• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Real Betis á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 8. mars, 2023 | Engin ummæli

You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down

Við fengum víst ekki stig í deildinni um síðustu helgi en hitt er líka víst að það er ekki stigafrádráttur sama hver úrslitinu eru þannig það skiptir minnstu núna. Næsta verkefni bíður, Real Betis Balompié, eða Real Betis, eða bara Betis kemur í heimsókn á Old Trafford í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem við mætum Betis, því á meðan athygli heimsins beindist að Katar skruppu eftirsátar United til Spánar og kepptu meðal annars við Betis. Liðið sem mætti Betis 10. desember síðastliðinn var svona: De Gea; Williams, Lindelöf, Mengi, Wan-Bissaka; Elanga, Zidane, McTominay, Hansen-Aaröen Garnacho; Martial. Af þessum má aðeins bóka De Gea í byrjunarliðið á morgun og því ekki mikið að marka eitt núll tapið sem þá var. Reyndar eru ekki mikið fleiri Betis leikmenn sem voru þá en eitthvað. Þetta var enda æfingaleikur og mikið skipt inn á. Nóg um það.

Real Betis Balompié

Byrjum á gestunum og kannske fyrst þekktasta andlitinu sem mætir á Old Trafford á morgun:
Embed from Getty Images

Já þjálfari Betis er gamli granninn Manuel Pellegrini. Þetta er þriðja tímabil hans með liðið og honum hefur bara gengið þokkalega. Fyrsta veturinn endaði liðið í sjötta sæti og komst í Evrópudeildina og í fyrra bættu þeir um betur og voru í fimmta sæti, sem er einmitt sætið sem liðið situr í í dag.

Betis vann riðil sinn í Evrópudeildinni í haust, unnu alla leiki nema einn, gerðu jafntefli á heimavelli gegn Roma eftir að hafa unnið leikinn í Róm, og verður að teljast ágætt hjá þeim. Þeir eru á sínum stað ef svo má segja í deildinni og gerðu markalaust jafntefli gegn Real Madrid um helgina á heimavelli. Pellegrini hvíldi þar einn af sínum mikilvægustu mönnum, Sergio Canales sem var næstum tilbúinn eftir meiðsli en Pellegrini ákvað að United leikurinn yrði mikilvægari, Canales hefur æft í vikunni og verður með á morgun. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir Betis fyrir þá staðreynd að annar mikilvægur leikmaður, Nabil Fekir, er frá út tímabilið eftir nýleg krossbandsslit.

Bravo
Miranda
Felipe
Pezzella
Sabaly
Rodríguez
Canales
Pérez
Rodri
Ruibal
Iglesias

Þetta er spá fyrir liðið, og ef við lítum yfir það stöldrum við fyrst við gamla brýnið Claudio Bravo í marki, sem er rétt ókominn á fimmtugsaldurinn. Í vörninni er meðal annara Germán Pezzella sem er heimsmeistari með Argentínu, kom inná í framlengingunni í úrslitaleiknum. Á miðjunni stöldrum við við William Carvalho sem var næstum því jafn oft orðaður við United fyrir nokkrum árum og Wesley Sneijder. Carvalho fór til Betis fyrir fimm árum og hefur staðið sig þokkalega þar, en líklega ekki þannig að United þurfi að hafa eftirsjá. Fremstur er svo Borja Iglesias, sem hefur ekki verið mikill markaskorari, en gekk nokkuð vel á síðasta ári, skoraði 20 mörk á almanaksárinu, fékk tækifæri í einum landsleik, en var ekki tekinn með til Katar

Það er því alveg óþarfi að afskrifa Betis, enda koma þeir inn í leikinn vel stemmdir eftir ágæt úrslit

Manchester United

Hvað skal segja? Hvernig skal velja liðið?

Stóra spurningin er hverjir fá á baukinn eftir ófarir helgarinnar, og hverjir ekki? Hverjum skal treysta? Aðeins Ten Hag getur svarað því.

Casemiro gæti verið að glima við meiðsli, sem og Victor Lindelöf, Raphaël Varane og Luke Shaw, Það gæti orðið ves. Marcel Sabitzer verður áreiðanlega frá. Martial er víst koma til, kannske kemst hann á bekkinn. Vonum samt það besta með alla þessa og spáum þessu svona.

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
17
Fred
18
Casemiro
25
Sancho
8
Fernandez
21
Antony
10
Rashford

Leikurinn er kl átta annað kvöld og dómarinn er þýskur, Daniel Siebert.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress