• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Brighton and Hove Albion

Björn Friðgeir skrifaði þann 15. febrúar, 2022 | 7 ummæli

1
De Gea
23
Shaw
3
Lindelöf
5
Maguire
20
Dalot
17
Fred
39
McTominay
25
Sancho
18
Bruno
36
Elanga
7
Ronaldo

Varamenn: Henderson, Alex Telles (79′), Jones, Lindelöf, Wan-Bissaka, Lingard, Mata, Pogba (73′) , Rashford (79′)

Brighton

Sánchez
Cucurella
Webster
Dunk
Veltmann
Bissouma
Moder
Mac Alister
Gross
Trossard
Maupay

Brighton byrjaði frísklega, náði skoti á De Gea fljótlega en skömmu síðar kom skemmtilegt færi United, Ronaldo lék upp og gaf á Sancho sem var þá kominn móti Sánchez og markvörðurinn varði vel, sóknin hélt áfram með fyrirgjöf Sancho en bjargað í horn.

Embed from Getty Images

Brighton voru nokkuð betri á miðjunni, tókst ágætlega að halda boltanum og pressa á United þegar þeir voru með boltann. United gerði sig þó líklegri til að skapa færi þó að raunveruleg slik væru ekki að sjást.

Þetta gekk vona langt fram eftir hálfleik þangað til að loksins kom færi og það var David de Gea sem bjargaði United. Fyrirgjöfin kom inn á teig United og Jakub Moder fékk frían skalla í bilinu milli Lindelöf og Shaw en de Gea varði.

Embed from Getty Images

United hóf svo seinni hálfleik á að skora á 51. mínútu. Fyrstu fimm voru smá streð en svo fór McTominay í Bissouma og vann boltann sem fór til Ronaldo, hann lék upp að teig og tók skotið, inn rétt úti við stöng.

Embed from Getty Images

Fyrsta mark Ronaldo á árinu!

Innan við tveimur mínútum siðar potaði Elanga boltanum af tánum á Lewis Dunk og var næstum kominn inn fyrir. Dunk tók hann niður og dómarinn dæmdi aukaspyrnu og gult, VAR greip inn í dómarinn fór á skjáinn og Dunk fékk rautt. Ronaldo dúndraði að sjálfsögðu í vegginn úr aukaspyrnunni.

United tók nú völdin og sótti stíft. Ronaldo fékk fínt skallafæri þegar Fernandes vippaði inn á markteig en Sánchez varði vel.

Bruno Fernandes átti að skora á 72. mínútur þegar Sánchez gerði skelfileg mistök, sendi boltann beint á Ronaldo við teiginn, Ronaldo óeigingjarn gaf þvert á Fernandes sem var alveg ótruflaður en skaut beint á Sánchez. Hrikalega slakt hjá Bruno.

Enn og aftur fékk svo Ronaldo skallafæri á markteig eftir sendingu frá Bruno, en skallinn fór framhjá.

Embed from Getty Images

En 1-0 forysta er aldrei örugg og United var stálheppið að Jakub Moder skaut í slána með tilraun af löngu færi.

Áfram hélt United að sækja. Alls kyns skot og hálffæri létu sjá sig en ekkert fór inn og fátt sem í raun ógnaði marki Brighton. Eftir leiki undanfarið þar sem United hefur varla haldið boltann var núna möguleiki hjá United að vinna sannfærandi en þrátt fyrir mikla yfirburði úti á vellinum manni fleiri var lítið em hafðist upp úr því við markið.

Brighton sótti svo stíft í sex mínútna uppbótartíma þangað til á síðustu sekúndunni að Bruno vann boltann á miðjum vallarhelmingi United, dæmd var hendi á Brighton manninn sem datt þegar Bruno kom á hann. Pogba tók snögga aukaspyrnu og sendi Bruno einan af stað upp kantinn. Þá voru þeir Ronaldo allt í einu tveir á einn, Bruno fór óáreittur inn í teiginn því Veltmann var að hugsa um Ronaldo. Bruno tók svo gabbhreyfingu sem fíflaði bæði Veltmann og Sánchez og gat skorað auðveldlega.

Embed from Getty Images

Þetta hafðist því og United kemst upp í fjórða sætið. Það virðist vera keppni um að komast hjá því að lenda í því sæti, liðin þarna í kring eru að klúðra hægri vinstri.

7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    zorro says

    15. febrúar, 2022 at 19:50

    Flott að taka Pobga útaf þegar hann er búinn að eiga góðann leikk…….shitttttttt hvað er mikið að þarna i rauða manchester..nú botna ég ekki hvernig fótbolti virkar….eru þið sammála

    2
  2. 2

    zorro says

    15. febrúar, 2022 at 19:51

    gleymdi einu spái 1 marki i þessum leik…hehehe

    0
  3. 3

    Arni says

    15. febrúar, 2022 at 20:05

    Sem betur fer er real madrid og psg á sama tíma

    3
  4. 4

    Dór says

    15. febrúar, 2022 at 21:04

    Brighton eru svo miklu betri en við

    1
  5. 5

    Snorkur says

    15. febrúar, 2022 at 22:14

    Ekki það besta .. en samt góður sigur. Fannst okkar ekki vera nógu ákafir , sem hefur verið það jákvæða í seinustu leikjum .. en tökum sigur :)

    1
  6. 6

    Scaltastic says

    15. febrúar, 2022 at 22:14

    Þvílíkur léttir að þetta hafðist, það er núll sjálfstraust í liðinu.

    Bruno og Ronny voru jöfnunarmarki frá því að geðheilsa mín væri farin…

    2
  7. 7

    Egill says

    15. febrúar, 2022 at 23:05

    Við áttum að vera búnir að klára þetta fyrir löngu síðan. Merkilegt hvað færanýtingin okkar er léleg þessa dagana.
    Ég var svo skíthræddur um að Maguire hefpi klúðrað þessu eina ferðina enn þwgar hann þorði ekki að skýla boltanum fyrir Welbeck af öllum mönnum, en sem betur fer hafðist þetta. Baráttan í Bruno er rosaleg!!! Eftir að hafa verið á fullu í 90 min þaut hann af stað á 96 min og kláraði leikinn, rosaleg lungu í þessum gæja.
    Annars átti Rashford enn eina hörmunina í kvöld. Átti hann einhverja heppnaða sendingu? Ég er kominn með nóg af honum, við höfum ekkert að gera með mann sem virðist ekki einu sinni hafa áhuga á fótbolta lengur.
    Pogba var geggjaður og stjórnaði miðjunni eins og herforingi, Fred gat ekki neitt, Sancho flottur en Shaw er má fara.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress