• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Chelsea á morgun – síðasti leikur Carrick sem stjóra?

Björn Friðgeir skrifaði þann 27. nóvember, 2021 | 1 ummæli

Eftir stjórahasarvikunnar kemur að því sem skiptir máli, fótboltaleik. United fer til London og mætir Chelsea á morgun. Ef Ralf Rangnick væri mættur væri hægt að slá þesum leik upp sem lærimeistara móti lærisveini en í staðinn verður þetta leikur þar sem við sjáum breytinguna em Thomas Tuchel hefur gert á Chelsea liðinu og vonumst til að Rangnick geti gert eitthvað svipað þegar hann mætir á Old Trafford í næstu viku.

En það er Michael Carrick sem verður í jakkafötunum á hliðarlínunni, ferskur eftir ágætan sigur á Villarreal.
Embed from Getty Images

Chelsea átti hin vegar enn betri viku, rústaði Juventus 4-0 á heimavelli og sýndi enn á ný að þeir eru líklega besta liðið í deildinni í dag. Eitt af því sem einkennir Chelsea í dag er að varnarmenn þeirra taka virkan þátt í sókninni og Trevor Chalobah og Reece James skoruðu tvö af mörkunum. James er með fjögur mörk í níu deildarleikjum. Til samanburðar eru markahæstu menn United, Ronaldo, Greenwood og Bruno allir með fjögur mörk og enginn varnarmaður United hefur skorað í deild. Yfir til þín, Ralf.

Embed from Getty Images

N’Golo Kanté meiddist gegn Juventus og verður líklega ekki með og Ben Chilwell verður frá í þó nokkrun tíma eftir meiðsli í sama leik. Óvíst er um Kai Havertz og það er engan veginn öruggt að Romelu Lukaku komist í byrjunarliðið enda hefur það spjarað sig ágætlega án hans

Spáin um liðið er svona

Mendy
Rüdiger
Silva
Chalobah
Alonso
Jorginho
Loftus-Cheek
James
Hudson-Odoi
Mount
Werner

Það verður spennandi að sjá hvort það verða frekari breytingar á liði og leikskipulagi United. Einhver þóttust sjá mikla bætingu sérstaklega á því síðarnefnda eftir að Rashford og Fernandes komu inná á þriðjudaginn en önnur vildu meina þetta hefði verið sami grauturinn og fyrr.

1
De Gea
27
Telles
3
Bailly
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
25
Sancho
7
Ronaldo

Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að Anthony Martial byrji og Bruno Fernandes fær eflaust sætið sitt þó Donny van de Beek hafi staðið sig ágætlega gegn Villarreal. Svo má alveg búast við að Alex Telles haldi sæti sínu.

Embed from Getty Images

Þetta verður spennandi leikur á morgun, leikmenn United ættu að hafa áttað sig á hvað er handan við hornið, það verða engin grið gefin hjá nýjum stjóra og þeir sem ekki sýna hvað þeir geta munu ekki fá mörg tækifæri. Sigur gegn mun sigurstranglegra Chelsea liði væri sannarlega eitthvað fyrir þá að taka inn í nýjan raunveruleika.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Silli says

    28. nóvember, 2021 at 05:56

    Þetta er skrifað í skýin. Carrick tekur við liðinu næsta sumar. Verður undir faglegri handleiðslu Rangnick. Hann er miklu efnilegri þjálfari en Klopp og Tuchel voru nokkurntímann.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress