• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:1 West Ham

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. mars, 2023 | 5 ummæli

Liðið er komið og það eru sex breytingar

1
De Gea
12
Malacia
2
Lindelöf
5
Maguire
20
Dalot
15
Sabitzer
39
McTominay
49
Garnacho
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Varamenn: Heaton, Martinez (58′), Varane, Wan-Bissaka, Casemiro (46′), Fred (86′), Pellistri, Elanga, Rashford (58′)

Lið West Ham

Areola
Emerson
Ogbonna
Aguerd
Johnson
Paquetá
Rice
Soucek
Benrahma
Antonio
Fornals

Leikurinn var fimm mínútna gamall Þegar Marcel Sabitzer var næstum búinn að opna markareikning sinn hjá United, prýðilegt spil, McTominay gaf á Weghorst sem renndi honum út og Sabitzer fékk ótruflað skot sem Areola varði vel. Hefði verið prýðilega smekkleg byrjun á leiknum. Areola var alveg að sanna sig sem varamarkmaður, tók gott skot Garnacho nokkrum mínútm síðar, og United var að mestu með tök á leiknum.

Færin létu samt á sér standa og um miðjan halfleikinn komst Michail Antonio aleinn innfyrir, hafði nógan tíma, lék upp völlinn og alla leið inn í teig, allt of nálægt De Gea sem kom aðeins út og Antonio skaut svo beint á De Gea. Hrikalega illa farið með frábært færi þar, þó að De Gea hafi klárað sinn hluta ágætlega.

Embed from Getty Images

West Ham varð mun öflugra og það var vel ljóst hver munurinn á liðinu með og án þeirra Casemiro, Martínez og Varane. Framherjarnir voru þó frískir en West Ham varðist vel þegar þurfti.

Þó West Ham væru orðnir betri létu færin á sér standa og leikurinn var markalaus í hálfleik. Ten Hag sá að gera þurfti breytingar og Casemiro kom inná fyrir McTominay í hálfleik.

En eftir að seinni hálfleikur byrjaði með sóknum á báða bóga skoraði Saidi Benrahma. West Ham var með boltann úti við hliðarlínu, Unitedmenn héldu að boltinn hefði farið útaf en svo var alls ekki. Þeir voru meira uppteknir af því að heimta innkast en að taka á sókninni og boltinn kom til Benrahma í teignum, Maguire kom ekki út í hann og Antony of seinn í hann aftan frá, skotið frítt og boltinn söng í netinu.

Ten Hag brást við og sendi Rashford og Martínez inná fyrir Antony og Lindelöf. United sótti en þá kom West Ham á móti og aftur var Antonio kominn einn á móti De Gea, þrengra færi í þetta skiptið en aftur varði De Gea, þetta skiptið erfiðari varsla.

Embed from Getty Images

Á 73. mínútu leit út fyrir að Casemiro hefði endurtekið leikinn frá því á sunnudaginn, aukaspyrna Bruno frá vinstri og Casemiro skallaði inn, en í þetta skiptið var hann hárfínt rangstæður. En það var fjórum mínúm síðar að Bruno tók horn frá vinstri, varnarmaðurinn Aguerd stökk hæst, og nikkaði boltanum snyrtilega yfir Areola og i netið. Hefði ekki getað gert þetta betur þó hann hefði reynt!

Embed from Getty Images

Nú var United með öll völd og sótti á og á síðustu mínútu venjulegs kom markið. Skot Weghorst fór í varnarmann og út til Garnacho, fyrsta snerting setti boltann aðeins of langt frá honum en það var í raun bara fullkomin uppstilling og þetta var eins og aukaspyrna inni í teig, Garnacho smell hitti boltann og sendi í markið framhjá Areola.

Embed from Getty Images

Rashford átti svo fínt færi sem fór rétt framhjá fjær stöng. Garnacho fékk heiðursskiptingu og Varane kom inn á.

Það var svo komin mínútu fram yfir þessar fjórar sem átti að bæta við að Fred gulltryggði United áfram. Hann hafði komið inná undir lokin fyrir Sabitzer, og núna var hann á réttum stað þegar Weghorst sendi út í teiginn frá markteig og hamraði boltann inn.

Þetta leit ekki vel út í hálfleik og enn ver þegar West Ham skoraði en Casemiro breytti leiknum. Það hjálpar auðvitað að West Ham brotnar undir pressu eins og besta spilaborg.

Dýptin er sannarlega ekki alveg nógu góð en aðalliðið er frábært.

Og það er búið að draga og United mætir Fulham í fjórðungsúrslitum! Leikið verður helgina 17-18. mars.

5

Reader Interactions

Comments

  1. Steve Bruce says

    2. mars, 2023 at 09:26

    Frábær sigur í erfiðum leik. Sýnir líka hvað munar himinn og hafi milli aðalleikmanna og bekkjarsetumanna. Casemiro skapar svona 10x meira en McTominay til dæmis. Sumarglugginn verður afar mikilvægur.

  2. Dór says

    5. mars, 2023 at 18:52

    Ritstjórn hefur ekki mætt til leiks eins og liðið okkar

  3. EgillG says

    5. mars, 2023 at 19:25

    Hún þarf ekki að gera neitt um þennan leik

  4. Egill says

    5. mars, 2023 at 19:40

    Ég vona að Bruno missi fyrirliðabandið eftir þennan leik, hann varð sér til háborinnar skammar í dag, rétt eins og allir leikmenn og stjórinn.
    Að tapa 4-0, 5-2 og 7-0 á sama tímabili er ekki boðlegt fyrir Manchester United.
    Það verða rosalegar breytingar þegar nýjir eigendur koma inn.

  5. Egill says

    5. mars, 2023 at 19:50

    6-3 var það, ekki 5-2

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress