• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Liverpool 7:0 Manchester United

Ritstjórn skrifaði þann 5. mars, 2023 | 7 ummæli

 

Embed from Getty Images

Efnisorð: Leikskýrsla Leikskýrslur Liverpool 7

Reader Interactions

Comments

  1. Silli says

    5. mars, 2023 at 21:12

    Upp upp og áfram!!!

  2. Arni says

    5. mars, 2023 at 21:36

    Weghorst er bara ekki nógu góður til að byrja alla leiki

  3. Steve Bruce says

    5. mars, 2023 at 21:57

    Það hefur alltaf verið erfitt að fara á Anfield, óháð liðsúrvali LFC hvers tíma. Flestir leikir í gegnum tíðina hafa þó verið „alvöru leikir“ en það verður að viðurkennast að þau skipti sem stórsigrar hafa unnist hafa nær allir verið LFC megin. Það var ekki tapið sem slíkt sem gerði mann reiðan í dag, heldur það að menn skyldu missa hausinn og hætta að berjast. Sum mörkin voru algjört djók. Það var reyndar með ólíkindum að sjá hvað allt datt með LFC í þessum leik og ekkert með okkur. 7-0 er ansi langt frá því að endurspegla gang leiksins (skot á mark 8-4 LFC) en grimmdin í að ná seinni boltanum skóp nokkur markanna.
    Það held ég átta sig flestir stuðningsmenn United á því að velgengni liðsins byggir á því að 3-5 leikmenn spili alltaf og og eigi góðan dag. Svoleiðis skip strandar alltaf fyrir rest. Vonandi nær liðið að rífa sig í gang og halda áfram. Í stjóratíð Sir Alex var stórt tap (þó sjaldgæft væri) oft ávísun á gott gengi í framhaldinu. Vonum að slíkt verði upp á teningnum núna.

  4. Jóhann Pétur says

    5. mars, 2023 at 22:22

    Barcelona slegnir út úr Evrópudeildinni, sigur í deildarbikar móti Newcastle og áfram í bikarkeppni á móti West Ham. Og allt á hvað 2 vikum? Ég óttaðist að það að leggja Liverpool á Anfield eftir leikina á undan væri kannski aðeins of mikið. Árangur undanfarna daga og vikur sýnir að liðið er á réttri leið en dagurinn í dag sýnir að það er mikið verk óunnið. Stóra málið fyrir mér allt þetta tímabil er að vera í meistaradeild á næsta ári. Það gerir félagið að meira spennandi kost fyrir þá leikmenn sem við viljum fá.

  5. Elis says

    6. mars, 2023 at 10:25

    Við erum að tala um stærsta tap liðsins í 92 ár og stærsta tapið gegn Liverpool. Það er ekki hægt að sjá einn jákvæðan punkt úr þessum leik nema að þetta hefði getað verið en þá stærra tap því að Man utd menn gáfust upp eftir að staðan var 3-0.
    Þvílíkt andleysi hefur maður varla séð inn á fótboltavelli. Klopp tók Ten Hag í kennslustund(hægt að sjá tifo myndband því til stuðnings https://www.youtube.com/watch?v=dqlXJBGlKCE&t=553s) og Liverpool menn voru miklu ákveðnari í þessum leik.
    Að horfa á Bruno ganga um völlinn, vælandi og grenjandi að biðja um skiptingu var ógeðslegt. Að sjá hann kasta sér niður og halda fyrir andlitið þegar hann fékk létt högg á bringuna var ógeðslegt. Þessi maður á aldrei aftur að bera fyrirliðabandið hjá Utd.

    Það sást vel á Roy og Gary eftir leikinn hvað þetta var sárt og þeim sárnaði hvað þetta virtist ekki vera sárt fyrir leikmenn liðsins. Þetta eru lélgustu úrslit í sögu Man utd. Að láta erkifjendurnar slátra liðinu svona er ekki boðlegt.
    Ég myndi allan daginn vilja skipta þessum mika mús bikar fyrir að snúa þessu tapi í gær í sigur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórinn tekur á þessu en það þarf að láta þessa stráka vita að þetta er ekki boðlegt. Liverpool lið hljóp 7 km meira svo að ég vona að Ten Hag sé í þessum töluðu orðum að skokka með strákunum 7 km

  6. s says

    6. mars, 2023 at 19:33

    Shit. Hef ekkert meira um leikinn að segja.

  7. Elis says

    7. mars, 2023 at 18:51

    Hvað er að frétta af skýrslunni?

    Það er helvíti fúllt að tapa svona leik en það þarf að halda upp ákveðnum standart og fjalla um sigra og töp í þessu.
    Það sem er samt best við svona úrslit er að maður sér karakter leikmenn alveg út í gegn og fara sumir í felur og aðrir axla ábyrgð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress