hvort Nemanja Matic verður treyst fyrir heilum leik verður að koma í ljós,  Jesse Lingard byrjar örugglega, sem og Anthony Martial. Jadon Sancho þarf heilan leik og þá er bara spurningin hvort það er nóg eftir  í tankinum hjá Juan Mata til að hann byrji, en segjum það bara.

Það verður síðan örlítið spennandi að sjá bekkinn, það ætti að vera eitthvað af stóru kanónunum þar ef Solskjær ætlar að taka keppnina eitthvað alvarlega. Það er jú ekkert verra að hafa þessa leiki inn á milli til að gefa mönnum tækifæri, enda sést af ofangreindu liði að United getur stillt upp mjög sterku varaliði.

West Ham

Markvörðurinn Alphonso Areola kom á láni frá PSG og búist er við honum í byrjunarliði. Alex Král er annar lánsmaður sem búist er við að fái tækifæri, ungur Tékki sem er samningsbundinn Spartak Moskvu. Mikhail Antonio fékk að hvíla um helgina vegna banns og gæti því mætt ferskur ef ekki á að spara hann fyrir deildarleik gegn Leeds um helgina. Loks gæti verið að Mark Noble byrji en hann sat á bekknum á sunnudaginn áður en hann kom inná til að láta De Gea verja frá sér víti.

Að auki eru nefndir Issa Diop, Ryan Fredericks og Manuel Lanzini, sem léku í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Leikurinn hefst kl 18:45 að íslenskum tíma og Jonathan Moss sér um að blístra.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress