• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska deildarbikarkeppnin

Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. janúar, 2023 | 2 ummæli

Maguire í banni, Shaw veikur og Varane hvíldur

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Varamenn: Heaton, Varane, Williams, Fred (71), Mainoo, McTominay, Pellistri (71), Elanga, Garnacho (57′)

Lið Forest

Hennessey
Lodi
McKenna
Worrall
Aurier
Danilo
Freuler
Scarpa
Gibbs-White
Surridge
Johnson

United sótti stíft frá fyrsta flauti og þegar Forest fékk sína fyrstu sókn vann United boltann, Rashford fékk boltann á miðju úti við hliðarlínuna, keyrði á vörnina, stakk sér á milli Freuler og Worrall og inn í teig og afgreiddi boltann einfaldlega framhjá Hennessey með vinstri. Einfalt, auðvelt og frábært, United komið í 1-0 á sjöttu mínútu.

Embed from Getty Images

Forest sótti þó nokkuð eftir markið en komust litið áfram, United vörnin og Casemiro áttu auðvelt með að brjóta upp sóknirnar og sækja hratt á, sérstaklega upp vinstra megin með Rashford. En eftir eina slíka var það Forest sem kom til baka, voru allt í einu þrír á tvo og einföld sending fann Surridge sem skoraði örugglega. En varsjáin sá að hann var kominn með hnéð í rangstöðu og United slapp með skrekkinn.

Eftir þetta ógnaði Forest meira og það var ekki alltaf sem maður treysti vörninni almennilega. Antony átti þokkalega spretti móti vafasamri vörn Forest en of einfæættur til að gera of mikinn usla, besta færið hans kom eftir fínt spil hans, Rashford og Bruno gegnum vörnina en þó það kæmi á vinstri fótinn þurfti hann að teygja sig aðeins of og skotið fór beint á Hennessey. Hefði mátt gera betur þar.

Það var samt skot Antony utan teigs sem gaf mark, hann fékk sendingu frá Casemiro, boltinn skoppaði upp og flott skot á lofti. Hennessey varði boltann út í teiginn og Wout Weghorst var fyrstur til og skoraði auðveldlega, 2-0 alveg undir lok fyrri hálfleiks.

Embed from Getty Images

Seinni hálfleikur byrjaði verulega fjörlega, bæi lið sóttu á og áttu alls kyns tækifæri ef ekki færi. Skot Eriksen utan teigs fór í slá og svo varði Hennessey frá Rashford.

Það virtist ekki ástæða til að láta Rashford hlaupa meira, Garnacho kom inn á, en áfram var þetta opinn leikur.

Gibbs-White hreinlega hirti boltann af Casemiro ekki oft sem maður sér það, lék inn í teig en skaut yfir. Forest voru alveg að gera sig líklega fram ávið.

Næsta skipting kom þegar tuttugu mínútur voru eftir, Fred þétti miðjuna í stað Eriksen og Pellistri fékk að spreyta sig fyrir Antony.

Leikurinn var ekki slæmur það sem eftir var en var vissulega að fjara út þegar United tók góða rispu undir lokin aðallega gegnum Pellistri, og sókn á 89. mínútu skilaði þriðja markinu, boltinn barst til Fernandes utan teigs og lágt og fast skot hans fór í netið. Sigurinn tryggður og leikurinn á Old Trafford því sem næst formsatriði.

Embed from Getty Images

Mjög góður sigur hjá liðsheild. Casemiro og Martínez leggja hornstein að svona sigrum með að sjá til þess að vörnin sé þétt. Forest náði vissulega sínum færum en veikari miðja og vörn hefði þýtt að þau hefðu orðið að mörkum. Marcus Rashford er í besta formi lifs síns og skoraði meira að segja með veikari fætinum. Ef Antony væri ekki svona hrottalega einfættur væri hann án efa næstum jafn góður. En hann er bara 22ja ára og gæti bætt það.

Næst er það alvöru bikarinn!

2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Helgi P says

    26. janúar, 2023 at 13:38

    Fínn sigur og loksins komnir með alvöru stjóra

    2
  2. 2

    Steve Bruce says

    26. janúar, 2023 at 20:07

    Fínn sigur. Sá ekki leikinn en heyrist að sigurinn hafi verið stærri en leikurinn sjálfur spilaðist. Hvað um það, frábært veganesti í seinni leikinn. Að því sögðu er í mínum huga rannsóknarefni að Carabao Cup sé enn með tveggja leikja undanúrslit! Ekki einu sinni FA Cup tekur sig svo alvarlega.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress