• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

United heldur til Sevilla

Björn Friðgeir skrifaði þann 15. mars, 2023 | Engin ummæli

United flaug í dag með 21 manns hóp til Sevilla á Spáni og leikur á morgun seinni leikinn við Betis. Fjölmörg ykkar hafa verið að spyrja hvað þetta Betis sé en það er auðvelt að skýra. Flest þau sem komið hafa til Sevilla vita að áin Guadalqivir rennur einmitt gegnum Sevillu, sem og reyndar þá ágætu borg Córdoba. Þau sem þekkja enn betur til vita auðvitað að rómverskt nafn Guadalqivir var einmitt Baetis, því stór hluti Andalúsiu sem svo nefndist síðar hét á tímum Rómverja Hispania Baetica.

Þá er áhugaverða hluta þessarar upphitunar í raun lokið. Þrátt fyrir hrösun um síðustu helgi þá var það í alls óskyldri keppni, United er engu að síður með 4-1 forskotið úr fyrri leiknum og það þarf stórslys á morgun til að það týnist niður.  Verkefnið er því að koma í veg fyrir það.

Antony og Anthony fóru ekki með hópnum, Antony veikur og Martial enn meiddur. Skemmtileg staðreynd að Wout Weghorst hefur nú byrjað fleiri leiki á árinu fyrir United en Martial síðustu tvö árin.  Garnacho er svo meiddur og verður frá fram yfir landsleikjahlé

1
De Gea
12
Malacia
2
Lindelöf
5
Maguire
20
Dalot
17
Fred
18
Casemiro
10
Rashford
8
Fernandez
25
Sancho
27
Weghorst

Það hlýtur að vera að Ten Hag róteri aðeins. Hvernig er auðvitað bara ágiskun. Verður Casemiro með eða verður tækifærið notað til að reyna einhverja samsetningu sem kemur í stað hans. Martínez gæti verið færður framar, Fernandes aftar en líklegast er að svarið sé McFred. Vonandi verður Casemiro samt inná til slysavarna.

Set Lindelöf og Maguire í haffsentana svona til að gleðja augað.

Real Betis Balompié

Manuel Pellegrini er alveg þokkalega bjartsýnn á leikinn, amk útávið. Á Old Trafforsd meiddist Luiz Felipe og verður frá, en Victor Ruiz ætti að koma í stað hans. Það var gaman að sjá Joaquin í fyrri leiknum en Sergio Canales er orðinn heill og spilar. Pérez var fremstur á Old Trafford en Iglesias gæti komið inn líka, Betis þarf jú nauðsynlega að skora mörk

Bravo
Abner
Ruiz
Pezzella
Sabaly
Rodríguez
Carvalho
Juanmi
Perez
Canales
Iglesias

Leikurinn er eftirmiðdagsleikur, og hefst 17:45. Dómarinn er Serbinn Srđan Jovanović.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress