• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Barcelona í kvöld, snemma!

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. febrúar, 2023 | Engin ummæli

Það er óratími síðan dregið var í þrjátíu og tveggjaliða úrslit Evrópudeildarinnar, nánar tiltekið þrír mánuðir. MIkið hefur gerst síðan þá, heil heimsmeistarakeppni til að mynda og margt breyst. Manchester United er fimm stigum frá toppi Úrvalsdeildarinnar, nokkuð sem hefði þótt gott, en eftir erfiðleika Barcelona í Meistaradeildinni í haust hafa þeir sett í fluggír í deildinni og eru nú átta stigum á undan Real Madrid í efsta sæti. Eina tap þeirra í deildinni var á Santiago Bernabeu, og töpin í Meistaradeildinni voru gegn Bayern og Inter. Frá 26. október hefur liðið ekki tapað leik og eina jafnteflið kom á gamlársdag heima í borgarslagnum gegn Espanyol.

Það er því ekki árennilegur hjalli sem United tekst á við í kvöld á Camp Nou. Xavi hefur nær fullskipaðan hóp í höndunum, aðeins Sergio Busquets og Ousmane Dembele missa af leiknum í kvöld og reyndar þeim á Old Trafford í næstu viku.

Ter Stegen
Jordi Alba
Christensen
Araújo
Koundé
Kessie
De Jong
Pedri
Gavi
Lewandowski
Rapinha

Þarna er valinn maður í hverju rúmi og helst í vinstri bakk sem gæti verið breyting, Alejandro Balde, nítján ára Spánverji, gæti komið í stað hins þrjátíu og þriggja ára Jordi Alba. Frenkie de Jong þarf ekki að kynna nánar, hann byrjaði illa í haust en hefur verið frábær undanfarið. Frank Kessié er traustur vinstra megin í staðinn fyrir Busquets, þeir Gavi og Pedri slá meira í gegn með hverjum leiknum, Rapinha var annar sem átti erfitt uppdráttar í haust og virtist sem hann væri ekki bestu kaupin, en hefur nelgt sætið í liðinu undanfarið. Svo er þarna framherji sem heitir Robert Lewandowski. Hann skorar stundum. En aldrei móti United, aðallega líklega af því að hann hefur aldrei leikið gegn United!

Manchester United

Hópur United er þynnri en Barcelona. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay eru meiddir sem fyrr, Lisandro Martinez er í banni vegna þriggja gulra spjalda og Marcel Sabitzer fékk einni þrjú gul í leikjum sínum með Bayern í haust og er ekki með. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að Casemiro verður með og óþreyttur eftir bannið undanfarið. Það er óhætt að gera ráð fyrir að það hvíli mikið á herðum hans í kvöld.

Embed from Getty Images

Það eru engar líkur á að blásið verði til sóknar í kvöld. Styrkur United í vetur hefur verið meiri gegn liðum sem sækja og beita svo skyndisóknum. Fjarvera Lisandro gerir liðið veikara og við munum sjá mikla pressu frá Barcelona

1
De Gea
12
Malacia
23
Shaw
19
Varane
20
Dalot
17
Fred
18
Casemiro
10
Rashford
8
Fernandez
25
Sancho
27
Weghorst

Mitt gisk er á að Shaw taki miðvörðinn frekar en Lindelöf, Dalot verður hægra megin og Wout Weghorst verður í skítverkum í senter. Það væri spennandi að sjá Garnacho inni og Rashford frammi en líklega betra að eiga það inni í seinni hálfleik.

Þetta verður streð og vesen og virkilegur prófsteinn á liðið. Jafntefli í kvöld og það er allt hægt. Slæmt tap og þá er ljóst að vinnan hjá Ten Hag sem hefur skilað svo miklu í deildinni á lengra í land en sum okkar leyfa sér að láta sig dreyma um.

Leikurinn er snemma, Maurizio Mariani flautar hann á kl 17:45

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress