• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace á Selhurst Park bíður okkar manna

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 21. september, 2024 | Engin ummæli

Síðbúin og stutt upphitun fyrir síðdegisleik dagsins. Núna á eftir taka Ernirnir hans Glasner á móti okkur á Selhurst Park en Crystal Palace hefur snúið rækilega við blaðinu eftir að hann tók við stjórn liðsins. Tók hann þá við keflinu af Roy Hodgson í febrúar á þessu ári en síðan þá hefur liðið unnið 19 leiki og tapað fimm og gert jafnmörg jafntefli.

Undir hans stjórn vann liðið frægan 1-0 sigur á Liverpool á síðustu leiktíð en þar með lauk 29 leikja taplausri leikjahrinu Liverpool á Anfield. Þá gerði hans sér lítið fyrir og skellti United 4-0 og í síðustu umferðinni í maí lagði hann Aston Villa 5-0.

Það má því með sanni segja að honum hafi tekist að rétta úr kútnum og því voru margir sem spáðu Crystal Palace góðu gengi á þessari leiktíð. Þeir misstu hins vegar einn af lykilmönnum sínum í sumar þegar Bayern Munich bankaði upp á og bauð í Michael Olise.

Þeir urðu líka fyrir blóðtöku þegar Joachim Andersen fór til Fulham en þeir gerðu vel í að halda bæði Eze og Guehi sem voru báðir á óskalistanum hjá mörgum stórum liðum í sumar.Þá styrktu þeir sig sæmilega í sumar enda fengu þeir til liðs við sig þá Eddie Nketiah, Maxence Lacroix, Daichi Kamada og Ismaila Sarr og svo Chalobah á láni frá Chelsea.

Embed from Getty Images

Glasner hefur verið að stilla upp í 3-4-3 eða 3-4-2-1 með Jean Phillip Mateta eldheitan upp á topp með Eze og Kamada þar fyrir aftan. Hann hefur haldið þessari liðsuppstillingu í gegnum fjórar fyrstu umferðirnar í deildinni. En það hefur ekki verið að virka eins vel og það gerði á síðustu leiktíð en Palace situr í 16. sæti deildarinnar eftir tvö jafntefli og tvö töp, jafntefli gegn Chelsea og Leicester City og tap gegn West Ham og Brentford.

Liðið hefur skorað 4 mörk en fengið á sig 7 og eru Ernirnir ekki búnir að finna sama form og undir lok síðustu leiktíðar þegar enginn vildi spila gegn þeim. Það er því tilvalið að hamra járnið á meðan það er heitt eða öllu heldur hamra heimamenn á meðan þeir eru kaldir.

Chalobah, Doucoure, Franco og Riad eru á meiðslalistanum þeirra svo þeir verða ekki með á eftir.

Embed from Getty Images

 

Manchester United

Góðu fréttirnar úr okkar herbúðum eru þær að Rasmus Hojlund og Mason Mount eru byrjaðir að æfa en byrja þennan leik líklegast báðir á bekknum. Hausverkurinn er Erik ten Hag hefur varðandi byrjunarliðið kemur allur úr fremstu víglínu. Garnacho er eldheitur en hefur einungis byrjað tvo leiki á tímabilinu. Amad Diallo heldur áfram að gera varnarlínur andstæðinga okkar taugaveiklaðar og hefur verið einn allra besti leikmaðurinn okkar á byrjun tímabilsins.

Rashford virðist hafa fundið skotskóna sína aftur og þá er loksins aftur komin barátta um framherjastöðuna hjá okkur nú þegar Daninn ungi er orðinn heill heilsu.

Embed from Getty Images

Það verður því áhugavert að sjá hvernig Erik ten Hag nýtir sér hópinn núna þegar liðið er ekki stráfellt af raðmeiðslum. Leikirnir koma núna með um 3 daga millibili og álaginu verður að dreifa og þá skemmir ekki fyrir ef menn fara að spila eftir getu og upp kemur barátta um hærtnær öll sætin í byrjunarliðinu. Ég spái hins vegar óbreyttu liði frá Brentford leiknum nema mögulega kemur Ugarte inn en hann byrjaði leikinn gegn Barnsley í miðri viku.

Leikurinn hefst 16:30.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Síðustu ummæli

  • Arni um Liðið í Manchester slagnum
  • Helgi P um Liðið í Manchester slagnum
  • Gummi um Liðið í Manchester slagnum
  • Halldór Marteins um Liðið í Manchester slagnum
  • sófinn um Liðið í Manchester slagnum

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress