• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:0 Leicester City

Björn Friðgeir skrifaði þann 10. nóvember, 2024 | 4 ummæli

Liðið sem byrjaði þennan síðasta leik undir stjórn Ruud van Nistelrooy

Leikurinn var afskaplega tíðindalaus framan af, United meira með boltann en vantaði að gera eitthvað að ráði upp við teig. Leicester átti alveg sóknir en ógnuðu ekki. Það þurfti eitthvað sérstakt til að breyta þessu og það kom á 16. mínútu. United fékk innkast frá vinstri, Bruno fékk boltann gaf á Amad sem átti netta hælsendingu aftur á Bruno sem sá tækifærið við vítateigshornið og smellti hörkuskoti í hornið fjær. 1-0 fyrir United.

Ekki breytti markið miklu um gang leiksins sem mallaði áfram þangað til að United bætti við forystuna með næsta skondnu marki. Mazraoui gaf fyrir, Bruno reyndi að skalla en boltinn fór bara í lærið á honum og þaðan í lærið á Victor Kristiansen og framhjá Hermansen í marki Leicester. Gaman að þessu.

Lokafæri hálfleiksins kom í hlut Amad, sem átti flotta rispu upp miðjuna, framhjá varnarmönnum og fínt skot sem Hermansen rétt náði að sparka í eftir að hafa kastað sér of snemma. 2-0 í hálfleik nokkuð sanngjarnt.

Ruud vildi greinilega sjá betri frammistöðu Rashford í seinni hálfleik og þegar það kom ekki fljótt sendi hann Alejandro Garnacho inn í stað hans á 58 . mínútu. Sömuleiðis kom Jonny Evans inná fyrir Diogo Dalot. Þetta breytti ekki mjög miklu um leikinn og hann hélt áfram í svipuðum gír. Nokkru eftir miðjan hálfleikinn kom lokins frábær sending frá Ugarte á Garnacho sem geystist upp og inn í teig, ætlaði að snúa til baka til að leika á Faes en rann til og datt illa. Meiddi sig við það en ekki nógu alvarlega til að fara út af. Það var Rasmus Höjlund sem vék fyrir Joshua Zirkzee nokkru síðar. Síðasta skiptingin var svo Eriksen fyrir Casemiro.

United var með fína stjórn á þessum leik þó lítið væri um færi, og á 82. mínútum tók Garnacho eitt úr efstu hillu, United komu fram frekar hratt, Garnacho fékk boltann við teiginn, tók hliðarskref og skaut þessu líka frábæra bananaskoti fram hjá Hermansen og undir slána. Sigurinn innsiglaður og Ruud van Nistelrooy í þessum fjórum leikjum sem hann stjórnaði. Það er vonandi að þetta skili leikmönnum betri til Rúben Amorin sem mætir á Carrington á morgun til að taka við liðinu

4

Reader Interactions

Comments

  1. Egillg says

    10. nóvember, 2024 at 16:03

    Flottur leikur

  2. Sir Roy Keane says

    11. nóvember, 2024 at 13:06

    Frábært að fá þennan sigur og styttra í 4 sætið. Það er greinileg batamerki á liðinu og Ruud er búinn að standa sig mjög vel. Greinilega mun meiri gleði og sjálfstraust í liðinu.
    Áhugavert hvað Casemiro og Ugarte hafa náð vel saman, miðjan orðin þéttari með samvinnu þeirra og veitir Bruno meira frelsi til að skapa og skora. Þegar ég var að lesa fréttir af komu Ugarte í sumar þá voru flestar á þann veg að hann ætti að leysa Casemiro af hólmi en ekki spila við hliðina á honum. Minnir smá á Keane/Butt miðjuna hér um árið.
    Verður gaman að sjá hvort að Ruud verði áfram í þjálfarateyminu hjá Amorim. Þegar Moyes tók við af Ferguson 2013 þá skipti hann út öllu þjálfarateyminu, en ég las einhversstaðar að Ferguson hefði ráðlagt Moyes að halda aðstoðarstjóranum honum McClaren til að skilja United kúltúrinn, en hann hefði ekki hlustað á það.
    Ég held að það sé mikilvægt að Ruud verði áfram sem mikilvægur hluti af teyminu.

  3. Helgi P says

    12. nóvember, 2024 at 10:44

    Það er alveg fáránlegt að við séum bara 4 stigum frá 3 sæti eftir verstu byrjun í næstum því 40 ár

  4. Sir Roy Keane says

    18. nóvember, 2024 at 09:31

    Engin Ruud áfram, en Fletcher er áfram í þjálfarateyminu. Mikilvægt að hafa einn áfram sem þekkir klúbbinn út og inn í nýja teyminu. Fletcher var sem leikmaður okkar í 20 ár og byrjaði 11 ára í klúbbnum. Var oft ómissandi í stóru leikjunum og brást okkur afar sjaldan. Yngsti fyrirliði Skotlands í sögunni og mjög sterkur karakter.
    Það verður gaman að sjá liðið hjá Amorim eftir nokkra leiki, spái því að einhverjir leikmenn muni koma á óvart og verði færðir til í stöðum. T.d. eru Eriksen, Mount og Fernandes allt mjög góðir leikmenn en oftast kemst bara einn kemst í liðið (Fernandes) þar sem að þeir spila allir nær sömu stöðu.
    Ef hann fer í 3-4-3 þá erum við mjög þunnir í vængbakvarðastöðunum og líka í framherjastöðunni, en sterkir í öðrum stöðum. Spái því að við eigum eftir að sjá óvænt nöfn í nýjum stöðum. Verður Amad kannski framherji og Mount vængbakvörður?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress