• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United tekur á móti Leicester

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 18. febrúar, 2023 | Engin ummæli

United tekur á móti Leicester City á Old Trafford klukkan 14:00 á morgun, sunnudaginn 19. febrúar. Eftir fín úrslit í miðri viku á Nývangi mun United taka á móti refunum frá Leicester á heimavelli á konudaginn sjálfan. Leicester hefur verið í brasi á þessari leiktíð og oft hefur því verið velt upp hvort Brendan Rodgers sé kominn með liðið á endastöð. Liðið situr nú í 14 sæti ensku úrvalsdeildarinnar og miðað við undanfarin tímabil telja sig eiga meira inni. Liðið hefur þó aðeins rétt úr kútnum eftir vonda byrjun á tímabilinu og virðast hafa komið aðeins ferskari inn í nýtt ár. Leicester hefur unnið síðustu tvo síðustu leiki í úrvalsdeildinni og síðustu helgi gjörsamlega valtaði liðið yfir Tottenham.

United hefur verið í stífu leikjaprógrammi undanfarna mánuði og það er spurning hvort þetta leikjaálag fari að segja eitthvað til sín, þar sem Ten Hag breytir ekkert sérstaklega mikið um byrjunarlið. Það virðist þó ekkert ætla að stöðva Marcus Rahsford en hann hélt uppteknum hætti gegn Barcelona í miðri viku og skoraði eitt og lagði upp annað (þó það væri sjálfsmark). Martinez fékk hvíld í miðri viku þar sem hann var í banni sem og Marcel Sabitzer. Þá mun Casemiro missa af leiknum þar sem þetta er síðasti leikur hans í leikbanni eftir hálstakið í leiknum gegn Crystal Palace.

 

Liðsspá

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
15
Sabitzer
17
Fred
25
Sancho
8
Fernandes
10
Rashford
27
Weghorst

 

Ég tel að Ten Hag breyti ekki miklu frá leiknum gegn Barca nema leikmenn í banni og leikmenn að koma úr bönnum munu svissa á byrjunarliðssætum og sætum upp í stúku. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir United að vinna þennan leik og halda í við City og Arsenal sem og losa sig frá Newcastle og pakkanum í evrópudeildar- og sambandsdeildarsætunum.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress